Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201409458

  • 5. nóvember 2014

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #637

    Bæj­ar­stjórn hef­ur vísað til nefnd­ar­inn­ar til skoð­un­ar til­lögu bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að fela for­stöðu­manni um­hverf­is­sviðs að taka sam­an álit um kosti þess og galla að end­ur­skoða nú­ver­andi deili­skipu­lag í landi Helga­fells og Leir­vogstungu.

    Af­greiðsla 376. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 637. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 28. október 2014

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #376

      Bæj­ar­stjórn hef­ur vísað til nefnd­ar­inn­ar til skoð­un­ar til­lögu bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að fela for­stöðu­manni um­hverf­is­sviðs að taka sam­an álit um kosti þess og galla að end­ur­skoða nú­ver­andi deili­skipu­lag í landi Helga­fells og Leir­vogstungu.

      Til­laga bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar felld með fjór­um at­kvæð­um gegn einu.
      Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ósk­ar bókað að hann tel­ur það skamm­sýni að hafna því að kann­að­ir verði kost­ir og gall­ar þess að end­ur­skoða deili­skipu­lög Helga­fells- og Leir­vogstungu­hverfa. Það ætti að vera hags­muna­mál sveit­ar­fé­lags­ins að betr­um­bæta úr­elt skipu­lög sem svara ekki þörf­um íbúða­mark­að­ar og tryggja um leið gæði þeirra með hags­muni allra að leið­ar­ljósi.
      Meiri­hluti V og D lista vís­ar til fyrri bók­ana og rök­semda­færslu í mál­inu.

      • 8. október 2014

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #635

        Tekin fyr­ir svohljóð­andi til­laga nefnd­ar­manns SBH: Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í skipu­lags­nefnd legg­ur til að vegna breyttra for­senda á hús­næð­is­mark­aði verði deili­skipu­lög Helga­fellslands og Leir­vogstungu end­ur­skoð­uð. Lögð verði áhersla á að auka hlut­fall lít­illa og með­al­stórra íbúða en jafn­framt að halda í þá skipu­lags­heild sem hverfin voru hönn­uð í. At­huga hvort breyta megi áætl­uð­um ein­býl­is­hús­um í rað­hús og lít­il fjöl­býli.

        Af­greiðsla 374. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 635. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.$line$$line$$line$Til­laga bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.$line$Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að for­stöðu­manni um­hverf­is­sviðs verði fal­ið að taka sam­an álit um kosti þess og galla að end­ur­skoða nú­ver­andi deili­skipu­lag í landi Helga­fells og Leir­vogstungu. Lit­ið verði til breyttra for­senda í þjóð­fé­lag­inu, nýj­ustu breyt­ing­ar­til­lagna á nú­ver­andi deili­skipu­lagi, sem og fyr­ir­liggj­andi til­lögu að nýju svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.$line$$line$Fram kom svo­felld máls­með­ferð­ar­til­laga frá bæj­ar­full­trú­um D og V lista.$line$Til­lögu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar verði vísað til skipu­lags­nefnd­ar til skoð­un­ar.$line$$line$Til­lag­an borin upp og sam­þykkt með níu at­kvæð­um.$line$$line$$line$Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.$line$Full­trúi M-lista fagn­ar til­lög­um full­trúa S-lista í skipu­lags­nefnd um heild­ar­end­ur­skoð­un á skipu­lagi í Helga­fellslandi og Leir­vogstungu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að skipu­leggja þessi svæði lóð fyr­ir lóð eins og nú er ver­ið að gera. Upp­haf­lega kom þessi til­laga frá Hönnu Bjart­mars Arn­ar­dótt­ur sem áður starf­aði með S-lista.$line$Full­trúi M-lista tek­ur einn­ig und­ir þá til­lögu S-lista að rann­saka kosti þess og galla að taka of­an­greind­ar skipu­lags­áætlan­ir til end­ur­skoð­un­ar og lýs­ir ánægju með að bæj­ar­stjórn skuli ætla að vísa henni til með­ferð­ar í skipu­lags­nefnd.

        • 30. september 2014

          Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #374

          Tekin fyr­ir svohljóð­andi til­laga nefnd­ar­manns SBH: Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í skipu­lags­nefnd legg­ur til að vegna breyttra for­senda á hús­næð­is­mark­aði verði deili­skipu­lög Helga­fellslands og Leir­vogstungu end­ur­skoð­uð. Lögð verði áhersla á að auka hlut­fall lít­illa og með­al­stórra íbúða en jafn­framt að halda í þá skipu­lags­heild sem hverfin voru hönn­uð í. At­huga hvort breyta megi áætl­uð­um ein­býl­is­hús­um í rað­hús og lít­il fjöl­býli.

          Til­lag­an felld með 4 at­kvæð­um gegn einu.
          Full­trú­ar D- og V-lista óska bókað: Meiri­hluti D- og V-lista telja ekki ástæðu til að fara í breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi hverf­anna enda óvíst að hægt sé að koma til móts við eig­end­ur og vænt­an­lega byggj­end­ur á lóð­un­um. Jafn­framt tel­ur meiri­hlut­inn óæski­legt að fjölga um­tals­vert íbúð­um í um­rædd­um hverf­um.
          Full­trúi S-lista ósk­ar bókað: Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar harm­ar þá skamm­sýni meiri­hlut­ans að hafna end­ur­skoð­un gild­andi deili­skipu­lags Leir­vogstungu og Helga­fellslands. Með heild­stæðri end­ur­skoð­un deili­skipu­lags má koma til móts við þarf­ir á hús­næð­is­mark­aði með auknu fram­boði á litlu og með­al­stóru hús­næði. Jafn­framt væri kom­ið í veg fyr­ir stöð­ug­ar bútasaumsbreyt­ing­ar á gild­andi deili­skipu­lagi og heild­ar­yf­ir­bragð tryggt.