Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202010258

  • 21. apríl 2021

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #781

    Á fund nefnd­ar­inn­ar mæt­ir Valdi­mar Gunn­ars­son fram­kvæmd­ar­stjóri UMSK og Eva Kat­rin verk­efna­stjóri verk­efn­is­ins Virkni og vellíð­an sem er sam­starfs­verk­efni íþrótta­fé­lag­anna þriggja í Kópa­vogi Gerplu, HK og Breiða­bliks og Kópa­vogs­bæj­ar.

    Til­laga V- og D-lista
    Bæj­ar­stjórn fel­ur fram­kvæmda­stjór­um fræðslu- og frí­stunda­sviðs og fjöl­skyldu­sviðs að kanna mögu­leika á frek­ari heilsu­efl­ingu fyr­ir eldri borg­ara í Mos­fells­bæ. Þar verði sér­stak­lega skoð­að hvort bjóða skuli upp á heilsu­efl­ing­ar­nám­skeið fyr­ir eldri borg­ara. Þar verði m.a. horft til þess að nýta þá að­stöðu sem til stað­ar er í íþróttamið­stöð­inni að Varmá og þá fjöl­breyttu að­stöðu sem þar er í boði. Skoð­að verði hvort slík við­bót við það góða starf sem unn­ið er í þágu eldri íbúa bæj­ar­ins verði best gerð í sam­starfi við Íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög bæj­ar­ins, einkað­ila eða af bæn­um sjálf­um. Nið­ur­staða þess­ar­ar skoð­un­ar verði send bæj­ar­ráði til um­fjöll­un­ar.

    ***

    Af­greiðsla 245. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 781. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 8. apríl 2021

      Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar #245

      Á fund nefnd­ar­inn­ar mæt­ir Valdi­mar Gunn­ars­son fram­kvæmd­ar­stjóri UMSK og Eva Kat­rin verk­efna­stjóri verk­efn­is­ins Virkni og vellíð­an sem er sam­starfs­verk­efni íþrótta­fé­lag­anna þriggja í Kópa­vogi Gerplu, HK og Breiða­bliks og Kópa­vogs­bæj­ar.

      Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar fyr­ir grein­ar­góða kynn­ingu á verk­efn­inu Virkni og vellíð­an sem er sam­starfs­verk­efni íþrótta­fé­laga í Kópa­vogi. Verk­efn­ið hef­ur far­ið hæg­ar af stað en von­ast var til þar sem Covid hef­ur sett strik í reikn­ing­inn. Í sam­an­tekt íþrótta­full­trúa má sjá að í Mos­fells­bæ fer fram fjöl­breytt íþrótta- og tóm­stundat­starfi eldri borg­ara. Fjöl­mörg fé­lög og einka­að­il­ar koma að starf­inu í góðri sam­vinnu við Mos­fells­bæ eins og fé­lags­st­arf eldri borg­ara og íþróttamið­stöðv­ar. Mos­fells­bær styð­ur við allt tóm­stunda- og íþrótt­ast­arf með frí­stunda­á­vís­un og að­stöðu fyr­ir eldri borg­ara. Starf­ið er í mik­illi grósku þó vissu­lega setji COVID mark sitt á fram­kvæmd­ina. Starf­ið er fjöl­breytt og kem­ur til móts við fjöl­breytt­ar þarf­ir 60 ára og eldri íbúa Mos­fells­bæj­ar.
      Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd stefn­ir að því að fylgjast með og sjá hvern­ig verk­efn­ið Virkni og vellíð­an þró­ast í kom­andi fram­tíð.

    • 28. október 2020

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #770

      Kynn­ing á sam­vinnu­verk­efni UMSK, Kópa­vogs­bæj­ar og þriggja íþrótta­fé­laga í Kópa­vogi.

      Af­greiðsla 239. fund­ar íþrótta og-tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 770. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 28. október 2020

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #770

        Kynn­ing á sam­vinnu­verk­efni UMSK, Kópa­vogs­bæj­ar og þriggja íþrótta­fé­laga í Kópa­vogi.

        Af­greiðsla 239. íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 770. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 22. október 2020

          Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar #239

          Kynn­ing á sam­vinnu­verk­efni UMSK, Kópa­vogs­bæj­ar og þriggja íþrótta­fé­laga í Kópa­vogi.

          Valdi­mar Leó Fri­driks­son kynnti sam­vinnu­verk­efni UMSK, Kópa­vogs­bæj­ar og þriggja íþrótta­fé­laga í Kópa­vogi sem að snýr að heilsu­efl­ingu eldri borg­ara. Formanni og starfs­mönn­um nefnd­ar­inn­ar fal­ið að gera ít­ar­lega grein­ingu á nú­ver­andi stöðu og fá nán­ari kynn­ing á verk­efn­inu hjá verk­efna­stjóra og full­trúa UMSK og kynna á næsta fundi nefnd­ar­inn­ar.