Mál númer 201905212
- 27. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #775
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Varmárveg, eftir auglýsingu, þar sem tekið var mið af innsendum athugasemdum. Athugasemdir voru kynntar á 529. fundi nefndarinnar. Fyrir liggja drög að svörum.
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. janúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #531
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Varmárveg, eftir auglýsingu, þar sem tekið var mið af innsendum athugasemdum. Athugasemdir voru kynntar á 529. fundi nefndarinnar. Fyrir liggja drög að svörum.
Skipulagsfulltrúa falið að svara innsendum athugasemdum í samræmi við endurbættan uppdrátt og fyrirliggjandi drög. Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minniháttar breytinga.
Bókun, Lovísu Jónsdóttur, áheyrnarfulltrúa C-lista Viðreisnar:
Áheyrnarfulltrúi C-lista ítrekar bókun sína frá bæjarstjórnarfundi þann 30. september 2020 þegar fyrri deiliskipulagstillaga var samþykkt. Sérstaklega er gerð athugasemd við að enn sé gert ráð fyrir stæðum beggja vegna Varmárvegar þrátt fyrir ábendingar um þrengsl ofar í götunni þar sem stæði eru beggja vegna. Þrátt fyrir að í fyrirliggjandi tillögu séu færri stæði en í fyrri tillögu þá er engu að síður verið að ganga mun lengra en þörf er á samkvæmt kvöðum.
Þessu til viðbótar þá liggur fyrir að Mosfellsbær hefur þegar gert látið útbúa bílastæði samhliða Varmárvegi en ekki þvert á veginn eins og gert er ráð fyrir í gildandi skipulagi og breyta Sölkugötu í botngötu í andstöðu við gildandi skipulag. - 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Skipulagsnefnd samþykkti á 523. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Varmárveg vegna fjölgunar á stæðum. Athugasemdafrestur var frá 08.10.2020 til og með 22.11.2020. Athugasemd barst frá Aroni Eyrbekk Gylfasyni, Írenu Evu Guðmundsdóttur, Elsu Sæný Valgeirsdóttur og Óttari Hillers, dags. 09.2020.
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. desember 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #529
Skipulagsnefnd samþykkti á 523. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Varmárveg vegna fjölgunar á stæðum. Athugasemdafrestur var frá 08.10.2020 til og með 22.11.2020. Athugasemd barst frá Aroni Eyrbekk Gylfasyni, Írenu Evu Guðmundsdóttur, Elsu Sæný Valgeirsdóttur og Óttari Hillers, dags. 09.2020.
Umhverfissviði falið að endurskoða hönnunargögn í samræmi við fram komnar athugasemdir.
- 30. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #768
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Varmárveg vegna fjölgunar bílastæða í götu. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Bókun C-lista:
Bæjarfulltrúi C-lista Viðreisnar telur að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga gangi lengra en tilefni er til. Í tillögunni er gert ráð fyrir bílastæðum beggja vegna vegarins við stærsta hluta hans rétt eins og er efst í götunni en þar er vel þekkt að mikil þrengsl geta orðið, sérstaklega á veturna þegar gatan getur nánast orðið einbreið vegna snjóa.Í gögnum málsins liggur eingöngu fyrir beiðni frá eigendum 7 íbúða í litlu fjölbýli um bílastæði á svæði sem íbúarnir nýttu sem bílastæði áður en göngustígur var lagður. Verkfræðistofan Efla var fengin samhliða öðru verkefni til að meta möguleika á því að bæta við bílastæðum við Varmárveg og lagði í desember 2019 til tvær staðsetningar á 10 stæðum til viðbótar.
Engin gögn fylgja málinu sem veita skýringar á því hvers vegna ekki er farið að tillögum Eflu og hvers vegna deiliskipulagstillagan feli í sér fjölgun um 38 stæði í stað 10 með tilheyrandi kostnað fyrir útsvarsgreiðendur Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 523. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 768. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi C-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna. - 28. september 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #523
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Varmárveg vegna fjölgunar bílastæða í götu. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 16. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #767
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Varmárveg vegna fjölgunar bílastæða í götu.
Afgreiðsla 522. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. september 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #522
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Varmárveg vegna fjölgunar bílastæða í götu.
Frestað vegna tímaskorts.
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Á 491. fundi skipulagsnefndar 16. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að skoða heilstætt fjölgun bílastæða í 3. áfanga Helgafellshverfis með aðstoð skipulags- og umferðarráðgjafa sbr. tillögu framkvæmdastjóra umhverfissviðs í meðfylgjandi minnisblaði." Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu.
Afgreiðsla 505. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 752. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. janúar 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #505
Á 491. fundi skipulagsnefndar 16. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að skoða heilstætt fjölgun bílastæða í 3. áfanga Helgafellshverfis með aðstoð skipulags- og umferðarráðgjafa sbr. tillögu framkvæmdastjóra umhverfissviðs í meðfylgjandi minnisblaði." Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu í samræmi við niðurstöður skýrslu umferðarráðgjafa.
- 21. ágúst 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #743
Á 485. fundi skipulagsnefndar 24. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs þar sem ma. skoðað verði almennt möguleikar á bílastæðum við Varmárveg." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Afgreiðsla 492. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 743. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. ágúst 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #491
Á 485. fundi skipulagsnefndar 24. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs þar sem ma. skoðað verði almennt möguleikar á bílastæðum við Varmárveg." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að skoða heilstætt fjölgun bílastæða í 3. áfanga Helgafellshverfis með aðstoð skipulags- og umferðarráðgjafa sbr. tillögu framkvæmdastjóra umhverfissviðs í meðfylgjandi minnisblaði.
- 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Borist hefur erindi frá íbúum Uglugötu 2 & 4 dags. 15. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi við Varmárveg.
Afgreiðsla 485. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. maí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #485
Borist hefur erindi frá íbúum Uglugötu 2 & 4 dags. 15. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi við Varmárveg.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs þar sem ma. skoðað verði almennt möguleikar á bílastæðum við Varmárveg.