Mál númer 202104019
- 18. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #805
Lagt er fyrir bæjarráð á taka afstöðu til varakröfu málshefjanda um stækkun lóðar um 5 metra til suðvesturs.
Afgreiðsla 1535. fundar bæjarráðs samþykkt á 805. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1535
Lagt er fyrir bæjarráð á taka afstöðu til varakröfu málshefjanda um stækkun lóðar um 5 metra til suðvesturs.
Bæjarráð synjar með þremur atkvæðum ósk málshefjanda um stækkun lóðar Merkjateigs 4 um 5 metra til suðvestur inn á leikvöllinn við Merkjateig í samræmi við varakröfu í erindi, enda skerði slík breyting gæði leikvallarins verulega og möguleikar almennings á nýtingu svæðisins minnka til muna. Bæjarráð vísar málinu að öðru leyti til úrlausnar umhverfissviðs varðandi staðsetningu á girðingu milli leikvallar og lóðar Merkjateigs 4.
- 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Bæjarráð Mosfellsbæjar tók á 1485. fundi fyrir ósk um stækkun lóðar að Merkjateig 4. Erindinu var vísað til umsagnar á umhverfissviði. Hjálögð er umsögn skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Afgreiðsla 1487. fundar bæjarráðs samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. apríl 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1487
Bæjarráð Mosfellsbæjar tók á 1485. fundi fyrir ósk um stækkun lóðar að Merkjateig 4. Erindinu var vísað til umsagnar á umhverfissviði. Hjálögð er umsögn skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Bæjarráð synjar með þremur atkvæðum beiðni málshefjanda um stækkun lóðar við Merkjateig 4 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Erindi frá íbúum að Merkjateig 4, dags. 6. apríl 2021, með ósk um stækkun lóðar íbúðarhúss að Merkjateig 4 svo lóðin taki yfir núverandi leikvöll á svæðinu.
Afgreiðsla 1485. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. apríl 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1485
Erindi frá íbúum að Merkjateig 4, dags. 6. apríl 2021, með ósk um stækkun lóðar íbúðarhúss að Merkjateig 4 svo lóðin taki yfir núverandi leikvöll á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar á umhverfissviði.