Mál númer 202003016
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Skipulagsnefnd samþykkti á 528. fundi sínum að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Helgadalsveg 60. Athugasemdafrestur var frá 17.12.2020 til og með 08.02.2021. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og fornleifaskýrsla. Skipulagstillaga lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 533. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. febrúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #533
Skipulagsnefnd samþykkti á 528. fundi sínum að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Helgadalsveg 60. Athugasemdafrestur var frá 17.12.2020 til og með 08.02.2021. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og fornleifaskýrsla. Skipulagstillaga lögð fram til afgreiðslu.
Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 25. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #772
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir Helgadalsveg 60. Um er að ræða skipulag fyrir íbúðarhús, gróðurhús og áhaldageymslu á landbúnaðarlandi.
Afgreiðsla 528. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. nóvember 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #528
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir Helgadalsveg 60. Um er að ræða skipulag fyrir íbúðarhús, gróðurhús og áhaldageymslu á landbúnaðarlandi.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 30. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #768
Deiliskipulagsgerð við Helgadalsvegur 60. Samningur um kostnað við innviði.
Afgreiðsla 1458. fundar bæjarráðs samþykkt á 768. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. september 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1458
Deiliskipulagsgerð við Helgadalsvegur 60. Samningur um kostnað við innviði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning um uppbyggingu Helgadalsvegar 60 og jafnframt að heimila að hönnun deiliskipulags Helgadalsvegar 60 verði framhaldið.
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Skipulagsnefnd vísaði á 511 fundi sínum erindi Jens Páls Hafsteinssonar til bæjarráðs beiðni hans um deiliskipulagsgerð við Helgadalsveg. Efla verkfræðistofa hefur gert kostnaðarmat vegna uppbyggingaráforma á landinu.
Afgreiðsla 1449.fundar bæjarráðs lögð fram á 765.fundi bæjarstjórnar
- 25. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1449
Skipulagsnefnd vísaði á 511 fundi sínum erindi Jens Páls Hafsteinssonar til bæjarráðs beiðni hans um deiliskipulagsgerð við Helgadalsveg. Efla verkfræðistofa hefur gert kostnaðarmat vegna uppbyggingaráforma á landinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og lögmanni bæjarins að ræða við bréfritara, og eftir atvikum að gera við hann samkomulag, um þann kostnað sem af framkvæmdinni hlýst áður en lengra er haldið.
- 18. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #756
Borist hefur erindi frá Jens Páli Hafsteinssyni og Hrefnu Guðmundsdóttur, dags. 2. mars 2020, með ósk um gerð deiliskipulags að Helgadalsvegi 60 L229080.
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 13. mars 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #511
Borist hefur erindi frá Jens Páli Hafsteinssyni og Hrefnu Guðmundsdóttur, dags. 2. mars 2020, með ósk um gerð deiliskipulags að Helgadalsvegi 60 L229080.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs vegna samninga um uppbyggingu innviða.