Mál númer 201806317
- 18. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #756
Kynning á niðurstöðum skýrslu á Eflu vegna Brúarlands.
Afgreiðsla 374. fundar fræðslunefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
Bókun M-lista:
Á síðasta fundi bæjarstjórnar nr. 755 hafnaði forseti, gegn orðum bæjarlögmanns, eftirfarandi bókun undir þessum dagskrárlið. Er hún því áréttuð hér og færð til bókar:
,,Fulltrúi Miðflokksins áréttar að bæjarfulltrúinn og forseti bæjarstjórnar, Bjarki Bjarnason, bæjarstjórinn og bæjarfulltrúinn Haraldur Sverrisson, formaður fræðslunefndar og bæjarfulltrúinn Kolbrún Þorsteinsdóttir, formaður skipulagsnefndar Ásgeir Sveinsson og varabæjarfulltrúinn Hafsteinn Pálsson reyna ítrekað að kasta ryki í augu almennings með bókunum um þetta málefni og stöðu mála varðandi Brúaraland síðustu árin. Skýrsla Eflu, sem fylgir með í þessu máli, bendir til þess og staðfestir grun um að börn hafi verið hýst í skólahúsnæði að Brúarlandi sem var heilsuspillandi um árabil. Vísar fulltrúi Miðflokksins á bug ásökunum framangreindra fulltrúa meirihlutans í Mosfellsbæ að vegið hafi verið að starfsheiðri starfsmanna Eflu þegar getið er um að fá óháðan aðila til að taka út viðgerðir að Brúarlandi og störf Eflu sem og verktaka. Því síður að verið að gagnrýna starfsmenn Mosfellsbæjar aðra en bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem síendurtekið fer með rangt mál og hagræðir staðreyndum. Endalausar bókanir meirihlutans af þessum toga dregur ítrekað úr trúverðugleika þess hóps sem skipar meirihlutann hér í Mosfellsbæ og ekki á bætandi. Vísar því bæjarfulltrúi Miðflokksins aðdróttunum meirihlutans á bug enda liggur öll ábyrgðin á þessu máli á þeirra herðum eðli máls samkvæmt."Bókun V- og D- lista:
Bókun fulltrúa Miðflokksins er ómakleg, ómálefnaleg og jaðrar við að teljast saknæmar aðdróttanir. Það er engin eftirspurn eftir pólitík sem þessar sem fulltrúi miðflokksins stundar ítrekað i bæjarstjórn Mosfellsbæjar. - 11. mars 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #374
Kynning á niðurstöðum skýrslu á Eflu vegna Brúarlands.
Fræðslunefnd þakkar fyrir góða kynningu á úttekt EFLU á skólahúsnæðinu í Brúarlandi
- 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Kynning á niðurstöðum skýrslu á Eflu vegna Brúarlands.
Fundargerð 373. fundar fræðslunefndar samþykkt með átta atkvæðum á 755. fundi bæjarstjórnar. Fulltrúi M- lista sat hjá.
- 26. febrúar 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #373
Kynning á niðurstöðum skýrslu á Eflu vegna Brúarlands.
Frestað til næsta fundar vegna forfalla.
- 4. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #744
Á fundin mæta framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs og framkvæmdastjóri umhverfissviðs og gera grein fyrir endurbótum og viðhaldi bygginga Varmárskóla sem staðið hafa yfir frá júlí til ágúst.
Afgreiðsla 1409. fundar bæjarráðs samþykkt á 744. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Tillaga fullrúa Miðflokksins í Mosfellsbæ
Bæjarstjórn samþykkir að óháður fagaðili verði fenginn til að taka út endurbætur á Varmárskóla.Greinargerð
Mikilvægt að óháður aðili verði fenginn til að taka út ástand og viðhald á Varmárskóla á síðustu misserum. Með því má draga upp þá mynd sem byggð yrði á óháðu mati og gæðum þeirra framkvæmda sem unnin hafa verið. Kynning fyrir foreldra í góðri sátt við stjórn og félagsmenn foreldrafélags Varmárskóla er afar mikilvæg þegar slíkri úttekt er lokið.Tillaga M-lista felld með fimm atkvæðum.
Bókun fulltrúa V- og D-lista
Verkfræðistofan EFLA er viðurkenndur og óháður aðili á sviði úttekta og eftirlits með framkvæmdum vegna rakaskemmda í húsnæði.Bókun Miðflokksins
Rétt að geta þess að EFLU er hvergi getið í tillögu né greinargerð. Heildarúttekt liggur ekki fyrir. - 22. ágúst 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1409
Á fundin mæta framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs og framkvæmdastjóri umhverfissviðs og gera grein fyrir endurbótum og viðhaldi bygginga Varmárskóla sem staðið hafa yfir frá júlí til ágúst.
Framkvæmdir við endurbætur og viðhald Varmárskóla kynntar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir einróma yfir ánægju með þá vinnu að endurbótum á Varmárskóla sem unnin hefur verið í sumar. Verkfræðistofan Efla verktakar og starfsmenn umhverfissviðs og fræðslusviðs Mosfellsbæjar fá sérstakar þakkir fyrir þá faglegu og miklu vinnu sem hefur verið unnin í þessu viðamikla verkefni.
- 6. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #734
Kynntar niðurstöður verklokaskýrslu frá Eflu vegna framkvæmda á húsnæði Varmárskóla í kjölfar rakavandamála. Fulltrúi frá umhverfissviði mætir á fundinn og kynnir.
Afgreiðsla 359. fundar fræðslunefndar samþykkt á 734. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. febrúar 2019
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #359
Kynntar niðurstöður verklokaskýrslu frá Eflu vegna framkvæmda á húsnæði Varmárskóla í kjölfar rakavandamála. Fulltrúi frá umhverfissviði mætir á fundinn og kynnir.
Fræðslunefnd þakkar góða og ítarlega kynningu á viðgerðum á húsnæði skólans. Viðgerð er lokið og unnið var í samræmi við leiðbeiningar frá verkfræði- og ráðgjafafyrirtækinu Eflu.
- 3. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #725
Lagt fram til kynningar minnisblað frá bæjarráði 13. september 2018 vegna viðhaldsverkefna í Varmárskóla. Fulltrúi umhverfissviðs mætir undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla 353. fundar fræðslunefndar samþykkt á 725. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. september 2018
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #353
Lagt fram til kynningar minnisblað frá bæjarráði 13. september 2018 vegna viðhaldsverkefna í Varmárskóla. Fulltrúi umhverfissviðs mætir undir dagskrárliðnum.
Fulltrúi umhverfissviðs kynnti framkvæmdir við viðgerðir og viðhaldsverkefni í Varmárskóla.
Bókun:
Fulltrúi C-lista í fræðslunefnd gerir athugasemd við að nefndinni hafi ekki fyrr en nú borist upplýsingar um athugun EFLU á húsnæði Varmaárskóla í júní 2017 vegna möguleika á myglu. Eins vekur það furðu að minnisblað EFLU frá 12. júní 2017 sé ekki lagt fram á fundinum til upplýsinga fyrir meðlimi fræðslunefndar enda ljóst að í því minnisblaði komu fram athugasemdir sem ekki var brugðist við fyrr en í september 2018. Þá er hörmuð sú ákvörðun meirihluta D- og V- lista í bæjarstjórn að hafna því að fram færi óháð úttekt á meðhöndlun fyrri minnisblaðsins frá 2017. - 19. september 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #724
Minnisblað vegna viðhaldsverkefna í Varmárskóla lagt fyrir bæjarráð til kynningar.
Tillaga C-, M-, S- og L- lista: Lagt er til að fenginn verði óháður aðili til þess að gera úttekt á allri málsmeðhöndlun er varðar minnisblað EFLU verkfræðistofu frá 12. júní 2017 svo unnt verði að svara þeim spurningum sem settar eru fram í greinargerðinni og jafnframt að viðkomandi geri tillögur að bættu verklagi svo tryggja megi að slík málsmeðferð endurtaki sig ekki.
(Greinargerð færð undir fundinn sem fylgiskjal).Tillagan felld með 5 atkvæðum 724. fundar bæjarstjórnar. Bæjarfluttrúar C-, M-, S- og L- lista greiddu atkvæði með tillögunni.
Bókun V- og D- lista:
Eins og fram hefur komið voru til staðar veikleikar í undirbúningi og skjölun þess máls en við því hefur verið brugðist og því þarf enga sérstaka úttekt á því. Það breytir því ekki að samantek/minnisblað Eflu var hluti af þeim gögnum sem nýtt voru við viðhald og endurbætur á Varmárskóla.
Bókun C-, M-, S- og L- lista:
Fulltrúar minnihlutans lýsa vonbrigðum yfir því að meirihluti V og D lista fallist ekki á tillögu þeirra um óháða og faglega úttekt á ferli málsins innan stjórnsýslunnar. Ekki hefur komið fram með hvaða hætti verkferlar hafi verið lagaðir til þess að koma í veg fyrir að sambærileg mistök við málsmeðhöndlun endurtaki sig.
***
Bókun C-, M-, S- og L- lista:
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga vorið 2018 var uppi orðrómur um að gerð hefði verið úttekt á húsnæði Varmárskóla. Í júní 2018 kom í ljós að foreldrafélag Varmárskóla hafði sent bæjarstjórn, bæjarstjóra og skólastjórnendum bréf fyrir kosningar þar sem m.a. er spurt: ,,Þar sem vitað hefur verið um lekavandamál bæði í Varmárskóla og íþróttamiðstöð að Varmá í talsverðan tíma. Hefur verið gengið úr skugga um að mygla sé ekki til staðar og skoðað sérstaklega ástand á þaki og veggjum þar sem lekavandinn hefur verið hvað mestur? Í bréfinu er vitnað í úttekt sem EFLA gerði í júní 2017 og var meðhöndlað sem trúnaðarmál. Foreldrafélagið sendi svo annað bréf þann 15. júní s.l. til að ítreka fyrri fyrirspurn sína.
Bréf foreldrafélagsins frá 15. júní var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 28. júní s.l. og það er fyrst á þessum bæjarráðsfundi sem tilvist minnisblaðsins EFLU frá 12. júní 2017 er viðurkennd og það gert opinbert.
Það hefur nú komið á daginn að þessi fyrri athugun EFLU verkfræðistofu um myglu í skólanum var unnin að frumkvæði skólastjórnenda Varmárskóla og fengu þær minnisblað frá EFLU um niðurstöður athugunarinnar. Henni var svo stungið undir stól og tilvist hennar neitað. Í minniblaðinu koma fram skýrar aðvaranir og ráðleggingar um hvað þurfi að gera til þess að að tryggja að húsnæðið sé ekki heilsuspillandi en þrátt fyrir þetta þá virðist sem ekki hafa verið gripið til viðeiganda ráðstafana fyrr en eftir á málið kemst aftur í hámæli einu ári seinna eða í júní 2018. Rétt er að taka fram að þessi skýrsla rataði ekki í skjalasafn Mosfellsbæjar og virðist af því er við komumst næst ekki hafa farið eðlilega leið í stjórnkerfinu. Það er mikilvægt að upplýsa hvers vegna það var gert svo við komum í veg fyrir að slíkt gerist aftur.
Það er að okkar viti áríðandi að við klárum þetta mál með því að upplýsa það að fullu. Af hverju var þessu minnisblað haldið leyndu? Hver tók ákvörðun um það? Skilaboð um að gagnsæi er alltaf betra og það þarf mjög ríkar ástæður til þess að halda leynd. Í þessu tilfelli teljum við að nemendur og starfsfólk hefðu átt að njóta vafans.
Bókun V- og D- lista:
Úrbætur og viðhald vegna leka og raka í Varmárskóla eru nú sem fyrr í faglegum farvegi og unnið hefur verið skipulega og markvisst í skólanum að viðhaldi og endurbótum.Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem komu fram hjá verkfræðistofunni Eflu og úrbótum lýkur í september 2018.
Samantekt/minnisblað Eflu í kjölfar sjónskoðunar var lögð fyrir skólaráð í apríl 2018.
Það er mjög alvarlegt þegar bæjarfulltrúar minnihlutans ásaka stjórnendur skóla og embættismenn bæjarins um að halda upplýsingum vísvitandi leyndum þegar raunin er sú að svo er ekki. Svör embættismanna við spurningum Viðreisnar varpa skýru ljósi á að engu var leynt.
Fullyrðingum fulltrúa C,L,M og S lista um slæleg vinnubrögð innan stjórnkerfis Mosfellsbæjar og þar sé verið að halda upplýsingum vísvitandi leyndum er alfarið hafnað.
***
Afgreiðsla 1366. fundar bæjarráðs samþykkt á 724. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. september 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1366
Minnisblað vegna viðhaldsverkefna í Varmárskóla lagt fyrir bæjarráð til kynningar.
Minnisblað vegna viðhaldsverkefna í Varmárskóla lagt fyrir bæjarráð til kynningar.
Bókun M-lista:
Það hefur greinst mygla (örveruvöxtur/sveppaþræðir) í Varmárskóla í Mosfellsbæ samkvæmt ítarlegri úttekt verkfræðistofunnar Eflu. Sú lauslega sjónræna skoðun, sem gerð var 2017 og áhyggjur foreldra beindust að í upphaf þessa skólaárs, benti einnig til þess að hugsanlega væri mygla í Varmárskóla.
Erindi foreldrafélags Varmárskóla var því á rökum reist varðandi áhyggjur að myglu væri að finna bæði í yngri og eldri deild Varmárskóla. Öll umræða um vandað og reglulegt viðhald er úr lausu lofti gripið sé kastað til hendinni þegar foreldrar kalla eftir viðbörðum bæjaryfirvalda eins og var í þessu máli.
Bæjaryfirvöld brugðust illa við erindi foreldrafélagsins og stungu skýrslu frá 2017 varðandi málið undir stól. Þau hafa aldrei formlega og þá er átt við skriflega svarað foreldrafélaginu eins og reglur varðandi stjórnsýslu kveða á um þegar erindi berast sveitar- eða bæjarfélögum, og eftir atvikum bæjarstjóra. Þar gengur formið ekki framfyrir mikilvægið, sbr. efni þessa máls.
Þöggunartilburðir meirihlutans náðu, með óformlegum pólitískum fundarhöldum þröngs hóps, einnig inn til bæjarráðs þegar heiti dagkrárliðar var breytt, dagskrárliðar sem fulltrúi Miðflokksins krafðist til að fá erindi foreldrafélags Varmárskóla á dagskra bæjarráðs um þetta mál. Það erindi kom til vegna skorts á viðhaldi og áhyggjur foreldra um að myglu væri að finna í Varmárskóla sbr. efni erindis frá foreldrafélagi Varmárskóla um mitt þetta ár 2018.
Þessi vinnubrögð og þetta vinnulag, með tilsvarandi drætti á málinu, hefur orðið til þess að skólahald í Varmárskóla hófst í haust í heilsuspillandi mygluumhverfi og líklegast hefur skólinn starfað, vegna skorts að viðhaldi síðustu ár, lengi í heilsuspillandi húsnæði að hluta til eða heild.
Fulltrúi Miðflokksins í bæjarráði vísar allri ábyrgð á þessu máli á hendur meirihluta VG og D lista. Aðgerðaleysi hvað viðhald varðar í Mosfellsbæ hefur orðið til þess að börn og starfsfólk Varmárskóla hafi verið látin mæta til náms og starfs í heilsuspillandi skólahúsnæði. Verst er þó tilbirgði fulltrúa D lista sérstaklega til að hylma yfir stöðu mála með því að draga það að svara erindi foreldrafélags Varmárskóla, leyna tildrög skýrslu frá 2017 og láta skólahúsnæði Varmárskóla drabbast niður í það ástand sem nú er.
Tekur fulltrúi Miðflokksins undir með fagfólki og embættismönnum bæjarins að ítarlega greiningu þarf til svo finna megi myglu (örveruvöxt/sveppaþræði) sbr. minnisblað sem fylgir með fundarboði bæjarráðs Skorað er á að tilkynning um þetta mál, ásamt fylgigögnum, verði send foreldrum barna í Varmárskóla, skólastjórnendum og fulltrúum starfsmanna sem og trúnaðarmönnum þeirra. Halda ber opinn fund um málið hið fyrsta til að upplýsa foreldra um alvarleika málsins. Það að gera lítið úr þessu er ábyrgðarhluti. Fulltrúi Miðflokksins áskilur sér rétt til að koma þessum niðurstöðum opinberlega á framfæri.Bókun V- og D- lista:
Fulltrúar V- og D- lista árétta að úrbætur og viðhald varðandi rakaskemmdir í Varmárskóla eru í faglegum farvegi og unnið hefur verið skipulega og makvisst í skólanum að endurbótum nú í sumar. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem komu fram hjá verkfræðistofunni Eflu og úrbótum verður lokið í september 2018.
Fullyrðingum fulltrúa M-listans um slæleg vinnubrögð og yfirhylmingu í þessu máli er alfarið vísað á bug.Bókun áheyrnarfulltrúa C- lista:
Í minnisblaði Eflu frá því í júní 2017 var greindur raki í Varmárskóla og bent á úrbætur. Það sem vekur sérstaka athygli þar er það sem sagt er um stofu 216 í eldri deild. Þar er sagt ,,Grunur er um myglu og rakasæknar örverur undir dúk"? og bætt við ,,EFLA getur ekki mælt með notkun á rýmum sem þessum þegar ekki er vita hvert ástand þess er með fullri vissu"? Svo eru gerðar tillögur að næstu skrefum síðar í minnisblaðinu og það fyrsta sem nefnt er og sett fram með feitu letri er ,,Koma í veg fyrir leka og rakaígjöf inn í stofu 216 í eldri deild. Fjarlægja dúk af gólfi í stofu og kanna ástand. Nauðsynlegt að steinslípa gófplötuna og sótthreinsa til þess að mögulega verði hægt að nota stofuna næsta vetur án áhættu.?
Í skýrslu Eflu frá því í september 2018 er sagt að í skólastofu 216 eldri deildar Varmárskóla voru endurnýjaðar regnvatnslagnir utanhúss auk þess sem kjallaraveggur var þéttur að utan. Endurnýjun gólfefni er ekki lokið og verður það afmarkaða svæði stofunnar sem um ræðir hreinsað enn frekar og endurnýjað þann 14. september (2018)næstkomandi. Við það verður unnt að fjarlægja örveruvöxt undir gólfdúk.
Það er komið í ljós að það er örveruvöxtur í skólastofunni og þrátt fyrir viðvaranir frá Eflu í júní 2107 var ekki var gripið til viðeigenda ráðstafana til þess að tryggja að nemendur væru ekki í heilsuspillandi húsnæði. Þau vinnubrögð hörmum við. Í stað þess var skýrsluninn stungið undir stól og tilvist hennar neitað. Þessi vinnubrögð eru óásættanleg og hvetjum við bæjaryfirvöld til þess að upplýsa það hvers vegna þessari skýrslu var haldið frá foreldrum, nemendum og starfsfólki skólans. - 22. ágúst 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #722
Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs. Fyrirspurn M- lista um viðhald Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs mun mæta á fundinn og fara yfir viðhaldsáætlun Varmárskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir.
Afgreiðsla 1359. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 722. fundi bæjarstjórnar.
Tillaga S-lista: Málinu verði vísað til fræðslunefndar Mosfellsbæjar til kynningar. Kynning framkvæmdastjóra umhverfissviðs verði endurtekin á fundi fræðslunefndar. Samþykkt með 9 atkvæðum.
- 22. ágúst 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #722
Fyrirspurn M- lista um viðhald Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs mun mæta á fundinn og fara yfir viðhaldsáætlun Varmárskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir.
Afgreiðsla 1358. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 722. fundi bæjarstjórnar.
- 5. júlí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1359
Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs. Fyrirspurn M- lista um viðhald Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs mun mæta á fundinn og fara yfir viðhaldsáætlun Varmárskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir.
Fulltrúi M-lista lagði fram tillögu um að nafni málsins yrði breytt þannig að það myndi heita Varmárskóli _ viðhald, mygla, rakaskemmdir o.fl. samanber erindi foreldrafélags Varmárskóla. Formaður hafnar því að taka tillöguna fyrir þar sem hún hafi verið afgreidd á 1358. fundi bæjarráðs áður en málinu var frestað.
Fulltrúi M-lista xdfdffffóskaði eftir því að hafa framsögu um málið. Formaður hafnaði því með vísan til þess að framsaga hans hafi átt sér stað á 1358. fundi bæjarráðs áður en málinu var frestað.
Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri Umhverfissviðs kynnti samantekt um viðhald Varmárskóla.
Bókun M-lista: Eftirfarandi bókun frá fundi nr. 1358 í bæjaráði þann 28. júní 2018 er hér áréttuð eftir að þeim fundi bæjarráðs var slitið kl. 9:20 með 2 atkvæðum D-lista gegn atkvæði M-lista eftir að bæjarstjóri óskaði eftir því og með þeim formerkjum að bæjarráðsfundir skuli ekki standa lengur en til 9:00:
„Rétt heiti þessa dagskrárliðar er: Varmárskóli - viðhald, mygla, rakaskemmdir o.fl. samanber erindi foreldrafélags Varmárskóla. Því var breytt bæði af framkvæmdastjóra og á fundi bæjarráðs án samþykkis bæjarráðsmanns M-lista. Heitið var breytt í: Viðhald Varmárskóla - Fyrirspurn M- lista um viðhald Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs mun mæta á fundinn og fara yfir viðhaldsáætlun Varmárskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir.
Í 1.mgr. 27. gr. sveitatjórnarlaga nr. 138/2011 sem og með vísan í 2. mgr. 52. gr. sömu laga segir: „Ákvæði III. og IV. kafla gilda að öðru leyti um fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum sveitarfélaga eftir því sem við á.". Það að breyta heiti því á dagskrárlið sem bæjarráðsmaður óskaði eftir að tekið væri á dagskrá er ekki í samræmi við framangreind lagaákvæði að mati bæjarráðsmanns. Því er mótmælt að meirihlut bæjarráðs hlutist til með þessum hætti um heiti dagskrárliðar, taki yfir stjórn hans og efni og kalli gesti á fundinn án þess að bera slíkt undir þann sem hefur forræði á viðkomandi dagskrárlið og efni hans."
Tillaga M-lista um afgreiðslu málsins sem fram kom á 1358. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar en var óafgreidd er málinu var frestað er svohljóðandi með orðalagsbreytingum sem fulltrúi M-lista gerði á þessum fundi: „Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að vísa tveimur erindum foreldrafélags Varmárskóla til framkvæmdastjóra Umhverfissviðs og farið fram á að báðum erindunum verði svarað efnislega. Einnig mun stjórn foreldrafélagsins verða boðin á fund með fulltrúum bæjarráðs og starfsmönnum bæjarins er málið varðar svo að stjórn félagsins geti fylgt eigin erindum úr hlaði sem send hafa verið og fylgja með hér sem fylgiskjöl á fundi bæjarráðs".Tillagan er felld með 2 atkvæðum 1359. fundar bæjarráðs.
Bókun V og D lista: Viðkomandi mál er í vinnslu á umhverfissviði Mosfellsbæjar eins og fram kom í kynningu framkvæmdarstjóra sviðsins. Niðurstaða þeirrar vinnu verður kynnt bæjarráði þegar hún liggur fyrir. Málið er í farvegi nú þegar eins og tillaga M lista gengur út á.
M-listi fagnar því að svo virðist sem foreldrafélagi Varmárskóla verði svarað eftir að hafa beðið of lengi eftir svari frá Mosfellsbæ. Þrátt fyrir að framangreind tillaga M-lista hafi verið felld er jákvætt að eftir allt sem undan er gengið sé foreldrafélagi Varmárskóla svarað með einum eða öðrum hætti og hreyfing komin á viðhaldsmál Varmárskóla.
- 28. júní 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1358
Fyrirspurn M- lista um viðhald Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs mun mæta á fundinn og fara yfir viðhaldsáætlun Varmárskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir.
Málinu frestað.
Fulltrúi M-lista lagði fram tillögu um að nafni málsins yrði breytt þannig að það myndi heita Varmárskóli _ viðhald, mygla, rakaskemmdir o.fl. samanber erindi foreldrafélags Varmárskóla. Tillagan var felld með 2 atkvæðum.
Bókun M-lista
Rétt heiti þessa dagskrárliðar er: ,,Varmárskóli ? viðhald, mygla, rakaskemmdir o.fl. samanber erindi foreldrafélags Varmárskóla.". Því var breytt bæði af framkvæmdastjóra og á fundi bæjarráðs án samþykkis bæjarráðsmanns M-lista. Heitið var breytt í: ,,Viðhald Varmárskóla-Fyrirspurn M- lista um viðhald Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs mun mæta á fundinn og fara yfir viðhaldsáætlun Varmárskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir."Kröfu bæjarráðsmanns M-lista um leiðréttingu á heiti dagskrárliðs var hafnað á fundinum með 2 atkvæðum D-lista gegn 1 atkvæði M-lista.
Í 1.mgr. 27. gr. sveitatjórnarlaga nr. 138/2011 sem og með vísan í 2. mgr. 52. gr. sömu laga segir: ,,Ákvæði III. og IV. kafla gilda að öðru leyti um fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum sveitarfélaga eftir því sem við á.". Það að breyta heiti því á dagskrárlið sem bæjarráðsmaður óskaði eftir að tekið væri á dagskrá er ekki í samræmi við framangreind lagaákvæði að mati bæjarráðsmanns. Því er mótmælt meirihlut bæjarráðs hlutist til með þessum hætti um heiti dagskrárliðar, taki yfir stjórn hans og efni og kalli gesti á fundinn án þess að bera slíkt undir þann sem hefur forræði á viðkomandi dagskrárlið og efni hans.
Bókun C-lista
Því er mótmælt að meirihluti hafi breytt nafni dagskrárliðar. Ítrekað er á að skv. 27. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hefur bæjarfulltrúi rétt á því að fá mál tekið á dagskrá bæjarstjórnar og skv. 2. mgr. 52. gr. sömu laga gildir ákvæðið með sama hætti um rétt fulltrúa í nefndum og ráðum. Af þessum ákvæðum leiðir að viðkomandi bæjarfulltrúi hefur óskert forræði yfir málinu og er embættismönnum eða öðrum kjörnum fulltrúum óheimilt í krafti stöðu sinnar sem framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins eða sem formaður bæjarráðs með öllu óheimilt að nefna málið eða lýsa því með öðrum hætti í fundarboði en málshefjandi hefur gert sjálfur eða óskar eftir.Með sama hætti er á það bent að sömu aðilum er óheimilt að kalla til þriðja aðila á fundi vegna málsmeðferðar á fundi nefndarinnar án samráðs við málshefjanda sem hefur eins og fyrr segir forræði yfir málinu.
Til þess að tryggja að sambærileg atviki komi ekki aftur upp er það lagt til að eftirleiðis fylgi nafni og lýsing með öllum málum sem óskað er eftir að tekin séu á dagskrá. Ef einhverra hluta vegna bæjarstjóra eða formanni bæjarráðs þykir ástæða til að óska eftir því að nafninu eða lýsingunni sé breytt, eða að kallaðir séu til gestir við meðferð málsins skal hafa fullt samráð við málshefjanda og engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi.
Tillaga M-lista um afgreiðslu málsins
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að vísa tveimur erindum Foreldrafélags Varmárskóla til sviðsstjóra Umhverfissviðs og farið fram á að báðum erindunum verði svarað efnislega. Minnisblað Eflu skal sent foreldrafélaginu. Einnig mun stjórn foreldrafélagsins verða boðin á fund með fulltrúum bæjarráðs og starfsmönnum bæjarins er málið varðar svo að stjórn félagsins geti fylgt eigin erindum úr hlaði sem send hafa verið og fylgja með hér sem fylgiskjöl á fundi bæjarráðs.Tillögu um að fresta málinu til næsta fundar var lögð fram og samþykkt með tveim atkvæðum.