Mál númer 201410284
- 23. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #392
Tillaga að breytingu á skipulagsskilmálum var grenndarkynnt með bréfi dags. 28.5.2015 og athugasemdafresti til 26.6.2015. Grenndarkynningu lauk 9.6.2015 með því að allir þátttakendur höfðu staðfest samþykki sitt með áritun á uppdrátt.
Lagt fram á 392. fundi skipulagsnefndar
- 9. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #391
Tekin fyrir tillaga að breytingu á skipulagsskilmálum, unnin á umhverfisdeild skv. ósk lóðarhafa, á þá leið að parhús á lóðunum verði einnar hæðar í stað tveggja. Húsgerð breytist úr P2-n í P1, byggingarreitur breytist ekki.
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar.
- 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
Jón Hrafn Hlöðversson óskar 22.10.2014 f.h. lóðarhafa eftir áliti skipulagsnefndar á þeirri breytingu á skipulagsskilmálum að húsin verði einnar hæðar í stað tveggja, sbr. meðfylgjandi skissu af innra fyrirkomulagi húss.
Afgreiðsla 376. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. október 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #376
Jón Hrafn Hlöðversson óskar 22.10.2014 f.h. lóðarhafa eftir áliti skipulagsnefndar á þeirri breytingu á skipulagsskilmálum að húsin verði einnar hæðar í stað tveggja, sbr. meðfylgjandi skissu af innra fyrirkomulagi húss.
Nefndin heimilar fyrirspyrjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagsskilmálum til grenndarkynningar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.