Mál númer 201409209
- 25. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Skipulagsnefnd vísaði 3. febrúar til bæjarráðs ákvörðun um hugsanlega gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða um tvær með deiliskipulagsbreytingu
Afgreiðsla 1200. fundar bæjarráðs samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Sigrún H. Pálsdóttir situr hjá.
- 19. febrúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1200
Skipulagsnefnd vísaði 3. febrúar til bæjarráðs ákvörðun um hugsanlega gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða um tvær með deiliskipulagsbreytingu
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Vefarastræti 7-13 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1 milljón króna á hverja viðbótaríbúð.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst 17. nóvember 2014 með athugasemdafresti til 29. desember 2014. Engin athugasemd barst. Frestað á 381. fundi.
Bókun S-lista:$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar vilja taka undir bókun fulltrúa listans í skipulagsnefnd varðandi breytingar á deiliskipulagi Vefarastrætis 7-13, fyrst frá 28. október og síðan aftur í fyrirliggjandi fundargerð, og ítreka þá skoðun að umræddar breytingar séu ekki í samræmi við sýnina um fallegt kennileiti í deiliskipulaginu sem samþykkt var í bæjarstjórn.$line$$line$Bókun Íbúahreyfingarinnar:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun fulltrúa M-lista í skipulagsnefnd um að þær breytingar sem verið er að gera lóð fyrir lóð í Helgafellslandi séu ekki í samræmi við forsögn í skipulagi. Íbúahreyfingin telur varhugavert að selja lóðir í hverfinu á öðrum forsendum en þeim sem fram koma í greinargerð með skipulagi. Þess ber að geta að sveitarfélagið ber ábyrgð á því að fari sé eftir skipulagsskilmálum.$line$$line$Bókun V- og D-lista:$line$Meirihluti V og D lista ítreka afstöðu okkar að við teljum breytingarnar ekki vera hverfinu til ama, um er að ræða tillögu til að koma til móts við aðkallandi þörf fyrir minni og ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk, en á sama tíma lágmarka neikvæð áhrif á gildandi skipulag.$line$$line$Afgreiðsla 382. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 3. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #382
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst 17. nóvember 2014 með athugasemdafresti til 29. desember 2014. Engin athugasemd barst. Frestað á 381. fundi.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað að hann telur mistök að leyfa breytingar á deiliskipulagi Vefarastrætis 7-13, sem leiðir til minni gæða, bæði með tilliti til arkitektúrs og nýtingar lóðar svo eitthvað sé nefnt. Vísað er til fyrri bókunar fulltrúa.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í skipulagsnefnd vegna Vefarastrætis 7-13:
Hugmyndir byggingaraðilans, sýndar sem deiliskipulagsuppdráttur og skissur af fyrirhuguðum byggingum, eru í hróplegu misræmi við samþykkt deiliskipulag. Í stað 4 samtengdra 3ja hæða húsa með stigagöngum eru sýnd 2 stakstæð svalagangahús og er næði 27 íbúða raskað með umferð framhjá þeim í augnhæð. Aðalinngangar húsanna eru að norðanverðu í stað innganga að sunnan og vestan. Íbúðum fjölgar, bílastæðum ofanjarðar fjölgar og byggingin fer útfyrir byggingarreit. Bílastæði, tvær hjólageymslur og skábraut sem og aðkoma að henni raska nær helmingi norðurlóðarinnar.
Forsagnir deiliskipulagsins um vandaða, nútímalega, fjölbreytilega og hugmyndaríka byggingarlist (#3.1, 3.2 og 4.1) virðast hafðar að engu. Tillagan er metnaðarlítil; kubbsleg hús með einföldum svölum, engin áberandi sérkenni né "hugmyndarík formsköpun". Norðurhliðin getur varla boðið uppá tilþrifamikla byggingarlist, með svalagöngum eftir endilöngum húsunum. Verður að líta svo á að meginforsendur deiliskipulagsins séu að engu hafðar. Því er eðlilegt að spyrja hví var farið af stað með slíkt plagg í upphafi ef til stendur að samþykkja þessa tillögu.
Fulltrúar V- og D lista samþykkja umræddar breytingar. Við teljum breytingarnar ekki vera hverfinu til ama, um er að ræða tillögu til að koma til móts við aðkallandi þörf fyrir minni og ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk, en á sama tíma lágmarka neikvæð áhrif á gildandi skipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna með fjórum atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar. Nefndin vísar ákvörðun um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða til bæjarráðs. - 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst 17. nóvember 2014 með athugasemdafresti til 29. desember 2014. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 381. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 20. janúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #381
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst 17. nóvember 2014 með athugasemdafresti til 29. desember 2014. Engin athugasemd barst.
Frestað.
- 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. leggur f.h. Eyktar ehf. fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun nefndarinnar á 375. fundi.
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. október 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #376
Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. leggur f.h. Eyktar ehf. fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sbr. bókun nefndarinnar á 375. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Fulltrúi Samfylkingarinnar telur að breytingar á deiliskipulagi Vefarastrætis 7-13 og tilslökun á útliti og gerð bygginga rýri gæði þeirra og að þær verði ekki það fallega kennileiti sem (sbr. kafla 3.1) ætlunin var samkvæmt deiliskipulagi hverfisins. Jafnframt að það rýri gæði lóðar og nærumhverfis að leyft sé að fara með bílastæði og innkeyrslu á bílakjallara inni á baklóð. Jákvætt er að fjölga smáum íbúðum og gera kröfur um færri bílastæði fyrir þær, það má þó ekki bitna á heildargæðum eins og bent er á hér að ofan. Þetta varpar ljósi á mikilvægi þess að endurskoða heildstætt deiliskipulag hverfisins eins og fulltrúi Samfylkingarinnar lagði til á síðasta skipulagsnefndarfundi en var hafnað.
Fulltrúar meirihluta V og D lista óska bókað að þeir telja eðlilegt að setja tillöguna í það lýðræðislega ferli sem auglýsing skipulagsins er.
- 22. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #636
Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. óskar f.h. Eyktar ehf. eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum að breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi nýjum gögnum. Afgreiðslu frestað á 374. fundi.
Afgreiðsla 375. fundar skipulagsnefnd samþykkt á 636. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. október 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #375
Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. óskar f.h. Eyktar ehf. eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum að breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi nýjum gögnum. Afgreiðslu frestað á 374. fundi.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina en gerir fyrirvara um fjölgun íbúða.
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. óskar f.h. Eyktar ehf. eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum að breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi nýjum gögnum. Frestað á 373. fundi.
Afgreiðsla 374. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 635. fundi bæjarstjórnar.
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. óskar f.h. Eyktar ehf. eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum að breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi gögnum.
Afgreiðsla 373. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 635. fundi bæjarstjórnar.
- 30. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #374
Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. óskar f.h. Eyktar ehf. eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum að breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi nýjum gögnum. Frestað á 373. fundi.
Umræður um málið, afgreiðslu frestað.
- 16. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #373
Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. óskar f.h. Eyktar ehf. eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum að breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi gögnum.
Frestað.