Mál númer 202103627
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar lögð fram.
Afgreiðsla 1495. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787.fundi bæjarstjórnar.
- 1. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1495
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að þóknun verði greidd fyrir setu í öldungaráði, notendaráði um málefni fatlaðs fólks og ungmennaráð í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði. Jafnframt samþykkt að fela þjónustu- og samskiptadeild að endurskoða samþykktir framangreindra ráða þar sem m.a. verði sett inn skýr ákvæðu um að fjöldi funda verði að hámarki fjórir á ári og eftir atvikum önnur atriði sem styrkt geta umgjörð ráðanna og stuðning starfsmanna Mosfellsbæjar við þau. Fjármálastjóra er falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021 til að unnt veðri að hefja greiðslur til ráðanna í haust.
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Á 779. fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga um að fela bæjarráði að taka til skoðunar þóknun notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, öldungaráðs og ungmennaráðs.
Bókun C-lista
Fulltrúi C lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur áherslu á að jafnræðis sé gætt í í umbunum fyrir nefndarstörf á vegum Mosfellsbæjar og til þeir sem sitja í nefndum fyrir hönd sveitarfélagsins.Afgreiðsla 1484. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. apríl 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1484
Á 779. fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga um að fela bæjarráði að taka til skoðunar þóknun notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, öldungaráðs og ungmennaráðs.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
- 7. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #780
Á 779. fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga um að fela bæjarráði að taka til skoðunar þóknun notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, öldungaráðs og ungmennaráðs.
Afgreiðsla 1483. fundar bæjarráðs samþykkt á 780. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. mars 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1483
Á 779. fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga um að fela bæjarráði að taka til skoðunar þóknun notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, öldungaráðs og ungmennaráðs.
Frestað vegna tímaskorts.