Mál númer 2014082080
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kvíslartungu 47 - 49 var grenndarkynnt 27. nóvember 2014 með bréfi til 8 aðila auk umsækjanda, með athugasemdafresti til 29. desember 2014. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 381. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 20. janúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #381
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kvíslartungu 47 - 49 var grenndarkynnt 27. nóvember 2014 með bréfi til 8 aðila auk umsækjanda, með athugasemdafresti til 29. desember 2014. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna sem varðar breytingu fyrir lóð nr. 47-49, og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku breytingarinnar.
- 17. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #640
Rúnar Þór Haraldsson endurtekur með tölvupósti 8.12.2014 fyrirspurn um mögulega lækkun parhúss í eina hæð, sbr. fyrri fyrirspurn sem afgreidd var neikvætt á 373. fundi. Með erindinu fylgja nú þrívíddarmyndir af útliti einnar hæðar parhúss og tillöguuppdráttur að breytingu á deiliskipulagi.
Afgreiðsla 380. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 640. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. desember 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #380
Rúnar Þór Haraldsson endurtekur með tölvupósti 8.12.2014 fyrirspurn um mögulega lækkun parhúss í eina hæð, sbr. fyrri fyrirspurn sem afgreidd var neikvætt á 373. fundi. Með erindinu fylgja nú þrívíddarmyndir af útliti einnar hæðar parhúss og tillöguuppdráttur að breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir erindinu.
- 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
F.h. lóðarhafa leggur Runólfur Sigurðsson hjá Al-hönnun ehf. fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi lóðina Kvíslartungu 47-49, sbr. bókun á 373. fundi.
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. október 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #376
F.h. lóðarhafa leggur Runólfur Sigurðsson hjá Al-hönnun ehf. fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi lóðina Kvíslartungu 47-49, sbr. bókun á 373. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, þó með þeirri breytingu að ákvæði um hæð bílgeymslu verði óbreytt.
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Rúnar Þór Haraldsson spyrst í tölvupósti 27. ágúst 2014 fyrir um það hvort fallist yrði á þær breytingar að ofangreind parhús verði einnar hæðar í stað tveggja. Frestað á 372. fundi.
Afgreiðsla 373. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #373
Rúnar Þór Haraldsson spyrst í tölvupósti 27. ágúst 2014 fyrir um það hvort fallist yrði á þær breytingar að ofangreind parhús verði einnar hæðar í stað tveggja. Frestað á 372. fundi.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir því að breyta húsum nr. 47 og 49 í einnar hæðar hús, en ekki fyrir breytingum á nr. 27 og 29.
- 10. september 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #634
Rúnar Þór Haraldsson spyrst í tölvupósti 27. ágúst 2014 fyrir um það hvort fallist yrði á þær breytingar að ofangreind parhús verði einnar hæðar í stað tveggja.
Afgreiðsla 372. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 634. fundi bæjarstjórnar.
- 2. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #372
Rúnar Þór Haraldsson spyrst í tölvupósti 27. ágúst 2014 fyrir um það hvort fallist yrði á þær breytingar að ofangreind parhús verði einnar hæðar í stað tveggja.
Umræður um málið, frestað.