Mál númer 202002020
- 18. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #756
Frestað frá síðasta fundi. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 5. mars 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1434
Frestað frá síðasta fundi. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til skoðunar og umsagnar hjá forstöðumanni þjónustu og samskiptadeild sem leiti m.a. eftir afstöðu Vegagerðarinnar, kanni hver stefna nágrannasveitarfélaganna sé í sambærilegum málum og kanni hvort nauðsynlegt sé að Mosfellsbær móti sér almenna stefnu í málum sem þessum og þá til hvers þurfi að taka afstöðu í slíkri stefnu.
- 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. febrúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1433
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs
Frestað sökum tímaskorts.
- 19. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #754
Erindi frá Ungmennafélaginu Aftureldingu vegna uppsetningar á Auglýsingaskilti við Vesturlandsveg, við hringtorg sem staðsett er á gatnamótum Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar. Félagið hefur unnið að málinu undanfarnar vikur og fengið heimild frá landeigenda og hagsmunaðila til að setja upp skilti á þessum stað með tveimur LED auglýsingaskjám sem vísa eftir akstursstefnum Vesturlandsvegar.
Afgreiðsla 1431. fundar bæjarráðs samþykkt á 754. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. febrúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1431
Erindi frá Ungmennafélaginu Aftureldingu vegna uppsetningar á Auglýsingaskilti við Vesturlandsveg, við hringtorg sem staðsett er á gatnamótum Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar. Félagið hefur unnið að málinu undanfarnar vikur og fengið heimild frá landeigenda og hagsmunaðila til að setja upp skilti á þessum stað með tveimur LED auglýsingaskjám sem vísa eftir akstursstefnum Vesturlandsvegar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að rita umsögn um erindið.