Mál númer 201607055
- 18. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #756
Uppfærsla á prókúru og heimild til að veita umboð meðan neyðaráætlun er virk.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir með 9 atkvæðum, í samræmi við heimild í 4. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að bæjarstjóra sé heimilt að veita Arnari Jónssyni, forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar og staðgengli bæjarstjóra, Jóhönnu B. Hansen, framkvæmdastjóra umhverfissviðs, Unni V. Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs, Guðbjörgu Lindu Udengard, framkvæmdastjóra fræðslusviðs, og Pétri J. Lockton, fjármálastjóra, prókúruumboð fyrir hönd Mosfellsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum heimild til handa bæjarstjóra, framkvæmdastjóra umhverfissviðs og byggingarfulltrúa til að veita staðgenglum sínum tímabundin umboð til undirritunar skjala fyrir sína hönd á meðan neyðaráætlun er virk.
- 31. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #677
Tillaga um að tilteknum starfsmönnum verði veitt prókúruumboð til að skuldbinda sveitarfélagið.
Bókun fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar
Hér er verið að minnka ábyrgð bæjarstjóra án þess að laun hans séu lækkuð til samræmis, auk þess er verið að flækja verulega eftirlit með fjárútlátum sveitarfélagsins að því er virðist að ástæðulausu.
Á þetta er ekki hægt að fallast.Bókun fulltrúa D- og V-lista
Hér er um algjöran misskilning að ræða hjá fulltrúa Íbúahreyfingarinnar. Hér er um eðlilega stjórnsýslu og stjórnun að ræða sem hefur ekkert með ábyrgð og laun bæjarstjóra að gera.Bæjarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista, að bæjarstjóra sé heimilt, í samræmi við heimild í 4. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að veita Aldísi Stefánsdóttur, forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar og staðgengli bæjarstjóra, Jóhönnu B. Hansen, framkvæmdastjóra umhverfissviðs, Unni V. Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs, Guðbjörgu Lindu Udengard, framkvæmdastjóra fræðslusviðs, og Pétri J. Lockton, fjármálastjóra, prókúruumboð fyrir hönd Mosfellsbæjar.
- 25. ágúst 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1270
Tillaga um að tilteknum starfsmönnum verði veitt prókúruumboð til að skuldbinda sveitarfélagið.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum, í samræmi við heimild í 4. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að bæjarstjóra sé heimilt að veita Aldísi Stefánsdóttur, forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar og staðgengli bæjarstjóra, Jóhönnu B. Hansen, framkvæmdastjóra umhverfissviðs, Unni V. Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs, Guðbjörgu Lindu Udengard, framkvæmdastjóra fræðslusviðs, og Pétri J. Lockton, fjármálastjóra, prókúruumboð fyrir hönd Mosfellsbæjar.