Mál númer 202003310
- 24. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #794
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu um heimild til þátttöku í fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og annarra fastanefnda með rafrænum hætti og víkja þannig frá skilyrðum 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að bæjarfulltrúum og nefndarmönnum verði heimilt að taka þátt í fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með rafrænum hætti og víkja þannig frá skilyrðum í 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarstjórn samþykkir að fundargerðir verði lesnar upp í lok fundar og staðfestar með rafrænni undirskrift, sbr. c-liður 8. gr. leiðbeininga um ritun fundargerða sveitarstjórn nr. 1181/2021, sbr. og 7. gr. leiðbeininga um fjarfundi sveitarstjórna nr. 1182/2021.
Samþykkt þessi er gerð með vísan til auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga nr. 1273/2021.
Samþykkt þessi gildir til 31. janúar 2022.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og fastanefnda og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs COVID 19 er lagt til að samþykkt verði ný heimild til að halda fundi sveitarstjórna og fastanefnda með fjarfundabúnaði til 1. október 2021 í samræmi við heimild í auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 894/2021, sbr. tillögu í meðfylgjandi minnisblaði.
Afgreiðsla 1498. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 787. fundi bæjarstjórnar.
- 12. ágúst 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1498
Til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og fastanefnda og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs COVID 19 er lagt til að samþykkt verði ný heimild til að halda fundi sveitarstjórna og fastanefnda með fjarfundabúnaði til 1. október 2021 í samræmi við heimild í auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 894/2021, sbr. tillögu í meðfylgjandi minnisblaði.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimilt verði að halda fundi bæjarstjórnar og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði og víkja þannig frá skilyrðum ákvæða 3. og 4. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga, 10. og 11. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna nr. 22/2013 og 5. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013. Staðfesting fundargerða skal fara fram með rafrænni undirritun þegar um fjarfundi er að ræða. Samþykkt þessi gildir til 1. október 2021.
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og fastanefnda og auðvelda ákvörðunartöku vegna heimsfaraldurs COVID 19 er lagt til að heimild til að halda fundi sveitarstjórna og fastanefnda með fjarfundabúnaði verði framlengd til 31. júlí 2021 í samræmi við heimild í auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 354/2021, sbr. tillögu í meðfylgjandi minnisblaði.
Samþykkt með 9 atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir að heimilt verði að halda fundi bæjarstjórnar og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði og víkja þannig frá skilyrðum ákvæða 3. mgr. 17. gr. sveitar¬stjórnar¬laga og 5. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013. Staðfesting fundargerða skal, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með rafrænni undirritun.
Samþykkt þessi gildir til 31. júlí 2021.
- 24. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #779
Til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og fastanefnda og auðvelda ákvörðunartöku vegna heimsfaraldurs COVID 19 er lagt til að samþykkt verði ný heimild til að halda fundi sveitarstjórna og fastanefnda með fjarfundabúnaði til 31. apríl 2021 í samræmi við heimild í auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 1436/2020, sbr. tillögu í meðfylgjandi minnisblaði.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar gerir eftirfarandi samþykkt með vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitastjórnarlaga, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020 og 1., 2. og 5. tölul. auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, nr. 1436/2020, dags. 16. desember 2020.
Bæjarstjórn samþykkir að heimilt verði að halda fundi bæjarstjórnar og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði og víkja þannig frá skilyrði 3. mgr. 17. gr. sveitastjórnarlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins.
Notkun fjarfundarbúnaðar skal að jafnaði vera í samræmi við ákvæði í leiðbeiningum um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013, þó þannig að meirihluti nefndarmanna þarf ekki að vera á boðuðum fundarstað.
Þá skal staðfesting fundargerða, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með rafrænni undirritun.
Samþykkt þessi gildir til 31. apríl 2021. - 11. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #771
Til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og fastanefnda og auðvelda ákvörðunartöku vegna heimsfaraldurs COVID 19 er lagt til að heimild til að halda fundi sveitarstjórna og fastanefnda með fjarfundabúnaði verði framlengd til 10. mars 2021 í samræmi við heimild í auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 1076/2020, sbr. tillögu í meðfylgjandi minnisblaði.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar gerir eftirfarandi samþykkt með vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitastjórnarlaga, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020 og 1., 2. og 5. tölul. auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, nr. 1076/2020, dags. 3. nóvember 2020.
Bæjarstjórn samþykkir að heimilt verði að halda fundi bæjarstjórnar og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði og víkja þannig frá skilyrði 3. mgr. 17. gr. sveitastjórnarlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins.
Notkun fjarfundarbúnaðar skal að jafnaði vera í samræmi við ákvæði í leiðbeiningum um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013, þó þannig að meirihluti nefndarmanna þarf ekki að vera á boðuðum fundarstað.
Þá skal staðfesting fundargerða, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með tölvupósti eða rafrænni undirritun og þær undirritaðar með hefðbundnum hætti þegar nefndir koma að nýju saman samkvæmt hefðbundnu fundarformi.
Samþykkt þessi gildir til 10. mars 2021 eða þar til önnur ákvörðun verður tekin.
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Bæjarstjórn samþykkti á 757. fundi, sem endurnýjuð var á 761. fundi, að heimilt væri að halda fundi bæjarstjórnar og fastanefnda með rafrænum hætti til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og auðvelda ákvörðunar töku vegna heimsfaraldurs COVID 19. Gilti sú heimild til 18. júlí 2020. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur birt auglýsingu nr. 780/2020, þar sem heimild til fjarfunda er framlengd til 10. nóvember 2020. Lagt er til að bæjarráð samþykki tillögu um heimild til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga.
Afgreiðsla 20. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Bæjarstjórn samþykkti á 757. fundi, sem endurnýjuð var á 761. fundi, að heimilt væri að halda fundi bæjarstjórnar og fastanefnda með rafrænum hætti til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og auðvelda ákvörðunar töku vegna heimsfaraldurs COVID 19. Gilti sú heimild til 18. júlí 2020. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur birt auglýsingu nr. 780/2020, þar sem heimild til fjarfunda er framlengd til 10. nóvember 2020. Lagt er til að bæjarráð samþykki tillögu um heimild til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga.
Afgreiðsla 1453.fundar bæjarráðs lögð fram á 765.fundi bæjarstjórnar
- 13. ágúst 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1453
Bæjarstjórn samþykkti á 757. fundi, sem endurnýjuð var á 761. fundi, að heimilt væri að halda fundi bæjarstjórnar og fastanefnda með rafrænum hætti til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og auðvelda ákvörðunar töku vegna heimsfaraldurs COVID 19. Gilti sú heimild til 18. júlí 2020. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur birt auglýsingu nr. 780/2020, þar sem heimild til fjarfunda er framlengd til 10. nóvember 2020. Lagt er til að bæjarráð samþykki tillögu um heimild til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga.
Bæjarráð Mosfellsbæjar gerir eftirfarandi samþykkt með vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitastjórnarlaga, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020 og 1., 2. og 5. tölul. auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, dags. 11. ágúst 2020.
Bæjarráð samþykkir að heimilt verði að halda fundi bæjarstjórnar og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði og víkja þannig frá skilyrði 3. mgr. 17. gr. sveitastjórnarlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins.
Notkun fjarfundarbúnaðar skal að jafnaði vera í samræmi við ákvæði í leiðbeiningum um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013, þó þannig að meirihluti nefndarmanna þarf ekki að vera á boðuðum fundarstað.
Þá skal staðfesting fundargerða, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með tölvupósti eða rafrænni undirritun og undirritaðar með hefðbundnum hætti þegar nefndir koma að nýju saman samkvæmt hefðbundnu fundarformi.
Samþykkt þessi gildir til 10. nóvember 2020 eða þar til önnur ákvörðun verður tekin.
- 13. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #761
Bæjarstjórn samþykkti á 757. fundi að fundir bæjarstjórnar og fastanefnda skuli fara fram með rafrænum hætti. Í ljósi tilslakana af hálfu Almannavarna er lögð til breytt tillaga sem felur í sér heimild til fjarfunda. Tillaga: Bæjarstjórn Mosfellsbæjar gerir eftirfarandi samþykkt með vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitastjórnarlaga, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020 og 1., 2. og 5. tölul. auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, dags. 18. maí 2020 á þeim grundvelli að ríkislögreglusstjóri hefur lýst yfir neyðarástandi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid 19. Bæjarstjórn samþykkir að heimilt verði að halda fundi bæjarstjórnar og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði og víkja þannig frá skilyrði 3. mgr. 17. gr. sveitastjórnarlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins. Notkun fjarfundarbúnaðar skal að jafnaði vera í samræmi við ákvæði í leiðbeiningum um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013, þó þannig að meirihluti nefndarmanna þarf ekki að vera á boðuðum fundarstað. Þá skal staðfesting fundargerða, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með tölvupósti og undirritaðar með hefðbundnum hætti þegar nefndir koma að nýju saman samkvæmt hefðbundnu fundarformi. Samþykkt þessi gildir til 18. júlí 2020 eða þar til önnur ákvörðun verður tekin.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum tillögu um að heimilt verði að halda fundi bæjarstjórnar og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði og víkja þannig frá skilyrði 3. mgr. 17. gr. sveitastjórnarlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins í samræmi við tillöguna.
- 25. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #757
Tillaga: Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að óháð ákvæðum samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar og leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins nr. 1140/2013 um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna skuli allir fundir bæjarstjórnar og fastanefnda sveitarfélagsins, frá deginum í dag til 18. júlí 2020 eða þar til önnur ákvörðun verður tekin af bæjarstjórn, haldnir með fjarfundarbúnaði þannig að allir fundarmenn taki þátt gegnum slíkan búnað óháð því hvort fjarlægðir séu miklar eða samgöngur erfiðar. Þá skal staðfesting fundargerða á sama tíma, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með tölvupósti. Fundargerðir verði undirritaðar með hefðbundnum hætti að tímabilinu loknu sé þess kostur. Ákvörðun þessi er tekin með vísan í heimild í VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 1.,2., og 5. tl. auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra , skv. VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, dags. 13. mars 2020.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir með 9 atkvæðum að óháð ákvæðum samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar og leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins nr. 1140/2013 um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna skuli allir fundir bæjarstjórnar og fastanefnda sveitarfélagsins, frá deginum í dag til 18. júlí 2020 eða þar til önnur ákvörðun verður tekin af bæjarstjórn, haldnir með fjarfundarbúnaði þannig að allir fundarmenn taki þátt gegnum slíkan búnað óháð því hvort fjarlægðir séu miklar eða samgöngur erfiðar. Þá skal staðfesting fundargerða á sama tíma, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með tölvupósti. Fundargerðir verði undirritaðar með hefðbundnum hætti að tímabilinu loknu sé þess kostur. Ákvörðun þessi er tekin með vísan í heimild í VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 1.,2., og 5. tl. auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra , skv. VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, dags. 13. mars 2020.