Mál númer 202409230
- 22. apríl 2025
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #29
Könnunin Hagir og líðan eldra fólks kynnt.
Mosfellsbær tók nú í fyrsta sinn þátt í könnuninni Hagir og líðan eldra fólks sem framkvæmd er á vegum félags- og vinnumarkaðseytisins á fjögurra ára fresti. Góð þátttaka var í könnuninni sem náði til íbúa 67 ára og eldri á öllu landinu. Könnunin sem er umfangsmikil og snertir á mörgum þáttum daglegs lífs eldra fólks, veitir okkur afar mikilvægar upplýsingar sem Mosfellsbær getur nýtt sér til þess að bæta þjónustuna við þennan stækkandi hóp. Einnig staðfestir hún að mjög margt er til fyrirmyndar í þeirri þjónustu og starfsemi sem nú er veitt af hálfu Mosfellsbæjar. Sérstaka athygli vekur góð þátttaka í félagsstarfi og ýmiskonar hreyfingu. Máli vísað til öldungaráðs til kynningar.
- 2. apríl 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #869
Kynning á niðurstöðum rannsóknarinnar Hagir og líðan eldra fólks í Mosfellsbæ sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun.
Afgreiðsla 1662. fundar bæjarráðs staðfest á 869. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. mars 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1662
Kynning á niðurstöðum rannsóknarinnar Hagir og líðan eldra fólks í Mosfellsbæ sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun.
Bæjarráð þakkar Ólafíu Dögg Ásgeirsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu umbóta og þróunar, fyrir greinargóða kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar Hagir og líðan eldra fólks í Mosfellsbæ og lýsir yfir ánægju með jákvæðar niðurstöður rannsóknarinnar.
Málinu er vísað til kynningar í velferðarnefnd og í öldungaráði.- FylgiskjalFélagsvísindastofnun: Hagir_eldra_folks_2024_mosfellsbaer.pdfFylgiskjalHagir og líðan eldri borgara í Mosfellsbæ - helstu niðurstöður mars2025 - LOKA.pdf