Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201905212

  • 27. janúar 2021

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #775

    Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu breytt út­gáfa deili­skipu­lags­breyt­ing­ar við Varmár­veg, eft­ir aug­lýs­ingu, þar sem tek­ið var mið af inn­send­um at­huga­semd­um. At­huga­semd­ir voru kynnt­ar á 529. fundi nefnd­ar­inn­ar. Fyr­ir liggja drög að svör­um.

    Af­greiðsla 531. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 775. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 22. janúar 2021

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #531

      Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu breytt út­gáfa deili­skipu­lags­breyt­ing­ar við Varmár­veg, eft­ir aug­lýs­ingu, þar sem tek­ið var mið af inn­send­um at­huga­semd­um. At­huga­semd­ir voru kynnt­ar á 529. fundi nefnd­ar­inn­ar. Fyr­ir liggja drög að svör­um.

      Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara inn­send­um at­huga­semd­um í sam­ræmi við end­ur­bætt­an upp­drátt og fyr­ir­liggj­andi drög. Deili­skipu­lag­ið er sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minni­hátt­ar breyt­inga.

      Bók­un, Lovísu Jóns­dótt­ur, áheyrn­ar­full­trúa C-lista Við­reisn­ar:
      Áheyrn­ar­full­trúi C-lista ít­rek­ar bók­un sína frá bæj­ar­stjórn­ar­fundi þann 30. sept­em­ber 2020 þeg­ar fyrri deili­skipu­lagstil­laga var sam­þykkt. Sér­stak­lega er gerð at­huga­semd við að enn sé gert ráð fyr­ir stæð­um beggja vegna Varmár­veg­ar þrátt fyr­ir ábend­ing­ar um þrengsl ofar í göt­unni þar sem stæði eru beggja vegna. Þrátt fyr­ir að í fyr­ir­liggj­andi til­lögu séu færri stæði en í fyrri til­lögu þá er engu að síð­ur ver­ið að ganga mun lengra en þörf er á sam­kvæmt kvöð­um.
      Þessu til við­bót­ar þá ligg­ur fyr­ir að Mos­fells­bær hef­ur þeg­ar gert lát­ið út­búa bíla­stæði sam­hliða Varmár­vegi en ekki þvert á veg­inn eins og gert er ráð fyr­ir í gild­andi skipu­lagi og breyta Sölku­götu í botn­götu í and­stöðu við gild­andi skipu­lag.

    • 9. desember 2020

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #773

      Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 523. fundi sín­um að aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Varmár­veg vegna fjölg­un­ar á stæð­um. At­huga­semda­frest­ur var frá 08.10.2020 til og með 22.11.2020. At­huga­semd barst frá Aroni Eyr­bekk Gylfa­syni, Írenu Evu Guð­munds­dótt­ur, Elsu Sæný Val­geirs­dótt­ur og Ótt­ari Hillers, dags. 09.2020.

      Af­greiðsla 529. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 773. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 4. desember 2020

        Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #529

        Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 523. fundi sín­um að aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Varmár­veg vegna fjölg­un­ar á stæð­um. At­huga­semda­frest­ur var frá 08.10.2020 til og með 22.11.2020. At­huga­semd barst frá Aroni Eyr­bekk Gylfa­syni, Írenu Evu Guð­munds­dótt­ur, Elsu Sæný Val­geirs­dótt­ur og Ótt­ari Hillers, dags. 09.2020.

        Um­hverf­is­sviði fal­ið að end­ur­skoða hönn­un­ar­gögn í sam­ræmi við fram komn­ar at­huga­semd­ir.

      • 30. september 2020

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #768

        Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Varmár­veg vegna fjölg­un­ar bíla­stæða í götu. Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

        Bók­un C-lista:
        Bæj­ar­full­trúi C-lista Við­reisn­ar tel­ur að fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lagstil­laga gangi lengra en til­efni er til. Í til­lög­unni er gert ráð fyr­ir bíla­stæð­um beggja vegna veg­ar­ins við stærsta hluta hans rétt eins og er efst í göt­unni en þar er vel þekkt að mik­il þrengsl geta orð­ið, sér­stak­lega á vet­urna þeg­ar gat­an get­ur nánast orð­ið ein­breið vegna snjóa.

        Í gögn­um máls­ins ligg­ur ein­göngu fyr­ir beiðni frá eig­end­um 7 íbúða í litlu fjöl­býli um bíla­stæði á svæði sem íbú­arn­ir nýttu sem bíla­stæði áður en göngu­stíg­ur var lagð­ur. Verk­fræði­stof­an Efla var feng­in sam­hliða öðru verk­efni til að meta mögu­leika á því að bæta við bíla­stæð­um við Varmár­veg og lagði í des­em­ber 2019 til tvær stað­setn­ing­ar á 10 stæð­um til við­bót­ar.

        Eng­in gögn fylgja mál­inu sem veita skýr­ing­ar á því hvers vegna ekki er far­ið að til­lög­um Eflu og hvers vegna deili­skipu­lagstil­lag­an feli í sér fjölg­un um 38 stæði í stað 10 með til­heyr­andi kostn­að fyr­ir út­svars­greið­end­ur Mos­fells­bæj­ar.


        Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi C-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

        • 28. september 2020

          Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #523

          Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Varmár­veg vegna fjölg­un­ar bíla­stæða í götu. Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

        • 16. september 2020

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #767

          Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Varmár­veg vegna fjölg­un­ar bíla­stæða í götu.

          Af­greiðsla 522. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 767. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 11. september 2020

            Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #522

            Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Varmár­veg vegna fjölg­un­ar bíla­stæða í götu.

            Frestað vegna tíma­skorts.

          • 22. janúar 2020

            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #752

            Á 491. fundi skipu­lags­nefnd­ar 16. ág­úst 2019 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að skoða heil­stætt fjölg­un bíla­stæða í 3. áfanga Helga­fells­hverf­is með að­stoð skipu­lags- og um­ferð­ar­ráð­gjafa sbr. til­lögu fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs í með­fylgj­andi minn­is­blaði." Lagt fram minn­is­blað Eflu verk­fræði­stofu.

            Af­greiðsla 505. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 752. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 10. janúar 2020

              Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #505

              Á 491. fundi skipu­lags­nefnd­ar 16. ág­úst 2019 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að skoða heil­stætt fjölg­un bíla­stæða í 3. áfanga Helga­fells­hverf­is með að­stoð skipu­lags- og um­ferð­ar­ráð­gjafa sbr. til­lögu fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs í með­fylgj­andi minn­is­blaði." Lagt fram minn­is­blað Eflu verk­fræði­stofu.

              Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu í sam­ræmi við nið­ur­stöð­ur skýrslu um­ferð­ar­ráð­gjafa.

            • 21. ágúst 2019

              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #743

              Á 485. fundi skipu­lags­nefnd­ar 24. maí 2019 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs þar sem ma. skoð­að verði al­mennt mögu­leik­ar á bíla­stæð­um við Varmár­veg." Lögð fram um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

              Af­greiðsla 492. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 743. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 16. ágúst 2019

                Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #491

                Á 485. fundi skipu­lags­nefnd­ar 24. maí 2019 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs þar sem ma. skoð­að verði al­mennt mögu­leik­ar á bíla­stæð­um við Varmár­veg." Lögð fram um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

                Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að skoða heil­stætt fjölg­un bíla­stæða í 3. áfanga Helga­fells­hverf­is með að­stoð skipu­lags- og um­ferð­ar­ráð­gjafa sbr. til­lögu fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs í með­fylgj­andi minn­is­blaði.

              • 29. maí 2019

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #740

                Borist hef­ur er­indi frá íbú­um Uglu­götu 2 & 4 dags. 15. maí 2019 varð­andi breyt­ingu á deili­skipu­lagi við Varmár­veg.

                Af­greiðsla 485. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 740. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 24. maí 2019

                  Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #485

                  Borist hef­ur er­indi frá íbú­um Uglu­götu 2 & 4 dags. 15. maí 2019 varð­andi breyt­ingu á deili­skipu­lagi við Varmár­veg.

                  Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs þar sem ma. skoð­að verði al­mennt mögu­leik­ar á bíla­stæð­um við Varmár­veg.