Mál númer 201901309
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Óskað er eftir því að landi L199733 verði breytt úr óbyggðu svæði í frístundabyggð.
Afgreiðsla 577. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #577
Óskað er eftir því að landi L199733 verði breytt úr óbyggðu svæði í frístundabyggð.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar hefur það verið ákveðið að erindi og ósk umsækjenda um nýtt frístundaland í aðalskipulagi Mosfellsbæjar verði synjað.
Skipulagsnefnd hefur, til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði, tekið ákvörðun um að í þeim frumdrögum nýs aðalskipulags sem kynnt verða á næstu mánuðum verði ekki ný frístundasvæði í sveitarfélaginu.
Afgreitt með fimm atkvæðum. - 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Óskað er eftir að óbyggðu svæði í landi Miðdals verði breytt í frístundabyggð.
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #538
Óskað er eftir að óbyggðu svæði í landi Miðdals verði breytt í frístundabyggð.
Lagt fram og kynnt.
- 6. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #732
Borist hefur erindi frá Halli Kristmundssyni fh. eigenda að landi landnr. 199733 dags. 21. janúar 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi fyrir land í Miðdalslandi landnr. 199733.
Afgreiðsla 476. fundar sipulagsnefndar samþykkt á 732. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. janúar 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #476
Borist hefur erindi frá Halli Kristmundssyni fh. eigenda að landi landnr. 199733 dags. 21. janúar 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi fyrir land í Miðdalslandi landnr. 199733.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.