Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202503027

  • 30. apríl 2025

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #871

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2024 lagð­ur fram til síð­ari um­ræðu.

    Fund­ar­hlé hófst kl. 18:02. Fund­ur hófst aft­ur kl. 18:13.

    ***
    For­seti bar upp árs­reikn­ing bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi.
    Helstu nið­ur­stöð­ur eru:
    Rekstr­ar­reikn­ing­ur A og B hluta:
    Rekstr­ar­tekj­ur: 22.219 m.kr.
    Laun og launa­tengd gjöld 10.955 m.kr.
    Hækk­un líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar 191 m.kr.
    Ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur 8.106 m.kr.
    Af­skrift­ir 648 m.kr.
    Tekju­skatt­ur 22 m.kr.
    Fjár­magns­gjöld 1.421 m.kr.
    Nið­ur­staða án fjár­magnsliða 2.320 m.kr.
    Rekstr­arnið­ur­staða er já­kvæð um 877 m.kr.
    Veltufé frá rekstri 1.815 m.kr.

    Efna­hags­reikn­ing­ur A og B hluta:
    Eign­ir alls: 35.230 m.kr.
    Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar: 26.399 m.kr.
    Eig­ið fé: 8.830 m.kr.

    ***
    Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir sam­hljóða á 871. fundi við síð­ari um­ræðu árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2024 sam­kvæmt 2. töl­ul. 1. mgr. 18. gr. lag­anna og 61. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, sbr. og 2. töl­ul. 1. mgr. 15. gr. og 73. gr. sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar.

    ***
    Fund­ar­hlé hófst kl. 18:15. Fund­ur hófst aft­ur kl. 18:24.

    ***
    Bók­un B lista Fram­sókn­ar­flokks, C lista Við­reisn­ar og S lista Sam­fylk­ing­ar:
    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2024 ligg­ur nú fyr­ir. Nið­ur­stað­an er mjög góð og í góðu sam­ræmi við fjár­hags­áætlun árs­ins. Það er veru­lega ánægju­legt að ann­að árið í röð er nið­ur­staða árs­reikn­ings já­kvæð. Í því rekstr­ar­um­hverfi sem sveit­ar­fé­lög hafa búið við með hárri verð­bólgu og vaxta­stigi er sú nið­ur­staða ekki sjálf­sögð. Nið­ur­stað­an sýn­ir ábyrg­an rekst­ur og vand­aða áætlana­gerð þar sem að­hald, sjálf­bærni og metn­að­ar­full þjón­usta eru höfð að leið­ar­ljósi.

    Rekstr­arnið­ur­staða árs­ins, A og B hluta, er já­kvæð um 877 millj­ón­ir króna. All­ar helstu lyk­il­töl­ur eru góð­ar. Veltufé frá rekstri er 1.815 millj­ón­ir króna eða um 8,2% af tekj­um. Skulda­við­mið er 94,5%. Það er sama hlut­fall og árið 2023 en þá lækk­aði það úr 104% árið 2022. Verð­bólg­an hafði áfram tals­verð áhrif á rekst­ur bæj­ar­ins árið 2024 sem sést í fjár­magns­gjöld­um sem urðu ríf­lega 1,4 millj­arð­ar.

    Árs­reikn­ing­ur­inn ber þess merki að 2024 var fyrsta heila rekstr­arár Skála­túns und­ir stjórn Mos­fells­bæj­ar. Með yf­ir­töku Mos­fells­bæj­ar á rekstri stofn­un­ar­inn­ar flutt­ust 100 starfs­menn til Mos­fells­bæj­ar og hef­ur því launa­kostn­að­ur auk­ist sam­fara þeim breyt­ing­um. Þá voru kjara­samn­ings­hækk­an­ir, með­al ann­ars með áherslu á lægstu laun­in.
    Um­svif bæj­ar­fé­lags­ins í fjár­fest­ing­um voru mjög mik­il en fjár­fest var fyr­ir 3,7 millj­arða á ár­inu. Áfram var unn­ið að við­gerð­um og end­ur­bót­um Kvísl­ar­skóla, leik­skóla­bygg­ingu í Helga­fells­hverfi, við­bygg­ingu við Reykja­kot, gervi­grasvelli, end­ur­bót­um leik­skóla­lóða og kostn­að­ar­samri veitu- og gatna­gerð.

    Mos­fell­ing­um fjölg­aði um 2,3% frá fyrra ári og voru ríf­lega 13.700 í árslok 2024. Jöfn og þétt upp­bygg­ing inn­viða í sem best­um takti við þró­un íbúa­fjölda í sís­tækk­andi bæj­ar­fé­lagi er mik­il­væg. Mark­mið­ið er að sam­fé­lag­ið okk­ar þró­ist áfram þann­ig að það haldi vel utan um íbúa sína. Sú veg­ferð þarf að taka mið af hag­kvæmni í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins og mark­mið­um um sjálf­bærni.

    Bæj­ar­full­trú­ar B, S og C lista þakka bæj­ar­stjóra og öðru starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar fyrir þeirra mikilvægu störf í þágu bæjarins sem og bæj­ar­full­trú­um og nefnd­a­fólki. Starfsfólki fjármála- og áhættustýringarsviðs og endurskoðendum þökkum við mikla og góða vinnu við gerð ársreiknings.


    Bókun D lista Sjálfstæðisflokks:
    Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka starfsfólki Mosfellsbæjar og endurskoðendum góða vinnu við ársreikning Mosfellsbæjar árið 2024.

    Þótt ársreikningurinn sýni jákvæðan rekstrarafgang upp á um 870 m.kr. fyrir A og B hluta, er ljóst að þessi afkoma byggir fyrst og fremst á einskiptistekjum, tekjum af lóðasölu og byggingarrétti. Án þessara tekna er greinilegt að um neikvæða afkomu er að ræða.

    Þriðja árið í röð er tap á reglulegum rekstri bæjarins og er það áhyggjuefni að okkar mati. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar stendur frammi fyrir skýrri áskorun nú þegar ár er eftir að líðandi kjörtímabili. Áskorun um að tryggja sjálfbæran rekstur bæjarsjóðs án þess að reiða sig á einskiptistekjur og að halda aftur af skuldasöfnun með aðhaldi í útgjöldum. Það þarf að bregðast við núna - með ábyrgð, festu og fjárhagslegri framsýni og það felur í sér að taka þurfi óþægilegar ákvarðanir og þar reynir á samheldni og samstarf meirihlutans.


    Bókun L lista Vina Mosfellsbæjar:
    Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar þakkar starfsfólki bæjarins og endurskoðendum fyrir þeirra vinnu, góðan undirbúning og skýr svör.

    Í ársreikningum koma fram jákvæð og góð merki um auknar tekjur og meira jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins. Skuldir halda þó áfram að aukast á milli ára, sem við verðum að vera meðvituð um. Það er vandasamt að reka sveitarfélag og hefur verið í mörg ár, nú skiptir ekki minna máli en undanfarin ár að vanda okkur til að halda jafnvægi í fjárhag og rekstri.

  • 9. apríl 2025

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #870

    Drög að árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar vegna 2024 lögð fyr­ir bæj­ar­ráð til und­ir­rit­un­ar og til­vís­un­ar til end­ur­skoð­un­ar og stað­fest­ing­ar bæj­ar­stjórn­ar. Jafn­framt er árs­reikn­ing­ur Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar 2024 lagð­ur fram til stað­fest­ing­ar.

    Af­greiðsla 1664. fund­ar bæj­ar­ráðs stað­fest á 870. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 9. apríl 2025

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #870

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2024 lagð­ur fram til fyrri um­ræðu.

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2024 lagð­ur fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

    Bæj­ar­stjóri hóf um­ræð­una, ræddi nið­ur­stöð­ur árs­reikn­ings og þakk­aði end­ur­skoð­anda og starfs­fólki fyr­ir vel unn­in störf í tengsl­um við gerð árs­reikn­ings.

    Þá fóru Dav­íð Búi Hall­dórs­son og Arnór Orri Jó­hanns­son, end­ur­skoð­end­ur frá ENOR, yfir helstu efn­is­at­riði í drög­um árs­reikn­ings og end­ur­skoð­un­ar­skýrslu vegna árs­ins 2024.

    ***
    Bæj­ar­stjórn sam­þykkti með 11 at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2024 til síð­ari um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar þann 30. apríl 2025.

  • 3. apríl 2025

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1664

    Drög að árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar vegna 2024 lögð fyr­ir bæj­ar­ráð til und­ir­rit­un­ar og til­vís­un­ar til end­ur­skoð­un­ar og stað­fest­ing­ar bæj­ar­stjórn­ar. Jafn­framt er árs­reikn­ing­ur Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar 2024 lagð­ur fram til stað­fest­ing­ar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fram­lagð­an árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2024 með árit­un sinni og vís­ar hon­um til end­ur­skoð­un­ar og af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar, sbr. 3. mgr. 61. gr. laga sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011. Fyrri um­ræða bæj­ar­stjórn­ar er fyr­ir­hug­uð þann 9. apríl 2025 og síð­ari um­ræða þann 30. apríl 2025.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir jafn­framt með fimm at­kvæð­um árs­reikn­ing Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2024.

  • 2. apríl 2025

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #869

    Minn­is­blað um fyr­ir­hug­að­ar af­skrift­ir við­skiptakrafna 2024 lagt fram til kynn­ing­ar.

    Af­greiðsla 1663. fund­ar bæj­ar­ráðs stað­fest á 869. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 27. mars 2025

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1663

      Minn­is­blað um fyr­ir­hug­að­ar af­skrift­ir við­skiptakrafna 2024 lagt fram til kynn­ing­ar.

      Anna María Ax­els­dótt­ir, stað­gengill sviðs­stjóra fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs, kynnti fram­lagt minn­is­blað yfir teg­und, fjár­hæð­ir og fjölda krafna sem fyr­ir­hug­að er að af­skrifa fyr­ir af­greiðslu árs­reikn­ings árið 2024 að fjár­hæð 13.5 m.kr.