Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202003022

  • 18. mars 2020

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #756

    Upp­færsla við­bragðs­áætl­un­ar m.t.t. Covid-19. Fram­halds­mál úr máli 200906109- við­bragðs­áætlun vegna heims­far­ald­urs in­flú­ensu. Jón Við­ar Matth­íasson, slökkvi­liðs­stjóri og fram­kvæmda­stjóri al­manna­varna höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins mæt­ir á fund­inn og kynn­ir stöðu mála.

    Af­greiðsla 1434. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 756. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

  • 18. mars 2020

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #756

    Álykt­un vegna heims­far­ald­urs COVID-19

    Álykt­un bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar
    18. mars 2020
    Ís­lenskt sam­fé­lag tekst á við heims­far­ald­ur og nú reyn­ir á grunnstoð­ir þess, ekki síst stjórn­völd, al­manna­varn­ir, skóla­sam­fé­lag­ið og heil­brigðis­kerf­ið. En einn­ig á okk­ur öll, borg­ara þessa lands, sem vinna sam­an að þessu verk­efni.

    Þessi vá­gest­ur hef­ur skot­ið upp koll­in­um á stofn­un­um í Mos­fells­bæ sem hef­ur ým­ist leitt til lok­ana eða skerð­ing­ar á þjón­ustu. Þessi staða kall­ar á fum­laus vinnu­brögð og sam­vinnu alls starfs­fólks Mos­fells­bæj­ar sem hef­ur bæði sýnt sveigj­an­leika og ver­ið lausnamið­að við að tryggja þá starf­semi sem þarf að vera til stað­ar. Þann­ig er þörf­um sam­fé­lags okk­ar mætt og ábyrgð tekin við að bregð­ast við þeirri ógn sem steðj­ar að allri heims­byggð­inni.

    Föstu­dag­inn 13. mars sl. ákvað rík­i­s­tjórn Ís­lands að setja á sam­komu­bann og sam­hliða að tak­marka skóla­hald í leik- og grunn­skól­um með áherslu á að skóla­hald haldi áfram eft­ir því sem kost­ur er og freista þess að sem minnst rösk­un verði í sam­fé­lag­inu. Allt skólast­arf í Mos­fells­bæ hef­ur nú ver­ið end­ur­skipu­lagt en dag­lega verða smá­vægi­leg­ar breyt­ing­ar á þeirri skip­an, sem ákveð­in hef­ur ver­ið, en þar liggja ávallt til grund­vall­ar heilsa og heill skóla­sam­fé­lags­ins.

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar vill koma á fram­færi inni­legu þakklæti til starfs­fólks Mos­fells­bæj­ar sem stend­ur í eld­lín­unni þessa dag­ana og einn­ig til íbúa sem hafa stutt starfs­menn í þeirra störf­um. Bestu þakk­ir fyr­ir ykk­ar fórn­fúsa og mik­il­væga starf. Við erum öll al­manna­varn­ir

    Sam­þykkt með 9 at­kvæð­um

  • 5. mars 2020

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1434

    Upp­færsla við­bragðs­áætl­un­ar m.t.t. Covid-19. Fram­halds­mál úr máli 200906109- við­bragðs­áætlun vegna heims­far­ald­urs in­flú­ensu. Jón Við­ar Matth­íasson, slökkvi­liðs­stjóri og fram­kvæmda­stjóri al­manna­varna höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins mæt­ir á fund­inn og kynn­ir stöðu mála.

    Upp­færsla við­bragðs­áætl­un­ar m.t.t. Covid-19 kynnt. Jón Við­ar Matth­íasson, slökkvi­liðs­stjóri og fram­kvæmda­stjóri al­manna­varna höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins mætti á fund­inn. Stað­an rædd.