Mál númer 201904230
- 27. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #775
Lögð fram til kynningar umsögn umhverfisstjóra við tillögu að breyttu starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi. Málið var tekið til umfjöllunar á 1467. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 26. nóvember s.l. Niðurstaða bæjarráðs var að vísa tillögunni til umhverfisstjóra til umsagnar og afgreiðslu, jafnframt því að tillagan yrði kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins situr hjá undir þessum máli m.a. í ljósi stórbruna, mengunar, stjórnleysi stjórnar byggðarlagsins SORPU. Ekki er séð að þrátt fyrir þessa kynningu umhverfisstjóra og áréttingar að mengun hverfi.***
Afgreiðsla 215. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við afgreiðsluna. - 21. janúar 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #215
Lögð fram til kynningar umsögn umhverfisstjóra við tillögu að breyttu starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi. Málið var tekið til umfjöllunar á 1467. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 26. nóvember s.l. Niðurstaða bæjarráðs var að vísa tillögunni til umhverfisstjóra til umsagnar og afgreiðslu, jafnframt því að tillagan yrði kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Umsögn umhverfisstjóra við tillögu að breyttu starfsleyfi fyrir urðunarstað Sorpu bs. í Álfsnesi lögð fram til kynningar.
- 9. desember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #773
Umhverfisstofnun vekur athygli á að tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar SORPU bs. í Álfsnesi er komin í auglýsingu.
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. nóvember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1467
Umhverfisstofnun vekur athygli á að tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar SORPU bs. í Álfsnesi er komin í auglýsingu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til umhverfisstjóra til umsagnar og afgreiðslu. Jafnframt samþykkt að tillagan verði kynnt fyrir umhverfisnefnd.