Mál númer 202004232
- 27. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #775
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Gerplustræti, eftir auglýsingu, þar sem tekið var mið af innsendum athugasemdum. Athugasemdir voru kynntar á 530. fundi nefndarinnar. Fyrir liggja drög að svörum.
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. janúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #531
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Gerplustræti, eftir auglýsingu, þar sem tekið var mið af innsendum athugasemdum. Athugasemdir voru kynntar á 530. fundi nefndarinnar. Fyrir liggja drög að svörum.
Skipulagsfulltrúa falið að svara innsendum athugasemdum í samræmi við endurbættan uppdrátt og fyrirliggjandi drög. Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minniháttar breytinga.
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Skipulagsnefnd samþykkti á 525. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Gerplutorg í Helgafellshverfi. Athugasemdafrestur var frá 19.11.2020 til 03.01.2021. Athugasemdir bárust frá Sesari Loga Hreinssyni, dags. 23.11.2020 og Bjarna Bjarkasyni, f.h. íbúa í Gerplustræti 20, dags. 03.01.2021.
Afgreiðsla 530. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. janúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #530
Skipulagsnefnd samþykkti á 525. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Gerplutorg í Helgafellshverfi. Athugasemdafrestur var frá 19.11.2020 til 03.01.2021. Athugasemdir bárust frá Sesari Loga Hreinssyni, dags. 23.11.2020 og Bjarna Bjarkasyni, f.h. íbúa í Gerplustræti 20, dags. 03.01.2021.
Athugasemdir kynntar. Skipulagsfulltrúa falið að skoða tillöguna út frá athugasemdum og vinna drög að svörum.
- 28. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #770
Lögð er fram til afgreiðslu og auglýsingar deiliskipulagstillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Gerplutorg við Gerplustræti í Helgafellshverfi. Breytingin felur í sér breytta lögun torgs, fjölgun bílastæða ásamt útfærslu göngustíga og þverana.
Afgreiðsla 525. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. október 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #525
Lögð er fram til afgreiðslu og auglýsingar deiliskipulagstillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Gerplutorg við Gerplustræti í Helgafellshverfi. Breytingin felur í sér breytta lögun torgs, fjölgun bílastæða ásamt útfærslu göngustíga og þverana.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Lagðar eru fram drög til kynningar af tillögum hönnunar fyrir Gerplutorg í Helgafellshverfi unnar af Ragnhildi Skarphéðinsdóttur landslagsarkitekt.
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Lagðar eru fram drög til kynningar af tillögum hönnunar fyrir Gerplutorg í Helgafellshverfi unnar af Ragnhildi Skarphéðinsdóttur landslagsarkitekt.
Afgreiðsla 519. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 1451. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 3. júlí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #519
Lagðar eru fram drög til kynningar af tillögum hönnunar fyrir Gerplutorg í Helgafellshverfi unnar af Ragnhildi Skarphéðinsdóttur landslagsarkitekt.
Lagt fram og kynnt.