Mál númer 202001263
- 11. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #771
Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingskjá. Umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
Bókun C-, L- og S-lista:
Bæjarfulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Vina Mosfellsbæjar leggja áherslu á eftirfarandi vegna mótunar stefnu um auglýsingaskilti/ljósaskilti innan Mosfellsbæjar sem þegar er hafin. Slík skilti hafa mikil sjónræn áhrif á umhverfið og því nauðsynlegt að setja skýrar reglur varðandi staðsetningu þeirra. Þá er ljóst að um er að ræða úthlutun takmarkaðra gæða sem kallar á sérstaka aðgæslu hvað varðar jafnræði. Ýmis atriði vantar inn í fyrirliggjandi drög, s.s. skilgreiningar huglægra atriða á borð við „ama fyrir íbúa“ og samfélagsleg verkefni sem og ákvæði um lágmarksvegalengd milli skilta.Í drögunum sem liggja fyrir er einungis gert ráð fyrir að íþrótta- og tómstundafélög geti starfsrækt umrædd auglýsingaskilti. Við teljum að víkka þurfi út þá skilgreiningu svo hún nái yfir óhagnaðardrifin félagasamtök sem vinna að samfélagslegum verkefnum innan Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1463. fundar bæjarráðs samþykkt á 771. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 29. október 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1463
Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingskjá. Umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
Umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá lögð fram. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa að ljúka við gerð stefnu og verklagsreglna um að reisa og starfrækja auglýsingaskjái í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi umsögn sem lögð verði fyrir bæjarráð til samþykktar.
- 18. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #756
Frestað frá síðasta fundi. Umbeðin umsögn framkvæmdasjtóra umhverfissviðs um erindi Sökkólfs.
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 5. mars 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1434
Frestað frá síðasta fundi. Umbeðin umsögn framkvæmdasjtóra umhverfissviðs um erindi Sökkólfs.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til skoðunar og umsagnar hjá forstöðumanni þjónustu og samskiptadeild sem leiti m.a. eftir afstöðu Vegagerðarinnar, kanni hver stefna nágrannasveitarfélaganna sé í sambærilegum málum og kanni hvort nauðsynlegt sé að Mosfellsbær móti sér almenna stefnu í málum sem þessum og þá til hvers þurfi að taka afstöðu í slíkri stefnu.
- 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Sökkólfs
Afgreiðsla 1433. fundar bæjarráðs samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. febrúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1433
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Sökkólfs
Frestað sökum tímaskorts.
- 19. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #754
Frestað frá síðasta fundi. Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá
Afgreiðsla 1431. fundar bæjarráðs samþykkt á 754. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. febrúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1431
Frestað frá síðasta fundi. Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að rita umsögn um erindið.
- 5. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #753
Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá á gatnamótum Skarhólabrautar og Vesturlandsvegar, nánar tiltekið sunnan við Vesturlandsveg, öðru hvoru megin við Skarhólabrautina.
Afgreiðsla 1430. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. janúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1430
Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá á gatnamótum Skarhólabrautar og Vesturlandsvegar, nánar tiltekið sunnan við Vesturlandsveg, öðru hvoru megin við Skarhólabrautina.
Frestað sökum tímaskorts