Mál númer 202503027
- 9. apríl 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #870
Drög að ársreikningi Mosfellsbæjar vegna 2024 lögð fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2024 lagður fram til staðfestingar.
Afgreiðsla 1664. fundar bæjarráðs staðfest á 870. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. apríl 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #870
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024 lagður fram til fyrri umræðu.
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri hóf umræðuna, ræddi niðurstöður ársreiknings og þakkaði endurskoðanda og starfsfólki fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings.
Þá fóru Davíð Búi Halldórsson og Arnór Orri Jóhannsson, endurskoðendur frá ENOR, yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings og endurskoðunarskýrslu vegna ársins 2024.
***
Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2024 til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar þann 30. apríl 2025. - 3. apríl 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1664
Drög að ársreikningi Mosfellsbæjar vegna 2024 lögð fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2024 lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2024 með áritun sinni og vísar honum til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar, sbr. 3. mgr. 61. gr. laga sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrri umræða bæjarstjórnar er fyrirhuguð þann 9. apríl 2025 og síðari umræða þann 30. apríl 2025.
Bæjarráð samþykkir jafnframt með fimm atkvæðum ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar vegna ársins 2024.
- 2. apríl 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #869
Minnisblað um fyrirhugaðar afskriftir viðskiptakrafna 2024 lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla 1663. fundar bæjarráðs staðfest á 869. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. mars 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1663
Minnisblað um fyrirhugaðar afskriftir viðskiptakrafna 2024 lagt fram til kynningar.
Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs, kynnti framlagt minnisblað yfir tegund, fjárhæðir og fjölda krafna sem fyrirhugað er að afskrifa fyrir afgreiðslu ársreiknings árið 2024 að fjárhæð 13.5 m.kr.