Mál númer 201406295
- 19. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #638
Lögð fram umsögn bæjarritara, sem nefndin óskaði eftir í bókun á 372. fundi. Einnig lögð fram bréf sem borist hafa frá lögmönnum fyrir hönd annarsvegar landeigenda og hinsvegar leigutaka landsins, og minnisblað skipulagsfulltrúa. Frestað á 376. fundi.
Afgreiðsla 377. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 638. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. nóvember 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #377
Lögð fram umsögn bæjarritara, sem nefndin óskaði eftir í bókun á 372. fundi. Einnig lögð fram bréf sem borist hafa frá lögmönnum fyrir hönd annarsvegar landeigenda og hinsvegar leigutaka landsins, og minnisblað skipulagsfulltrúa. Frestað á 376. fundi.
Nefndin fellst á réttmæti þeirrar athugasemdar lögmanns landeigenda, að stærð þess hús sem sótt er um byggingarleyfi fyrir sé yfir þeim stærðarmörkum sem kveðið er á um í aðalskipulagi, þar sem flatarmál kjallara skv. teikningunni eigi að reiknast með í heildar-flatarmáli hússins. Niðurstaða nefndarinnar er því sú að hafna beri umsókninni af þeirri ástæðu.
Nefndin hafnar hinsvegar athugasemdum um málsmeðferðina og telur að hún hafi verið að öllu leyti í samræmi við lög og reglur, sbr. minnisblað skipulagsfulltrúa.
Þá tekur nefndin fram að hún tekur ekki afstöðu til ágreinings aðila um túlkun á lóðarleigusamningi, enda telur hún sig ekki til þess bæra að úrskurða um hann. - 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
Lögð verður fram umsögn bæjarritara, sem nefndin óskaði eftir í bókun á 372. fundi. Einnig lögð fram bréf sem borist hafa frá lögmönnum fyrir hönd annarsvegar landeigenda og hinsvegar leigutaka landsins, og minnisblað skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. október 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #376
Lögð verður fram umsögn bæjarritara, sem nefndin óskaði eftir í bókun á 372. fundi. Einnig lögð fram bréf sem borist hafa frá lögmönnum fyrir hönd annarsvegar landeigenda og hinsvegar leigutaka landsins, og minnisblað skipulagsfulltrúa.
Frestað.
- 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Umsókn um byggingu frístundahúss í stað sumarbústaðar sem brann fyrr á árinu var grenndarkynnt 23. júlí 2014 með athugasemdafresti til 21. ágúst 2014. Meðfylgjandi athugasemd dags. 8. ágúst 3014 barst frá eigendum landsins.
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
- 2. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #372
Umsókn um byggingu frístundahúss í stað sumarbústaðar sem brann fyrr á árinu var grenndarkynnt 23. júlí 2014 með athugasemdafresti til 21. ágúst 2014. Meðfylgjandi athugasemd dags. 8. ágúst 3014 barst frá eigendum landsins.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir umsögn bæjarritara.
- 10. júlí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1172
Sævar Geirsson Hamraborg 15 Kópavogi fh.Datca ehf spyr hvort leyft verði að endurbyggja sumarbústað í landi Elliðakots landnr. 125216 í samræmi við framlögð gögn. Gamli sumarbústaðurinn brann fyrr á árinu.
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 1. júlí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #370
Sævar Geirsson Hamraborg 15 Kópavogi fh.Datca ehf spyr hvort leyft verði að endurbyggja sumarbústað í landi Elliðakots landnr. 125216 í samræmi við framlögð gögn. Gamli sumarbústaðurinn brann fyrr á árinu.
Samkvæmt aðalskipulagi er heildar hámarksstærð húss á lóðinni 130 m2. Nefndin er neikvæð fyrir gerð skriðkjallara undir húsi og verönd en heimilar grenndarkynningu á málinu þegar breyttir uppdrættir liggja fyrir.