Mál númer 201410326
- 3. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #639
Nýtt stjórnskipulag Mosfellsbæjar kynnt.
Afgreiðsla 45. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 639. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #639
Tillögur Capacent að nýju stjórnskipulagi lagðar fram.
Afgreiðsla 186. fundar menningarmálanefndir samþykkt á 639. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. nóvember 2014
Þróunar- og ferðamálanefnd #45
Nýtt stjórnskipulag Mosfellsbæjar kynnt.
Nýtt stjórnskipulag Mosfellsbæjar kynnt.
- 20. nóvember 2014
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #186
Tillögur Capacent að nýju stjórnskipulagi lagðar fram.
Nýtt stjórnskipulag kynnt og lagt fram.
- 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
Trúnaðarmál. Fylgigögn send í tölvupósti.
Undir þessum dagskrárlið eru einnig mættar Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála og Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi og staðgengill framkvæmdastjóra fræðslusviðs.$line$$line$Haraldur Sverrisson bæjarstjóri fór yfir stjórnskipulagsbreytingar á bæjarskrifstofu sem lagðar eru til í skýrslu Capacent.$line$$line$$line$Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$$line$Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn Mosfellsbæjar stofni þverpólitískan starfshóp til að (1) meta möguleg áhrif skipurits bæjarstjóra á stjórnkerfið og (2) setja fram tillögur um breytingar telji hópurinn þess vera þörf.$line$Mikilvægur þáttur í starfi starfshópsins væri að leita ráðgjafar fólks sem er hokið af reynslu og leiðandi í slíkum stjórnsýsluverkefnum á Íslandi, ásamt því að eiga samtal við yfirmenn, starfsfólk hjá Mosfellsbæ og íbúa um þarfirnar og mögulegar úrlausnir. $line$Íbúahreyfingin leggur til að afgreiðslu þessa máls verði frestað þar til starfshópurinn hefur lokið störfum.$line$$line$Tillaga M-lista felld með sex atkvæðum gegn þremur$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa S-lista:$line$$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar ítreka bókun sína sem gerð var í bæjarráði þann 30. október síðastliðinn og sitja hjá við afgreiðslu þessara skipulagsbreytinga í bæjarstjórn.$line$$line$Í samþykkt um stjórn bæjarins segir í 31. grein:$line$$line$,,Bæjarráð hefur umsjón með stjórnsýslu bæjarins, þar undir m.a. atvinnumál, lóðaúthlutanir, ráðstöfun leigulóða bæjarins og stefnumótun allt að svo miklu leyti sem þessi mál eru ekki fengin öðrum að ákvörðun bæjarstjórnar".$line$Enn fremur kemur fram ,,Bæjarráð ákveður skiptingu og ráðstöfun fjár sem ætlað er til einstakra málaflokka samkvæmt fjárhagsáætlun, svo sem til gatnagerðar, nýbygginga og óvissra útgjalda að svo miklu leyti sem ráðstöfun þess er ekki ákveðin af bæjarstjórn."$line$Samkvæmt þessum greinum samþykkta Mosfellsbæjar, sem eiga sér stoð í 35. grein sveitarstjórnarlaga, þykir okkur vafasamt að rétt hafi verið staðið að þeim skipulagsbreytingum sem hér eru til afgreiðslu. Það er óumdeilanlegt að bæjarráð hafi umsjón með stjórnsýslu bæjarins. Bæjarráð sem framkvæmdastjórn bæjarins getur ekki átt að vera aukaleikari þegar svo viðmiklar breytingar eru áformaðar í stjórnsýslu bæjarins, stjórnsýslu sem þjóna á öllum kjörnum fulltrúum og öllum bæjarbúum. $line$Stjórnunarfyrirkomulag bæjarins getur ekki átt að vera einkamál þess meirihlutavalds sem situr hverju sinni. Meirhlutavaldið getur þvingað fram breytingar í krafti atkvæðamagns ef það er ósk þess og pólitísk úrlausnarefni lúta að sjálfsögðu því lögmáli að meirihluti atkvæða sker úr um mál. En stjórnskipulag bæjarskrifstofanna er ekki pólitískt úrlausnarefni og vara bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar við því að stjórnsýslan verði þannig gerð að ,,eign" þess meirihluta sem situr hverju sinni. $line$Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að sú vinna sem var undanfari skipulagsbreytinganna sem hér eru til umræðu, úttekt Capacent, ákvörðun um að sú úttekt yrði gerð og samþykki fjárveitingar hennar vegna hafi átt að fara í gegnum bæjarráð.$line$ $line$$line$ Bókun M-lista Íbúahreyfinginnar:$line$$line$Fulltrúi M-lista mótmælir harðlega þeim yfirgangi sem bæjarstjóri hefur sýnt í þessu máli. Ekkert samráð var haft við bæjarráð og bæjarstjórn áður en bæjarstjóri fór út í það verkefni að kaupa ráðgjöf af einkafyrirtæki og hefja innleiðingu stjórnkerfisbreytinga. Þessi vinnubrögð eiga sér hvorki stoð í sveitarstjórnarlögum, 2011, nr. 138 (sbr. 54., 55. og 56. gr.) né samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, (sbr. 4., 5., 48. og 49. gr.).$line$$line$Ekkert mat hefur heldur farið fram á afleiðingum þessara viðamiklu breytinga og þá sér í lagi áhrifum þess að leggja niður stjórnsýslusvið og menningarsvið. Íbúahreyfingin mótmælir þessum vinnubrögðum bæjarstjóra og hafnar tillögum hans.$line$$line$Bókun D- og V-lista:$line$$line$Bæjarfulltrúar D og V lista telja framkomnar tillögur um breytingu stjórnskipurits bæjarins vera til mikilla bóta fyrir íbúa og stjórnsýslu Mosfellsbæjar. Breytingarnar eru til þess fallnar að straumlínulaga og innleiða að fullu það fléttuskipulag sem lagt var til við stórnsýslubreytingar sem gerðar voru árið 2008. $line$Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar virði faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði framkvæmdastjóra og forstöðumanna bæjarins. Að ósk viðkomandi framkvæmdastjóra var farið í úttekt á tveimur fagsviðum bæjarins.$line$ $line$Tillögurnar sem hér liggja fyrir koma fram í kjölfar úttektarinnar á þessum tveimur fagsviðum. Að vinnunni komu viðurkenndir sérfræðingar á sviði stjórnsýslu og stjórnunar.$line$Það eru vonbrigði að ekki sé sátt um framkomnar tillögur sem voru ítarlega kynntar í bæjarráði. $line$ $line$Bæjarfulltrúar D og V lista vísa á bug aðdróttunum sem fram koma í bókunum$line$M og S lista, enda hefur eðlilega verið staðið að málum. $line$$line$$line$Afgreiðsla 1186. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum gegn einu.
- 30. október 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1186
Trúnaðarmál. Fylgigögn send í tölvupósti.
Arnar Jónsson ráðgjafi hjá Capacent mætti á fundinn við umfjöllun málsins og kynnti tillögur Capacent að breytingum á stjórnskipulagi Mosfellsbæjar. Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs sat fundinn við umfjöllun málsins.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögur Capacent að breytingum á stjórnskipulagi Mosfellsbæjar. Þær fela m.a. í sér að fagsviðum verði fækkað í þrjú og þau séu; fræðslusvið, fjölskyldusvið og umhverfissvið og jafnframt verði þrjár stoðdeildir; þjónustu- og samskiptadeild, mannauðsdeild og fjármáladeild. Þar með samþykkir bæjarráð að menningarsvið og stjórnsýslusvið verði lögð niður og verkefnum þeirra falin öðrum sviðum og deildum samkvæmt tillögum.
Bókun fulltrúa S-lista Samfylkingar.
Bæjarráðsmaður S-lista situr hjá við afgreiðslu bæjarráðs á tillögu meirihlutans um skipulagsbreytingar á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar. Fulltrúi S-lista hefur ekki haft neina aðkomu að úttekt og skoðun á eldra skipulagi og verkferlum á bæjarskrifstofu eða athugun á mögulegum skipulagsbreytingum. Þar af leiðir að fulltrúi S-lista hefur ekki forsendur til að meta hvort þær breytingar sem hér eru lagðar til séu nauðsynlegar og til þess fallnar að bæta verklag, samhæfingu og almennt starfsumhverfi innan bæjarskrifstofu.Bókun áheyrnarfulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Fulltrúi M-lista samþykkir ekki þá tillögu um breytingar á skipuriti Mosfellsbæjar sem hér liggur fyrir á þeirri forsendu að of mikil leynd hefur hvílt yfir umbótaferlinu og fagsvið sem hagsmuna eiga að gæta verið útilokuð frá þátttöku í því. Fastanefndir eiga sér auk þess ekki stað í skipuritinu og gengið svo langt að leggja menningarsvið niður og setja verkefni þess, ásamt fjölda ólíkra verkefna undir þjónustu og samskiptadeild. Menningin tapar með þessu endanlega þeim faglega sessi sem hún hefur svo lengi vonast eftir.
Það skiptir verulegu máli fyrir staðaranda hvers sveitarfélags að saga og menningarleg sérstaða sé sýnileg. Það hefur lengi setið á hakanum í Mosfellsbæ og mun gera áfram ef þessi tillaga nær fram að ganga. Sú tillaga að leggja niður menningarsvið kemur því ekki til greina að mati Íbúahreyfingarinnar.
Endurbætur á starfsemi stjórnsýslunnar eru sjálfsagður hlutur en það er mjög mikilvægt að hafa ferlið opið og gefa öllum starfsmönnum og fastanefndum færi á að koma að umbótaferlinu. Ekkert samráð var haft við bæjarstjórn í upphafi og í ferlinu sjálfu en samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar ákveður bæjarstjórn stjórnskipulag sveitarfélagsins.