Mál númer 202504077
- 11. apríl 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #629
Borist hefur erindi frá Þóri Garðarssyni og Sigurdóri Sigurðssyni, eigendum landa Æsustaða 176793 og L176795, dags. 02.01.2025, með ósk um áframhalandi deiliskipulagsvinnu lands. Tillagan felur í sér uppskiptingu lands innan þéttbýlismarka í Mosfellsdal í 10 íbúðarhúsalóðir, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa og umhverfissviði vegna þeirrar forsögu er fram kemur í erindinu.