Mál númer 202002130
- 12. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #796
Samþykktir fyrir sameiginlegt heilbrigðiseftirlit fyrir Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes lagðar fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1516. fundar bæjarráðs samþykkt á 796. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. desember 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1516
Samþykktir fyrir sameiginlegt heilbrigðiseftirlit fyrir Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi samþykkt fyrir sameinað Heilbrigðiseftirlit fyrir Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes sem taki til starfa 1. janúar 2022.
- 30. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #786
Tilkynning frá umhverfisráðuneytinu, dags. 8. júní 2021, þar sem vakin er athygli á því að í samráðsgátt stjórnvalda er nú að finna drög að reglugerð um sameiningu heilbrigðiseftirlitssvæða.
Afgreiðsla 1494. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. júní 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1494
Tilkynning frá umhverfisráðuneytinu, dags. 8. júní 2021, þar sem vakin er athygli á því að í samráðsgátt stjórnvalda er nú að finna drög að reglugerð um sameiningu heilbrigðiseftirlitssvæða.
Tilkynningin lögð fram til kynningar.
- 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Tillaga um að Mosfellsbær taki þátt í sameinuðu heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar og samþykki fyrirliggjandi drög að samþykktum fyrir nýtt heilbrigðiseftirlit.
Bókun V- og D-lista
Sameinað heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar, Garðabæjar, Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar felur í sér betra og sterkara heilbrigiseftirlit fyrir þessi bæjarfélög og umtalverða hagræðingu fyrir Mosfellsbæ og Seltjarnarnes. Faglega verður heilbrigðiseftirlitið sterkara, tækifæri til meiri sérhæfingar aukast og lögð verður áhersla á staðbundna þekkingu sem nýtist sveitarfélögunum á hverjum stað. Gert er ráð fyrir að sameinað heilbrigðiseftirlit geti veitt Íbúum, fyrirtækum og stofnunum betri og viðameiri þjónustu. Fjárhagleg hagræðing verður einnig töluverð fyrir Mosfellsbæ og Seltjarnarnes. Því telja bæjarfulltrúar V- og D- lista sameining heilbrigðiseftirlitanna skynsamlega ákvörðun sem bæði felur í sér betri þjónustu og minni kostnað.Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins áréttar samþykki sitt á þessu fyrirkomulagi í ljósi þeirrar væntu hagræðingar sem fæst með stærra heilbrigðiseftirliti. Hins vegar virðist þessi fremur hafa legið í þeirri ástæðu að fulltrúi sjálfstæðisflokksins laut í lægra haldi þegar sóst var eftir formennsku í Heilbrigðisnefnd Kjósasvæðis. Fulltrúi Miðflokksins náði kjöri sem formaður nefndarinnar og hefur starf hennar verið afburða góð á þessu kjörtímabili, skilvirk. Starfsmönnum Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis, fyrr og síðar, er þakkað fyrir óeigingjarnt starf um árabil.***
Afgreiðsla 1487. fundar bæjarráðs samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. apríl 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1487
Tillaga um að Mosfellsbær taki þátt í sameinuðu heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar og samþykki fyrirliggjandi drög að samþykktum fyrir nýtt heilbrigðiseftirlit.
Gerð var grein fyrir viðræðum fulltrúa sveitarfélaganna Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness um sameiginlegt heilbrigðiseftirlit og kynnt drög að sameiginlegri fjárhagsáætlun og drög að samþykktum fyrir nýtt eftirlitsvæði. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í sameinuðu eftirlitssvæði og samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykktum fyrir nýtt heilbrigðiseftirlit. Jafnframt samþykkt að sameinuðu eftirliti verði falið eftirlit með hundahaldi í Mosfellsbæ.
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Bréf umhverfisráðuneytis þar sem þess er óskað að Garðabær, Kópavogsbær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær hefji viðræður um að Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær bætist við heilbrigðiseftirlitssvæði Hafnarfjarðar og Kópavogs.
Bókun M-lista:
Með þessu mun enn ein stofnunin væntanlega hverfa úr Mosfellsbæ. Slíkt rýrir þjónustu við Mosfellinga. Því situr fulltrúi Miðflokksins hjá.Bókun D- og V-lista:
Sú staða sem upp er komin i heilbrigðisnefnd Kjósasvæðis undir formennsku Miðflokksins i Mosfellsbæ kallar á að brýnt er að gera breytingar á skipulagi eftirlitsins. Það er von okkar að þær breytingar muni stuðla að öflugra og skilvirkara eftirliti og mun það lækka kostnað Mosfellsbæjar i málaflokknum verulega.Verði af breytingunum hefur engin ákvörðun verið tekin með áframhaldandi starfstöð stærra og öflugra eftirlits i Mosfellsbæ.
Gagnbókun M-lista:
Fulltrúi D-lista frá Mosfellsbæ hlaut ekki kjör í formannsstól í Heilbrigðisnefnd Kjósasvæðis en fulltrúi Miðflokksins var kjörinn formaður og hefur samstarf við önnur sveitarfélög gengið vel. Því miður virðist ergelsi meirihlutans í Mosfellsbæ enda með þessum hætti gegn hagmunum íbúa bæjarins.***
Afgreiðsla 1470. fundar bæjarráðs samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna. - 17. desember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1470
Bréf umhverfisráðuneytis þar sem þess er óskað að Garðabær, Kópavogsbær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær hefji viðræður um að Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær bætist við heilbrigðiseftirlitssvæði Hafnarfjarðar og Kópavogs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að fara með hagsmuni Mosfellsbæjar í viðræðum við Garðabæ, Kópavogsbæ, Hafnarfjörð og Seltjarnarnesbæ um breytingu á heilbrigðiseftirlitssvæði Hafnarfjarðar- og Kópavogs.
- 25. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #757
Afgreiðslu eftirfarandi tillögu frestað á síðasta fundi: Tillaga: Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að fela bæjarstjóra að gera ráðstafanir til að draga Mosfellsbæ úr samstarfi við Seltjarnarneskaupstað og Kjósarhrepp um starfrækslu heilbrigðiseftirlits. Þess verði farið á leit við ráðuneyti umhverfis og auðlindamála með vísan til heimildar í 4. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að eftirlitssvæði 10 (Kjósarsvæði) verði lagt niður í núverandi mynd. Mosfellsbær verði færður í eftirlitssvæði 9 (Hafnarfjarðar og Kópavogssvæði) eða gerðar verði aðrar breytingar á eftirlitssvæðum þannig að Mosfellsbær verði ekki lengur hluti af eftirlitssvæði 10
Fyrri samþykkt bæjarstjórnar Mosfellsbæjar á samstarfssamningi er niður fallin í ljósi afstöðu hreppsnefndar Kjósahrepps og bæjarstjórnar Seltjarnarneskaupstaðar.
Tillögu að breytingum á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar hafnað með 9 atkvæðum að lokinni síðari umræðu.
Fram kom á síðasta fundi bæjarstjórnar tillaga um að bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti að fela bæjarstjóra að gera ráðstafanir til að draga Mosfellsbæ úr samstarfi við Seltjarnarneskaupstað og Kjósarhrepp um starfrækslu heilbrigðiseftirlits. Þess verði farið á leit við ráðuneyti umhverfis og auðlindamála með vísan til heimildar í 4. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að eftirlitssvæði 10 (Kjósarsvæði) verði lagt niður í núverandi mynd. Mosfellsbær verði færður í eftirlitssvæði 9 (Hafnarfjarðar og Kópavogssvæði) eða gerðar verði aðrar breytingar á eftirlitssvæðum þannig að Mosfellsbær verði ekki lengur hluti af eftirlitssvæði 10.
Breytingartillaga L- Lista:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu um að Mosfellsbæjar dragi sig út úr samstarfi við Seltjarnarnesbæ og Kjósarhrepp um starfrækslu heilbrigðiseftirlits til bæjarráðs. Bæjarráði verði falið að fjalla um og kanna kosti og galla þess að Mosfellsbær ef til vinni dragi sig út úr núverandi samstarfi.
Stefán Ómar Jónsson
Bæjarfulltrúi L lista Vina MosfellsbæjarBreytingartillögunni er hafnað með 6 atkvæðum. Fulltrúar L-, M- og C- lista kjósa með breytingartillögunni.
Tillagan án breytinga samþykkt með 7 atkvæðum. Fulltrúar L- og M- lista sitja hjá.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins telur óábyrgt í miðjum COVID-19 faraldri að á Íslandi að eitt sveitarfélag ætli að taka sig upp og kljúfa yfir 20 ára farsælt samstarf í heilbrigðismálum eins og þessi tillaga ber með sér þar sem áform eru uppi um að Mosfellsbær kljúfi sig úr samstarfi við Seltjarnarnesbæ og Kjósahrepp.
Í greinargerð og umsögn með frumvarpi núgildandi laga nr. 7/1998 segir m.a. um ákvæði 45. gr. laganna:,,Með þessu yrðu sveitarfélögin á viðkomandi svæði sem heild ábyrg fyrir rekstri eftirlitsins innan hvers svæðis en ekki einstök sveitarfélög, þ.e. þar sem ákvörðun er framkvæmd. Þetta mun styrkja eftirlitið því í mörgum tilvikum eru teknar ákvarðanir um framkvæmdir í sveitarfélögum sem eru fámenn og því lítt fær um að standa undir kostnaði jafnvel þótt endurgreiðslur séu tryggðar með lögunum". Einnig segir:,,Ekki er gerð tillaga um að ráðherra geti fjölgað eftirlitssvæðum og þar með heilbrigðis nefndum heldur aðeins kveðið á um nánari sameiningu með reglugerð". Samkvæmt þessum orðum virðist ætlan löggjafans ekki að heimila það sem minnst er á í tillögunni, þ.e. að ,,gerðar verði aðrar breytingar á eftirlitssvæðum þannig að Mosfellsbær verði ekki lengur hluti af eftirlitssvæði 10."
Löggjafinn virðist ætla með ákvæðum 3. og 4. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 að heimila ráðherra frekari sameiningar með þeim fororðum að bæði Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarfélög, væntanlega bæði sem vilja sameina og þau sem renna á saman við, samþykki fyrirætlan þessa. Því þarf meira til en bein afskipti ráðherra og reglugerðarbreytingu án samráðs.
Grunnurinn í því að hafa fleiri en eitt sveitarfélag saman virðist því felast í kröfu um samfélagslegri ábyrgð sem meirihlutinn í Mosfellsbæ virðist ekki ætla að lúta til að; ,,styrkja eftirlitið því í mörgum tilvikum eru teknar ákvarðanir um framkvæmdir í sveitarfélögum sem eru fámenn og því lítt fær um að standa undir kostnaði". Hér er vitnað í greinargerð um framangreinda 45. grein laganna.Bókun D- og V- lista:
Þrátt fyrir óskir Mosfellsbæjar hafa hreppsnefnd Kjósarhrepps og bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar hafnað samstarfssamningi sem hefði falið í sér að fulltrúum í heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis yrði skipt í betra samræmi við skiptingu kostnaðar af starfseminni. Á Mosfellsbær ekki annarra kosta völ en að draga sig úr samstarfinu og leita samstarfs við önnur heilbrigðiseftirlit með það að markmiði að ná fram réttlátari hlutdeild í stjórn og hagkvæmari rekstri heilbrigðiseftirlits fyrir Mosfellsbæ. - 18. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #756
Lögð fram til 2. umræðu breytingar á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar vegna samstarfssamnings um heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis.
Fram kemur eftirfarandi tillaga:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að fela bæjarstjóra að gera ráðstafanir til að draga Mosfellsbæ úr samstarfi við Seltjarnarneskaupstað og Kjósarhrepp um starfrækslu heilbrigðiseftirlits. Þess verði farið á leit við ráðuneyti umhverfis og auðlindamála með vísan til heimildar í 4. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að eftirlitssvæði 10 (Kjósarsvæði) verði lagt niður í núverandi mynd. Mosfellsbær verði færður í eftirlitssvæði 9 (Hafnarfjarðar og Kópavogssvæði) eða gerðar verði aðrar breytingar á eftirlitssvæðum þannig að Mosfellsbær verði ekki lengur hluti af eftirlitssvæði 10.
Afgreiðslu tillögunnar og breytinga á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar frestað með 8 atkvæðum. Fulltrúi M- lista situr hjá.
Bókun V- og D- lista:
Heildarkostnaður Mosfellsbæjar af rekstri heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis nam á síðasta ári rúmlega 26 mkr. eða um 70% af heildarkostnaði við rekstur þess. Líkleg árleg kostnaðarhlutdeild Mosfellsbæjar í samtarfi við Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð yrði um 7 mkr. á ári. Mosfellsbær á þrátt fyrir það einungis 2 fulltrúa af 6 í heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis. Það er óásættanlegt að Mosfellsbær greiði 3/4 hluta kostnaðar en hafi einungis 1/3 hluta fulltrúa í nefndinni. Þar sem Hreppsnefnd Kjósarhrepps og bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðarhafa hafa nú hafnað samstarfssamningi sem hefði falið í sér að fulltrúum í heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis yrði skipt í betra samræmi við skiptingu kostnaðar af starfseminni á Mosfellsbær ekki annarra kosta völ en að draga sig úr samstarfinu. - 19. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #754
Fyrri umræða um samsstarfssamning um skipan heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis ásamt breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar sem nauðsynleg er ef samningurinn er samþykktur (fjölgun fulltrúa sem Mosfellsbær kýs).
Samsstarfssamningur um skipan heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis samþykktur með 9 atkvæðum. Samþykkt með 9 atkvæðum vísa breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar til síðari umræðu. Bæjarfulltrúi M- lista situr hjá við báðar atkvæðagreiðslur.
Bókun M- lista:
Engin viljayfirlýsing liggur fyrir á milli sveitarfélaganna um að ganga til samninga með þessi drög að samningi að leiðarljósi sem hér eru tekin fyrir. Fulltrúi Miðflokksins samþykkir þessi drög að samningi og samþykktum með þeim fyrirvara að bæjarstjórn Seltjarnarness og Kjósahrepps, sem aðild hafa að Heilbrigðisnefnd Kjósasvæðis, samþykki þessi drög að samningi milli þeirra.Það er rétt að árétta að sú stjórnsýslumenning, sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar lýsti hér í ræðu og varðandi sýn hans og störf gagnvart framangreindri nefnd, sé ekki sú stjórnsýsla sem almenningur hefur óskað eftir að verði viðhöfð þar sem sérfræðingar fagnefnda, eins og heilbrigðisnefnda sem sérlög gilda um, hafa lög og reglur sem ber að fylgja eftir.
Bókun D- og V- lista.
Þær aðdróttanir um að bæjarstjóri og aðrir sé að stýra sérfræðingum fagnefnda eða að fara á svig við lög og reglur eins og kemur fram í bókun bæjarfulltrúa M- lista eiga sér enga stoð og eru ekki svaraverðar.