Mál númer 202010258
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Á fund nefndarinnar mætir Valdimar Gunnarsson framkvæmdarstjóri UMSK og Eva Katrin verkefnastjóri verkefnisins Virkni og vellíðan sem er samstarfsverkefni íþróttafélaganna þriggja í Kópavogi Gerplu, HK og Breiðabliks og Kópavogsbæjar.
Tillaga V- og D-lista
Bæjarstjórn felur framkvæmdastjórum fræðslu- og frístundasviðs og fjölskyldusviðs að kanna möguleika á frekari heilsueflingu fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ. Þar verði sérstaklega skoðað hvort bjóða skuli upp á heilsueflingarnámskeið fyrir eldri borgara. Þar verði m.a. horft til þess að nýta þá aðstöðu sem til staðar er í íþróttamiðstöðinni að Varmá og þá fjölbreyttu aðstöðu sem þar er í boði. Skoðað verði hvort slík viðbót við það góða starf sem unnið er í þágu eldri íbúa bæjarins verði best gerð í samstarfi við Íþrótta- og tómstundafélög bæjarins, einkaðila eða af bænum sjálfum. Niðurstaða þessarar skoðunar verði send bæjarráði til umfjöllunar.***
Afgreiðsla 245. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. apríl 2021
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #245
Á fund nefndarinnar mætir Valdimar Gunnarsson framkvæmdarstjóri UMSK og Eva Katrin verkefnastjóri verkefnisins Virkni og vellíðan sem er samstarfsverkefni íþróttafélaganna þriggja í Kópavogi Gerplu, HK og Breiðabliks og Kópavogsbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á verkefninu Virkni og vellíðan sem er samstarfsverkefni íþróttafélaga í Kópavogi. Verkefnið hefur farið hægar af stað en vonast var til þar sem Covid hefur sett strik í reikninginn. Í samantekt íþróttafulltrúa má sjá að í Mosfellsbæ fer fram fjölbreytt íþrótta- og tómstundatstarfi eldri borgara. Fjölmörg félög og einkaaðilar koma að starfinu í góðri samvinnu við Mosfellsbæ eins og félagsstarf eldri borgara og íþróttamiðstöðvar. Mosfellsbær styður við allt tómstunda- og íþróttastarf með frístundaávísun og aðstöðu fyrir eldri borgara. Starfið er í mikilli grósku þó vissulega setji COVID mark sitt á framkvæmdina. Starfið er fjölbreytt og kemur til móts við fjölbreyttar þarfir 60 ára og eldri íbúa Mosfellsbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd stefnir að því að fylgjast með og sjá hvernig verkefnið Virkni og vellíðan þróast í komandi framtíð. - 28. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #770
Kynning á samvinnuverkefni UMSK, Kópavogsbæjar og þriggja íþróttafélaga í Kópavogi.
Afgreiðsla 239. fundar íþrótta og-tómstundanefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #770
Kynning á samvinnuverkefni UMSK, Kópavogsbæjar og þriggja íþróttafélaga í Kópavogi.
Afgreiðsla 239. íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. október 2020
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #239
Kynning á samvinnuverkefni UMSK, Kópavogsbæjar og þriggja íþróttafélaga í Kópavogi.
Valdimar Leó Fridriksson kynnti samvinnuverkefni UMSK, Kópavogsbæjar og þriggja íþróttafélaga í Kópavogi sem að snýr að heilsueflingu eldri borgara. Formanni og starfsmönnum nefndarinnar falið að gera ítarlega greiningu á núverandi stöðu og fá nánari kynning á verkefninu hjá verkefnastjóra og fulltrúa UMSK og kynna á næsta fundi nefndarinnar.