Mál númer 2017081177
- 18. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #756
Matsgerð dómkvadds matsmanns vegna bótakröfu skv. skipulagslögum lögð fram til umræðu.
Afgreiðsla 1435. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 12. mars 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1435
Matsgerð dómkvadds matsmanns vegna bótakröfu skv. skipulagslögum lögð fram til umræðu.
Samþykkt með 3 atkvæðum að greiða aðilum bætur í samræmi við fyrirliggjandi matsgerð og fela lögmanni Mosfellsbæjar að beina fyrirspurn til dómkvadds matsmanns um sundurliðun meints tjóns.
- 30. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #718
Drög að samkomulagi við íbúa Ástu-sólliljugötu 1-7 lagt fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1355. fundar bæjarráðs samþykkt á 718. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. maí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1355
Drög að samkomulagi við íbúa Ástu-sólliljugötu 1-7 lagt fram til samþykktar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samkomulag við íbúa Ástu-sólliljugötu 1-7.
- 21. febrúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #711
Erindi á dagskrá að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Afgreiðsla 1341. fundar bæjarráðs samþykkt á 711. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. febrúar 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1341
Erindi á dagskrá að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Ólafur Melsteð (ÓM), skipulagsfulltrúi, mætti á fundinn undir þessum lið.
Farið var yfir stöðu mála vegna framkvæmda við Gerplustræti 1-5.
- 6. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #700
Bréf íbúa við Ástu-Sólliljugötu 1-7 lagt fram.
Afgreiðsla 1319. fundar bæjarráðs samþykkt á 700. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. ágúst 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1319
Bréf íbúa við Ástu-Sólliljugötu 1-7 lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og lögmanni að ræða við bréfritara um mögulega lausn.