Mál númer 202008002
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Óskað er eftir því að stígur um Húsadal á landi L219227 verði ekki skilgreindur sem reiðstígur. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 581. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Óskað er eftir því að stígur um Húsadal á landi L219227 verði ekki skilgreindur sem reiðstígur.
Afgreiðsla 580. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #581
Óskað er eftir því að stígur um Húsadal á landi L219227 verði ekki skilgreindur sem reiðstígur. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Staðsetning og lega reiðleiða er alltaf háð samþykki og aðkomu landeigenda á hverjum stað. Skipulagsnefnd samþykkir að erindi málsaðila verði vísað til frekari úrvinnslu og afgreiðslu skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum. - 6. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #580
Óskað er eftir því að stígur um Húsadal á landi L219227 verði ekki skilgreindur sem reiðstígur.
Frestað vegna tímaskorts.
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Óskað er eftir að reiðstígur í gildandi aðalskipulagi verði fjarlægður úr landi Húsadals.
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #538
Óskað er eftir að reiðstígur í gildandi aðalskipulagi verði fjarlægður úr landi Húsadals.
Lagt fram og kynnt.
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Borist hefur erindi frá Ingunni Vígmundsdóttur og Pálmari Vígmundssyni landeiganda í Húsadal, dags. 23.07.2020, með ósk um breytingu á aðalskipulagi.
Afgreiðsla 520. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 765. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. ágúst 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #520
Borist hefur erindi frá Ingunni Vígmundsdóttur og Pálmari Vígmundssyni landeiganda í Húsadal, dags. 23.07.2020, með ósk um breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags.