Mál númer 202504126
- 7. maí 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #630
Fulltrúar Reita og hönnuðir kynna hugmyndir sínar og sýn á frekari blöndun byggðar og skipulags að Korputúni, í samræmi við afgreiðslu á 629. fundi nefndarinnar.
Björn Guðbrandsson, arkitekt hjá Arkís arkitektum, kynnti hugmyndir og svaraði spurningum. Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir breytingu aðal- og deiliskipulags um frekari blöndun byggðar í Korputúni. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að vísa málinu til kynningar og umfjöllunar í bæjarráði vegna forsendna uppbyggingarsamninga fyrir landið.
- 30. apríl 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #871
Borist hefur erindi frá Birni Guðbrandssyni arkitekt, f.h. Reita, dags. 07.04.2025, með ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu að Korputúni við Korpúlfsstaðaveg. Tillagan felur í sér að heimila frekari blöndun byggðar verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis með viðbættri íbúðaruppbyggingu
Afgreiðsla 629. fundar skipulagsnefndar staðfest á 871. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 11. apríl 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #629
Borist hefur erindi frá Birni Guðbrandssyni arkitekt, f.h. Reita, dags. 07.04.2025, með ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu að Korputúni við Korpúlfsstaðaveg. Tillagan felur í sér að heimila frekari blöndun byggðar verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis með viðbættri íbúðaruppbyggingu
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að óska eftir frekari gögnum og kynningu.