Mál númer 202010344
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Sunnubær ehf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækir leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á lóðinni Sunnukriki nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér innréttingu kjötverslunar á 1. hæð ásamt smávægilegum breytingum innra skipulags heilsugæslu á 2. hæð.
Afgreiðsla 432. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 781. fundi bæjarstjórnar.
- 16. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #539
Sunnubær ehf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækir leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á lóðinni Sunnukriki nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér innréttingu kjötverslunar á 1. hæð ásamt smávægilegum breytingum innra skipulags heilsugæslu á 2. hæð.
- 31. mars 2021
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #432
Sunnubær ehf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækir leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á lóðinni Sunnukriki nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér innréttingu kjötverslunar á 1. hæð ásamt smávægilegum breytingum innra skipulags heilsugæslu á 2. hæð.
Samþykkt
- 25. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #772
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni arkitekt, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 3, dags. 17.11.2020, með ósk um aukið byggingarmagn vegna anddyris í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 528. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. nóvember 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #528
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni arkitekt, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 3, dags. 17.11.2020, með ósk um aukið byggingarmagn vegna anddyris í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags, um aukna fermetra byggingar eins og gögn sýna, í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Lóðarhafi skal greiða gjöld í samræmi við aukna nýtingu.