Mál númer 201409458
- 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
Bæjarstjórn hefur vísað til nefndarinnar til skoðunar tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um að fela forstöðumanni umhverfissviðs að taka saman álit um kosti þess og galla að endurskoða núverandi deiliskipulag í landi Helgafells og Leirvogstungu.
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. október 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #376
Bæjarstjórn hefur vísað til nefndarinnar til skoðunar tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um að fela forstöðumanni umhverfissviðs að taka saman álit um kosti þess og galla að endurskoða núverandi deiliskipulag í landi Helgafells og Leirvogstungu.
Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar felld með fjórum atkvæðum gegn einu.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað að hann telur það skammsýni að hafna því að kannaðir verði kostir og gallar þess að endurskoða deiliskipulög Helgafells- og Leirvogstunguhverfa. Það ætti að vera hagsmunamál sveitarfélagsins að betrumbæta úrelt skipulög sem svara ekki þörfum íbúðamarkaðar og tryggja um leið gæði þeirra með hagsmuni allra að leiðarljósi.
Meirihluti V og D lista vísar til fyrri bókana og röksemdafærslu í málinu. - 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Tekin fyrir svohljóðandi tillaga nefndarmanns SBH: Fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd leggur til að vegna breyttra forsenda á húsnæðismarkaði verði deiliskipulög Helgafellslands og Leirvogstungu endurskoðuð. Lögð verði áhersla á að auka hlutfall lítilla og meðalstórra íbúða en jafnframt að halda í þá skipulagsheild sem hverfin voru hönnuð í. Athuga hvort breyta megi áætluðum einbýlishúsum í raðhús og lítil fjölbýli.
Afgreiðsla 374. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.$line$$line$$line$Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að forstöðumanni umhverfissviðs verði falið að taka saman álit um kosti þess og galla að endurskoða núverandi deiliskipulag í landi Helgafells og Leirvogstungu. Litið verði til breyttra forsenda í þjóðfélaginu, nýjustu breytingartillagna á núverandi deiliskipulagi, sem og fyrirliggjandi tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.$line$$line$Fram kom svofelld málsmeðferðartillaga frá bæjarfulltrúum D og V lista.$line$Tillögu Samfylkingarinnar verði vísað til skipulagsnefndar til skoðunar.$line$$line$Tillagan borin upp og samþykkt með níu atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar.$line$Fulltrúi M-lista fagnar tillögum fulltrúa S-lista í skipulagsnefnd um heildarendurskoðun á skipulagi í Helgafellslandi og Leirvogstungu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að skipuleggja þessi svæði lóð fyrir lóð eins og nú er verið að gera. Upphaflega kom þessi tillaga frá Hönnu Bjartmars Arnardóttur sem áður starfaði með S-lista.$line$Fulltrúi M-lista tekur einnig undir þá tillögu S-lista að rannsaka kosti þess og galla að taka ofangreindar skipulagsáætlanir til endurskoðunar og lýsir ánægju með að bæjarstjórn skuli ætla að vísa henni til meðferðar í skipulagsnefnd.
- 30. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #374
Tekin fyrir svohljóðandi tillaga nefndarmanns SBH: Fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd leggur til að vegna breyttra forsenda á húsnæðismarkaði verði deiliskipulög Helgafellslands og Leirvogstungu endurskoðuð. Lögð verði áhersla á að auka hlutfall lítilla og meðalstórra íbúða en jafnframt að halda í þá skipulagsheild sem hverfin voru hönnuð í. Athuga hvort breyta megi áætluðum einbýlishúsum í raðhús og lítil fjölbýli.
Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn einu.
Fulltrúar D- og V-lista óska bókað: Meirihluti D- og V-lista telja ekki ástæðu til að fara í breytingar á deiliskipulagi hverfanna enda óvíst að hægt sé að koma til móts við eigendur og væntanlega byggjendur á lóðunum. Jafnframt telur meirihlutinn óæskilegt að fjölga umtalsvert íbúðum í umræddum hverfum.
Fulltrúi S-lista óskar bókað: Fulltrúi Samfylkingarinnar harmar þá skammsýni meirihlutans að hafna endurskoðun gildandi deiliskipulags Leirvogstungu og Helgafellslands. Með heildstæðri endurskoðun deiliskipulags má koma til móts við þarfir á húsnæðismarkaði með auknu framboði á litlu og meðalstóru húsnæði. Jafnframt væri komið í veg fyrir stöðugar bútasaumsbreytingar á gildandi deiliskipulagi og heildaryfirbragð tryggt.