Mál númer 202003102
- 13. janúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #774
Viðauki við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða til afgreiðslu og staðfestingar.
Afgreiðsla 1470. fundar bæjarráðs samþykkt á 774. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. desember 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1470
Viðauki við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða til afgreiðslu og staðfestingar.
Á fund bæjarráðs komu Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Magnús Árnason, forstöðumaður skíðasvæða höfðuborgarsvæðisins, og gerðu grein fyrir minnisblaði verkefnahóps um uppbyggingu og rekstur á skíðasvæðunum ásamt viðauka II við samkomulag um endurnýjun á uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018. Í viðaukanum koma fram breytingar á tímasetningu framkvæmda og áætluðum framkvæmdakostnaði.
Bókun bæjarráðs:
Bæjarráð Mosfellsbæjar leggur áherslu á að framkvæmdum við endurnýjun skíðalyftu í Skálafelli verði ekki frestað. Stólalylftan í Skálafelli er orðin mjög gömul og byggir á gamalli tækni. Mjög brýnt er að endurnýja hana sem fyrst. Bæjarráð samþykkir þó þá áætlun sem hér liggur fyrir um uppbyggingu á skíðasvæðunum en óskar eftir því við aðildarsveitarfélög að það verði skoðað alvarlega að seinka ekki endurnýjun stólalyftunnar í Skálafelli. Er þess óskað að allra leiða verði leitað til að endurnýjun hennar verði ekki seinkað.Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka II við samkomulag um endurnýjun á uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018, enda verði hann samþykktur í öllum aðildarsveitarfélögunum.
- 18. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #756
Kynning á máli af 484.fundi stjórnar SSH um málefni skíðasvæðanna: Áframhaldandi umræða um útboð á skíðasvæðunum en á síðasta fundi stjórnar var ákveðið að taka til umræðu og afgreiðslu endurnýjuð útboðsgögn. Fyrir liggja drög að útboðsgögnum og uppfært minnisblað frá VSÓ ráðgjöf vegna rýni á verkefnisnálgun og útboðsgögn. Umræður Niðurstaða fundar: Stjórn samþykkir að útboð fari fram að loknum kynningum hjá þeim sveitarfélögum sem óskað hafa eftir frekari kynningu á málinu.
Afgreiðsla 1435. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 12. mars 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1435
Kynning á máli af 484.fundi stjórnar SSH um málefni skíðasvæðanna: Áframhaldandi umræða um útboð á skíðasvæðunum en á síðasta fundi stjórnar var ákveðið að taka til umræðu og afgreiðslu endurnýjuð útboðsgögn. Fyrir liggja drög að útboðsgögnum og uppfært minnisblað frá VSÓ ráðgjöf vegna rýni á verkefnisnálgun og útboðsgögn. Umræður Niðurstaða fundar: Stjórn samþykkir að útboð fari fram að loknum kynningum hjá þeim sveitarfélögum sem óskað hafa eftir frekari kynningu á málinu.
Kynning á máli af 484.fundi stjórnar SSH um málefni skíðasvæðanna. Útboðsgögn lögð fram. Málið kynnt og rætt.