Mál númer 202103392
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Ósk Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista, um almenna umræðu um stöðu verkefnisins og möguleika bæjarins að nýta sér átakið.
Afgreiðsla 1485. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. apríl 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1485
Ósk Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista, um almenna umræðu um stöðu verkefnisins og möguleika bæjarins að nýta sér átakið.
Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri Mosfellsbæjar, mætti til fundarins og fór yfir stöðu verkefnisins og möguleika bæjarins að nýta sér átakið.
- 24. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #779
Erindi L-lista um þátttöku Mosfellsbæjar í atvinnuátakinu Hefjum störf.
Afgreiðsla 1481. fundar bæjarráðs samþykkt á 779. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. mars 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1481
Erindi L-lista um þátttöku Mosfellsbæjar í atvinnuátakinu Hefjum störf.
Tillaga Vina Mosfellsbæjar um þátttöku Mosfellsbæjar í atvinnuátakinu "Hefjum störf" og minnisblað mannauðstjóra um þátttöku Mosfellsbæjar í reglubundnu atvinnuátaki á vegum Vinnumálastofnunar rædd. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu mannauðstjóra til samræmis við verkefni mannauðsstjóra hjá Mosfellsbæ tengd vinnumarkaðsaðgerðum stjórnvalda á hverjum tíma.
***
Bókun Stefán Ómars Jónssonar bæjarfulltrúa L-lista:
Ofan ritaður óskaði eftir að þetta mál yrði sett á dagskrá bæjarráðs. Málið er því komið á dagskrá bæjarráðs að frumkvæði og á ábyrgð ofan ritaðs. Það gerist svo rúmum hálfum sólarhring fyrir bæjarráðs fundinn að við málið er hengt minnisblað frá stjórnsýslu Mosfellsbæjar og það án þess að eiga um það nokkurt samtal eða samráð við flutningsmann/ábyrgðarmann málsins. Sé það talið eðlilegt og samrýmanlegt verklags- og samskiptareglum kjörinna fulltrúa og stjórnenda hjá Mosfellsbæ, þá hlýtur það að virka í báðar áttir, það er að kjörnir fulltrúa eigi þess þá kost að koma að sínum minnisblöðum þegar mál eru lögð fram að frumkvæði og á ábyrgð stjórnsýslu Mosfellsbæjar.