Mál númer 202101165
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Borist hefur erindi frá Sigríði Önnu Ellerup, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 21.06.2022, með ósk um stofnun tveggja spildna undir vegstæði Vesturlandsvegar í samræmi við gögn. Hjálögð eru umboð landeigenda, L217171 og L217172.
Afgreiðsla 568. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. júní 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #568
Borist hefur erindi frá Sigríði Önnu Ellerup, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 21.06.2022, með ósk um stofnun tveggja spildna undir vegstæði Vesturlandsvegar í samræmi við gögn. Hjálögð eru umboð landeigenda, L217171 og L217172.
Skipulagsnefnd heimilar stofnun spildna undir vegstæðið í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til úrvinnslu á umhverfissviði.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 27. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #775
Borist hafa frá Vegagerðinni teikningasett forhönnunar og öryggisrýni fyrir breikkun Vesturlandsvegar frá Skarhólabraut að Reykjavegi og aðrein frá vegi að Krikahverfi.
Afgreiðsla 531. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 775. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. janúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #531
Borist hafa frá Vegagerðinni teikningasett forhönnunar og öryggisrýni fyrir breikkun Vesturlandsvegar frá Skarhólabraut að Reykjavegi og aðrein frá vegi að Krikahverfi.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að hægt verði að framkvæma afrein frá Vesturlandsvegi að Sunnukrika þar sem svæðið er skilgreint er
sem miðbæjarsvæði í aðalskipulagi Mosfellsbæjar.