Mál númer 202503027
- 30. apríl 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #871
Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna ársins 2024 lagður fram til síðari umræðu.
Fundarhlé hófst kl. 18:02. Fundur hófst aftur kl. 18:13.
***
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi.
Helstu niðurstöður eru:
Rekstrarreikningur A og B hluta:
Rekstrartekjur: 22.219 m.kr.
Laun og launatengd gjöld 10.955 m.kr.
Hækkun lífeyrisskuldbindingar 191 m.kr.
Annar rekstrarkostnaður 8.106 m.kr.
Afskriftir 648 m.kr.
Tekjuskattur 22 m.kr.
Fjármagnsgjöld 1.421 m.kr.
Niðurstaða án fjármagnsliða 2.320 m.kr.
Rekstrarniðurstaða er jákvæð um 877 m.kr.
Veltufé frá rekstri 1.815 m.kr.
Efnahagsreikningur A og B hluta:
Eignir alls: 35.230 m.kr.
Skuldir og skuldbindingar: 26.399 m.kr.
Eigið fé: 8.830 m.kr.
***
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða á 871. fundi við síðari umræðu ársreikning Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 18. gr. laganna og 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. og 2. tölul. 1. mgr. 15. gr. og 73. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar.***
Fundarhlé hófst kl. 18:15. Fundur hófst aftur kl. 18:24.***
Bókun B lista Framsóknarflokks, C lista Viðreisnar og S lista Samfylkingar:
Ársreikningur Mosfellsbæjar árið 2024 liggur nú fyrir. Niðurstaðan er mjög góð og í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Það er verulega ánægjulegt að annað árið í röð er niðurstaða ársreiknings jákvæð. Í því rekstrarumhverfi sem sveitarfélög hafa búið við með hárri verðbólgu og vaxtastigi er sú niðurstaða ekki sjálfsögð. Niðurstaðan sýnir ábyrgan rekstur og vandaða áætlanagerð þar sem aðhald, sjálfbærni og metnaðarfull þjónusta eru höfð að leiðarljósi.Rekstrarniðurstaða ársins, A og B hluta, er jákvæð um 877 milljónir króna. Allar helstu lykiltölur eru góðar. Veltufé frá rekstri er 1.815 milljónir króna eða um 8,2% af tekjum. Skuldaviðmið er 94,5%. Það er sama hlutfall og árið 2023 en þá lækkaði það úr 104% árið 2022. Verðbólgan hafði áfram talsverð áhrif á rekstur bæjarins árið 2024 sem sést í fjármagnsgjöldum sem urðu ríflega 1,4 milljarðar.
Ársreikningurinn ber þess merki að 2024 var fyrsta heila rekstrarár Skálatúns undir stjórn Mosfellsbæjar. Með yfirtöku Mosfellsbæjar á rekstri stofnunarinnar fluttust 100 starfsmenn til Mosfellsbæjar og hefur því launakostnaður aukist samfara þeim breytingum. Þá voru kjarasamningshækkanir, meðal annars með áherslu á lægstu launin.
Umsvif bæjarfélagsins í fjárfestingum voru mjög mikil en fjárfest var fyrir 3,7 milljarða á árinu. Áfram var unnið að viðgerðum og endurbótum Kvíslarskóla, leikskólabyggingu í Helgafellshverfi, viðbyggingu við Reykjakot, gervigrasvelli, endurbótum leikskólalóða og kostnaðarsamri veitu- og gatnagerð.Mosfellingum fjölgaði um 2,3% frá fyrra ári og voru ríflega 13.700 í árslok 2024. Jöfn og þétt uppbygging innviða í sem bestum takti við þróun íbúafjölda í sístækkandi bæjarfélagi er mikilvæg. Markmiðið er að samfélagið okkar þróist áfram þannig að það haldi vel utan um íbúa sína. Sú vegferð þarf að taka mið af hagkvæmni í rekstri sveitarfélagsins og markmiðum um sjálfbærni.
Bæjarfulltrúar B, S og C lista þakka bæjarstjóra og öðru starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir þeirra mikilvægu störf í þágu bæjarins sem og bæjarfulltrúum og nefndafólki. Starfsfólki fjármála- og áhættustýringarsviðs og endurskoðendum þökkum við mikla og góða vinnu við gerð ársreiknings.
Bókun D lista Sjálfstæðisflokks:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka starfsfólki Mosfellsbæjar og endurskoðendum góða vinnu við ársreikning Mosfellsbæjar árið 2024.Þótt ársreikningurinn sýni jákvæðan rekstrarafgang upp á um 870 m.kr. fyrir A og B hluta, er ljóst að þessi afkoma byggir fyrst og fremst á einskiptistekjum, tekjum af lóðasölu og byggingarrétti. Án þessara tekna er greinilegt að um neikvæða afkomu er að ræða.
Þriðja árið í röð er tap á reglulegum rekstri bæjarins og er það áhyggjuefni að okkar mati. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar stendur frammi fyrir skýrri áskorun nú þegar ár er eftir að líðandi kjörtímabili. Áskorun um að tryggja sjálfbæran rekstur bæjarsjóðs án þess að reiða sig á einskiptistekjur og að halda aftur af skuldasöfnun með aðhaldi í útgjöldum. Það þarf að bregðast við núna - með ábyrgð, festu og fjárhagslegri framsýni og það felur í sér að taka þurfi óþægilegar ákvarðanir og þar reynir á samheldni og samstarf meirihlutans.
Bókun L lista Vina Mosfellsbæjar:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar þakkar starfsfólki bæjarins og endurskoðendum fyrir þeirra vinnu, góðan undirbúning og skýr svör.Í ársreikningum koma fram jákvæð og góð merki um auknar tekjur og meira jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins. Skuldir halda þó áfram að aukast á milli ára, sem við verðum að vera meðvituð um. Það er vandasamt að reka sveitarfélag og hefur verið í mörg ár, nú skiptir ekki minna máli en undanfarin ár að vanda okkur til að halda jafnvægi í fjárhag og rekstri.
- FylgiskjalÁrsreikningur Mosfellsbæjar 2024 samþykktur 30.04.2025.pdfFylgiskjalMosfellsbær - Endurskoðunarskýrsla 2024 - Undirrituð.pdfFylgiskjalSundurliðun ársreiknings 2024 Mosfellsbær 03.04.2025.pdfFylgiskjalÁrsreikningur 2024 - kynning bæjarstjórn 09.04.2025 .pdfFylgiskjalÁrsreikningur 2024 - kynning bæjarstjórn 30.04.2025.pdf
- 9. apríl 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #870
Drög að ársreikningi Mosfellsbæjar vegna 2024 lögð fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2024 lagður fram til staðfestingar.
Afgreiðsla 1664. fundar bæjarráðs staðfest á 870. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. apríl 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #870
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024 lagður fram til fyrri umræðu.
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri hóf umræðuna, ræddi niðurstöður ársreiknings og þakkaði endurskoðanda og starfsfólki fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings.
Þá fóru Davíð Búi Halldórsson og Arnór Orri Jóhannsson, endurskoðendur frá ENOR, yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings og endurskoðunarskýrslu vegna ársins 2024.
***
Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2024 til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar þann 30. apríl 2025. - 3. apríl 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1664
Drög að ársreikningi Mosfellsbæjar vegna 2024 lögð fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2024 lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2024 með áritun sinni og vísar honum til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar, sbr. 3. mgr. 61. gr. laga sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrri umræða bæjarstjórnar er fyrirhuguð þann 9. apríl 2025 og síðari umræða þann 30. apríl 2025.
Bæjarráð samþykkir jafnframt með fimm atkvæðum ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar vegna ársins 2024.
- 2. apríl 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #869
Minnisblað um fyrirhugaðar afskriftir viðskiptakrafna 2024 lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla 1663. fundar bæjarráðs staðfest á 869. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. mars 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1663
Minnisblað um fyrirhugaðar afskriftir viðskiptakrafna 2024 lagt fram til kynningar.
Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs, kynnti framlagt minnisblað yfir tegund, fjárhæðir og fjölda krafna sem fyrirhugað er að afskrifa fyrir afgreiðslu ársreiknings árið 2024 að fjárhæð 13.5 m.kr.