Mál númer 201410204
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Bæjarstjóri leggur fram umbeðið yfirlit yfir styrkveitingar á vegum Mosfellsbæjar.
Tillaga fulltrúa Íbúahreyfingarinnar:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að Mosfellsbær móti heildstæða stefnu um styrkveitingar sem tekur mið af þeim markmiðum sem sveitarfélagið hefur sett sér í aðalskipulagi og fleiri stefnumarkandi yfirlýsingum. Nefndir og svið noti síðan þá stefnu sem grunn til stefnumörkunar í hverjum málaflokki fyrir sig. $line$Tilgangur Íbúahreyfingarinnar með tillögunni er að efla þátttöku sprota í þróun samfélagsins hér í Mosfellsbæ og fylgja eftir þeim oft göfugu markmiðum sem sett eru fram í aðalskipulagi.$line$$line$Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu. $line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar að fulltrúar D-, V- og S-lista skuli ekki sjá sóknarfærin sem í því felast að móta haldbæra stefnu í styrkjamálum og stuðla með henni að þátttöku íbúa í samfélagslega brýnum verkefnum s.s. í þágu sjálfbærrar þróunar sem sagt er vera leiðarljós Mosfellsbæjar í aðalskipulagi. Með skammsýni kasta D-, S- og V-lista frá sér fágætu tækifæri til að virkja mannauðinn, - sem ekki er lítill í Mosfellsbæ,- til að nýta þekkingu sína og áhuga til góðra hluta í þágu samfélagsins. $line$Meðferð á opinberu fé á ekki að vera af handahófi. Um styrkveitingar ættu því að gilda skýrar reglur sem grundvallast á fagmennsku og jafnræði. $line$$line$Bókun D-, V og S-lista:$line$Fulltrúar D-, V og S-lista vísa því algjörlega á bug, sem ýjað er að í bókun íbúahreyfingarinnar, að úthlutum á opinberu fé til styrkveitinga hjá Mosfellsbæ sé gerð af handahófi. Eins og fram kemur í samantekt bæjarstjóra eru skýrar reglur um styrkveitingar hjá Mosfellsbæ. Þar kemur fram að hlutverk fagnefnda er mjög mikilvægt í þessum efnum og því hlutverki fagnefnda viljum við viðhalda. $line$$line$Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar mótmælir því harðlega að hafa ýjað að því að í Mosfellsbæ sé fé úthlutað af handahófi. Það þarf hinsvegar að vera gagnsætt hvernig fé er úthlutað og ljóst hvaða reglur það eru sem um styrkveitingar gilda.$line$$line$ $line$Afgreiðsla 1198. fundar bæjarráðs samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 5. febrúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1198
Bæjarstjóri leggur fram umbeðið yfirlit yfir styrkveitingar á vegum Mosfellsbæjar.
Íbúahreyfingin gerir að tillögu sinni að bæjarráð óski eftir því við bæjarstjórn að stofnaður verði starfshópur sem í eru fulltrúar allra framboða í bæjarstjórn. Starfshópurinn hafi með höndum að móta heildstæða stefnu um styrkveitingar þar sem einfaldleiki, gegnsæi og jafnræði er í fyrirrúmi.
Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Fundarstjóri gerir það að tillögu sinni að bæjarstjóra verði falið að gera tillögur að almennum leiðbeiningum til bæjarráðs vegna tilfallandi styrkbeiðna sem berast bæjarráði og heyra ekki undir einstaka nefndir.
Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinna:
Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar harmar að bæjarráð skuli hafna tillögu um að stofna starfshóp til að móta faglega umgjörð um styrkveitingar hjá Mosfellsbæ. Ljóst er á umsögn bæjarstjóra að fyrirkomulag þessara mála er í miklum ólestri, reglur af skornum skammti og úthlutun því ógagnsæ. Með því að hafna tillögunni gefur bæjarráð færi á því að styrkjum sé úthlutað af handahófi eða eftir geðþótta þess sem tekur ákvörðunina. Íbúahreyfingin ítrekar því ósk sína um að ráðist verði í endurskoðun sem allra fyrst.Bókun S-, D- og V-lista:
Fulltrúar S-, D- og V-lista vísa á bug þeim fullyrðingum sem fram koma í bókun Íbúahreyfingarinnar um fyrirkomulag styrkja. - 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir erindi á dagskrá bæjarstjórnarfundar varðandi fyrirkomulag styrkveitinga hjá Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1185. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. október 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1185
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir erindi á dagskrá bæjarstjórnarfundar varðandi fyrirkomulag styrkveitinga hjá Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að taka saman almennt yfirlit yfir styrkveitingar á vegum Mosfellsbæjar og þær reglur sem eftir atvikum gilda um þær og leggja fyrir bæjarráð.