Mál númer 201504220
- 9. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #391
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, um stækkun byggingarreits á lóð íbúðarhúss við Dalsbú, var grenndarkynnt skv. 2 mgr, 43. gr. skipulagslaga 7. maí 2015 með athugasemdafresti til 5. júní. Lagður fram uppdráttur með áritun allra þátttakenda í grenndarkyningunni um að þeir séu samþykkir breytingunni.
Lagt fram á 391. fundi skipulagsnefndar.
- 6. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #649
Þórmóður Sveinsson arkitekt leggur 20.04.2015 f.h. landeiganda fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir stækkun byggingarreits á lóð íbúðarhúss við Dalsbú, m.a. til þess að unnt verði að reisa þar gróðurhús.
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #389
Þórmóður Sveinsson arkitekt leggur 20.04.2015 f.h. landeiganda fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir stækkun byggingarreits á lóð íbúðarhúss við Dalsbú, m.a. til þess að unnt verði að reisa þar gróðurhús.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.