Mál númer 202103126
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um mat á þörf fyrir öryggisíbúðir.
Bókun bæjarfulltrúa S-lista.
Uppbygging þjónustu við eldri borgarar er mjög mikilvæg. Sú þjónusta þarf að taka mið af þörfum þess fjölbreytta hóps sem fellur undir hóp eldri borgara. Öryggisíbúðir eins og Eir áformar að reisa eru góður kostur fyrir þau sem þær velja og hafa ráð á að leigja þær.
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar vill árétta að í tengslum við áform um stóraukinn fjölda öryggisíbúða í bænum þurfi samtímis að efla bæði aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara sem og stuðningsþjónustu/heimaþjónustu sem veitt er og samþættingu hennar við heimahjúkrun.***
Afgreiðsla 1484. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. apríl 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1484
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um mat á þörf fyrir öryggisíbúðir.
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um mat á þörf á öryggisíbúðum í Mosfellsbæ lagt fram til kynningar.