Mál númer 202003022
- 18. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #756
Uppfærsla viðbragðsáætlunar m.t.t. Covid-19. Framhaldsmál úr máli 200906109- viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins mætir á fundinn og kynnir stöðu mála.
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 18. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #756
Ályktun vegna heimsfaraldurs COVID-19
Ályktun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
18. mars 2020
Íslenskt samfélag tekst á við heimsfaraldur og nú reynir á grunnstoðir þess, ekki síst stjórnvöld, almannavarnir, skólasamfélagið og heilbrigðiskerfið. En einnig á okkur öll, borgara þessa lands, sem vinna saman að þessu verkefni.Þessi vágestur hefur skotið upp kollinum á stofnunum í Mosfellsbæ sem hefur ýmist leitt til lokana eða skerðingar á þjónustu. Þessi staða kallar á fumlaus vinnubrögð og samvinnu alls starfsfólks Mosfellsbæjar sem hefur bæði sýnt sveigjanleika og verið lausnamiðað við að tryggja þá starfsemi sem þarf að vera til staðar. Þannig er þörfum samfélags okkar mætt og ábyrgð tekin við að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að allri heimsbyggðinni.
Föstudaginn 13. mars sl. ákvað ríkistjórn Íslands að setja á samkomubann og samhliða að takmarka skólahald í leik- og grunnskólum með áherslu á að skólahald haldi áfram eftir því sem kostur er og freista þess að sem minnst röskun verði í samfélaginu. Allt skólastarf í Mosfellsbæ hefur nú verið endurskipulagt en daglega verða smávægilegar breytingar á þeirri skipan, sem ákveðin hefur verið, en þar liggja ávallt til grundvallar heilsa og heill skólasamfélagsins.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar vill koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsfólks Mosfellsbæjar sem stendur í eldlínunni þessa dagana og einnig til íbúa sem hafa stutt starfsmenn í þeirra störfum. Bestu þakkir fyrir ykkar fórnfúsa og mikilvæga starf. Við erum öll almannavarnirSamþykkt með 9 atkvæðum
- 5. mars 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1434
Uppfærsla viðbragðsáætlunar m.t.t. Covid-19. Framhaldsmál úr máli 200906109- viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins mætir á fundinn og kynnir stöðu mála.
Uppfærsla viðbragðsáætlunar m.t.t. Covid-19 kynnt. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins mætti á fundinn. Staðan rædd.