Mál númer 202008423
- 27. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #775
Ósk Valdimars Birgissonar bæjarfulltrúa Viðreisnar um að leyfi sem honum var veitt frá störfum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá 1. september 2020 til 26. febrúar 2021 á 765. fundi verði framlengt til 1. apríl 2021.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að heimild Valdimars Birgissonar, til að víkja tímabundið úr bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá 1. september 2020 til 26. febrúar 2021, verði framlengd til 1. apríl 2021.
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Ósk Valdimars Birgissonar bæjarfulltrúa Viðreisnar um leyfi frá störfum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá 1. september 2020 til 26. febrúar 2021.
Bæjarstjórn samþykkti með átta atkvæðum, með vísan til 3. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. og 2. mgr. 22 gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar, að veita Valdimar Birgissyni, heimild til að víkja úr bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá 1. september 2020 til 26. febrúar 2021, að hans ósk, þar sem hann hyggst flytja úr sveitarfélaginu um stundarsakir. Fulltrúi C-lista sat hjá.