Mál númer 202010045
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Skipulagsnefnd samþykkti á 539. fundi sínum að senda deiliskipulag við Heytjarnarheiði til yfirferðar Skipulagsstofnunar. Lagðar eru fram til kynningar athugasemdir Skipulagsstofnunar dags. 26.05.2021. Lagður er fram til afgreiðslu uppfærður uppdráttur í samræmi við athugasemdir.
Afgreiðsla 544. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #544
Skipulagsnefnd samþykkti á 539. fundi sínum að senda deiliskipulag við Heytjarnarheiði til yfirferðar Skipulagsstofnunar. Lagðar eru fram til kynningar athugasemdir Skipulagsstofnunar dags. 26.05.2021. Lagður er fram til afgreiðslu uppfærður uppdráttur í samræmi við athugasemdir.
Deiliskipulag samþykkt að nýju og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Uppdráttur hefur verið lagfærður í samræmi við athugasemdir og Skipulagsstofnun verður send umbeðin gögn.
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Skipulagsnefnd samþykkti á 530. fundi sínum að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir frístundahús við Heytjarnarheiði L252202 og L125204. Skipulagið var auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu, á vef Mosfellsbæjar og með dreifibréfi til hagsmunaaðila og stofnanna. Athugasemdafrestur var frá 11.02.2021 til og með 28.03.2021. Umsagnir bárust frá Veðurstofu Íslands, dags. 04.03.2021 og Minjastofnun Íslands, dags. 12.02.2021, aðrir skiluðu ekki. Athugasemdir bárust frá Hjörleifi B. Kvaran, f.h. Gunnars B. Dungal, dags. 10.03.2021 og heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 04.03.2021. Brugðist hefur verið við athugasemdum heilbrigðiseftirlitsins og uppdrættir uppfærðir. Meðfylgjandi eru drög að svörum við athugasemdum. Skipulagstillagan er lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 539. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #539
Skipulagsnefnd samþykkti á 530. fundi sínum að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir frístundahús við Heytjarnarheiði L252202 og L125204. Skipulagið var auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu, á vef Mosfellsbæjar og með dreifibréfi til hagsmunaaðila og stofnanna. Athugasemdafrestur var frá 11.02.2021 til og með 28.03.2021. Umsagnir bárust frá Veðurstofu Íslands, dags. 04.03.2021 og Minjastofnun Íslands, dags. 12.02.2021, aðrir skiluðu ekki. Athugasemdir bárust frá Hjörleifi B. Kvaran, f.h. Gunnars B. Dungal, dags. 10.03.2021 og heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 04.03.2021. Brugðist hefur verið við athugasemdum heilbrigðiseftirlitsins og uppdrættir uppfærðir. Meðfylgjandi eru drög að svörum við athugasemdum. Skipulagstillagan er lögð fram til afgreiðslu.
Deiliskipulag samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að svara innsendum athugasemdum í samræmi við fyrirliggjandi drög.
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir frístundahús að Heytjarnarheiði. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 530. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. janúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #530
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir frístundahús að Heytjarnarheiði. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áætlanir samræmast ákvæðum aðalskipulags.