Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201502159

 • 20. maí 2015

  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #650

  Á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar kom fram til­laga frá S-lista, þess efn­is að all­ar ábend­ing­ar end­ur­skoð­anda bæj­ar­ins, sem berast bæj­ar­stjóra og fjalla um mál­efni tengd innra eft­ir­liti, fjár­hags­kerfi og stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins, verði lagð­ar fyr­ir bæj­ar­ráð. Jafn­framt kom fram til­laga frá M-lista um að þess yrði gætt við end­ur­skoð­un á fjár­hags­áætlun 2015-2018 að nið­ur­skurð­ur kæmi sem minnst nið­ur á skól­un­um. Var til­lög­um þess­um vísað til bæj­ar­ráðs til um­fjöll­un­ar.

  Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:$line$Bæj­ar­full­trúi M-lista ger­ir að til­lögu sinni að reynt verði með öll­um til­tæk­um ráð­um að verja lög­bundna grunn­þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar fyr­ir nið­ur­skurði, þá sér­stak­lega skóla og fé­lags­þjón­ustu. Einn­ig verði verk­efni sett í forg­ang sem lúta að um­hirðu og við­haldi á göngu­stíg­um á úti­svæð­um í byggð, í stað þess að leggja fé í fram­kvæmd­ir sem þjóna sér­hags­mun­um eða teljast ekki til þeirra verk­efna sveita­fé­lags­ins sem þjóna skýr­um al­manna­hags­mun­um.$line$Íbúa­hreyf­ing­in ósk­ar eft­ir að til­lög­unni verði vísað til nefnd­ar um end­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar 2015.$line$$line$Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:$line$For­senda fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar er að fyr­ir liggi lang­tíma­áætlan­ir í fjár­frek­um mála­flokk­um. Slík áætlun hef­ur ekki ver­ið gerð um upp­bygg­ingu íþrótta- og tóm­stunda­mann­virkja og það þrátt fyr­ir ört vax­andi bæj­ar­fé­lag og áætl­aða fjölg­un íbúa um meira en 10% á næstu 4 árum. Íbúa­hreyf­ing­in ósk­aði eft­ir slíkri áætlun í nóv­em­ber sl. og var tjáð að hún væri í und­ir­bún­ingi. Síð­an er lið­ið meira en hálft ár og fjár­hags­áætlun næsta árs að fara á skrið. Það er því löngu tíma­bært að lang­tíma­áætlun um upp­bygg­ingu íþrótta- og tóm­stunda­mann­virkja líti dags­ins ljós.$line$Íbúa­hreyf­ing­in ósk­ar eft­ir að til­lög­unni verði vísað til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar og fræðslu­sviðs.$line$$line$Dags­skrár­til­laga Har­ald­ar Sverris­son­ar, full­trúa D-lista:$line$Lagt er til að báð­um til­lög­um full­trúa M-lista verði vísað frá. $line$$line$Til­lag­an er sam­þykkt með sex at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista. Full­trú­ar S-lista sitja hjá. $line$$line$Af­greiðsla 1212. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 650. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista.

  • 13. maí 2015

   Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1212

   Á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar kom fram til­laga frá S-lista, þess efn­is að all­ar ábend­ing­ar end­ur­skoð­anda bæj­ar­ins, sem berast bæj­ar­stjóra og fjalla um mál­efni tengd innra eft­ir­liti, fjár­hags­kerfi og stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins, verði lagð­ar fyr­ir bæj­ar­ráð. Jafn­framt kom fram til­laga frá M-lista um að þess yrði gætt við end­ur­skoð­un á fjár­hags­áætlun 2015-2018 að nið­ur­skurð­ur kæmi sem minnst nið­ur á skól­un­um. Var til­lög­um þess­um vísað til bæj­ar­ráðs til um­fjöll­un­ar.

   Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

   Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri ræddu ábend­ing­ar frá end­ur­skoð­end­um bæj­ar­ins í tengsl­um við end­ur­skoð­un árs­reikn­ings 2014.

   Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lögu M-lista til vinnu við yf­ir­ferð fjár­hags­áætl­un­ar 2015.

   • 6. maí 2015

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #649

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar lagð­ur fyr­ir bæj­ar­stjórn til seinni um­ræðu.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Har­ald­ur Örn Reyn­is­son (HÖR), end­ur­skoð­andi Mos­fells­bæj­ar, Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri, Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir (GS), fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

    Til­laga full­trúa S-lista Sam­fylk­ing­ar:
    Ger­um það að til­lögu okk­ar að all­ar ábend­ing­ar end­ur­skoð­anda bæj­ar­ins sem berast bæj­ar­stjóra og fjalla um mál­efni tengd innra eft­ir­liti, fjár­hags­kerfi og stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins séu lagð­ar fyr­ir bæj­ar­ráð.

    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
    Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

    Máls­með­ferð­ar­til­laga for­seta:
    Lögð er fram sú máls­með­ferð­ar­til­laga að til­lögu full­trúa S-lista verði vísað til bæj­ar­ráðs til um­fjöll­un­ar.

    Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

    Bók­un full­trúa D- og V-lista:
    Rekstr­ar­um­hverfi sveit­ar­fé­laga var að mörgu leyti erfitt á ár­inu 2014 og ber nið­ur­staða árs­reikn­ings Mos­fells­bæj­ar keim af því. Halli var á rekstr­in­um sem nem­ur um 72 mkr. og var nið­ur­stað­an um 100 mkr verri en fjár­hags­áætlun gerði ráð fyr­ir, þar var gert ráð fyr­ir um 28 mkr. af­gangi. Þessi halli nem­ur inn­an við 1% af tekj­um sveit­ar­fé­lags­ins og er nið­ur­stað­an ákveð­in von­brigði. Nokkr­ar ástæð­ur skýra verri af­komu en ætlað var og má þar nefna hærri launa­kostn­að vegna bættra kjara starfs­manna sveit­ar­fé­laga, lægri tekj­ur m.a. frá jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga vegna mál­efna fatl­aðs fólks og hærri fjár­hags­að­stoð­ar. Þeg­ar hef­ur haf­ist vinna við að fara yfir fjár­hags­áætlun árs­ins í ár með það fyr­ir aug­um að þau frá­vik sem yrðu í rekstr­in­um á ár­inu 2014 end­ur­taki sig ekki. Í því sam­bandi hef­ur bæj­ar­stjóra ver­ið fal­ið að mynda teymi úr hópi stjórn­enda til að yf­ir­fara fjár­hags­áætl­un­ina og skila nið­ur­stöð­um þeirr­ar vinnu til bæj­ar­ráðs. Fjár­hag­ur sveit­ar­fé­lags­ins er eft­ir sem áður traust­ur og skulda­hlufall 128% sem er vel und­ir lög­bundn­um lág­mörk­um.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að við end­ur­skoð­un á fjár­hags­áætlun 2015-2018 verði þess gætt að nið­ur­skurð­ur komi sem minnst nið­ur á skól­un­um. Þá þarf með öll­um til­tæk­um ráð­um að verja því fyr­ir­komulag skóla­mála hef­ur mik­il og víð­tæk áhrif, snert­ir líð­an barn­anna okk­ar, starfs­ánægju kenn­ara og ann­ars starfs­fólks og ræð­ur oft úr­slit­um um það hvort fjöl­skyld­ur velja að flytjast í Mos­fells­bæ. Það er mik­il þörf á fjár­fest­ingu í var­an­legu skóla­hús­næði og brýnt að setja þá upp­bygg­ingu í al­gjör­an forg­ang.

    Máls­með­ferð­ar­til­laga for­seta:
    Lögð er fram sú máls­með­ferð­ar­til­laga að til­lögu full­trúa M-lista verði vísað til bæj­ar­ráðs til um­fjöll­un­ar.

    Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

    For­seti bar upp árs­reikn­ing bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi og var árs­reikn­ing­ur árs­ins 2014 stað­fest­ur með níu at­kvæð­um, en helstu nið­ur­stöðu­töl­ur eru þess­ar:

    Rekstr­ar­reikn­ing­ur A og B hluta:
    Rekstr­ar­tekj­ur: 7.447 mkr.
    Laun og launa­tengd gjöld 3.536 mkr.
    Ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur 3.261 mkr.
    Af­skrift­ir 338 mkr.
    Fjár­magns­gjöld 358 mkr.
    Tekju­skatt­ur 26 mkr.
    Rekstr­arnið­ur­staða nei­kvæð um 72 mkr.

    Efna­hags­reikn­ing­ur A og B hluta:
    Eign­ir alls: 14.847 mkr.
    Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar: 10.728 mkr.
    Eig­ið fé: 4.119 mkr.

    Bók­un full­trúa S-lista við árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar 2014:
    Nið­ur­staða árs­reikn­ings árið 2014 er von­brigði enda kem­ur í ljós að fjár­hags­áætlun árs­ins stóðst illa. Þann­ig er rekstr­arnið­ur­staða árs­ins um 100 millj­ón­um lak­ari en áætlun gerði ráð fyr­ir og er nei­kvæð sem nem­ur rúm­um 70 millj­ón­um króna. Hand­bært fé frá rekstri er um 150 millj­ón­um lægra en áætlun gerði ráð fyr­ir. Þess­ar nið­ur­stöð­ur sýna að áætl­un­ar­gerð­in var ekki nægi­lega markviss og að­hald meiri­hlut­ans með rekstri bæj­ar­ins hef­ur ekki ver­ið nægj­an­legt og mjög brýnt að taka þar veru­lega á. Fram kem­ur að skulda­hlut­fall og skulda­við­mið eru hærri en ætlað var í fjár­hags­áætlun og fram­legð­ar­hlut­fall lækk­ar tals­vert eða úr 12,4% árið 2013 í 8.7% 2014.

    Þriggja ára áætlun, til og með 2018, ger­ir ráð fyr­ir mun hag­stæð­ari nið­ur­stöðu en nið­ur­staða síð­ast­lið­ins árs sýn­ir. Minnt er á að sú 3ja ára áætlun er byggð á sama grunni og sú fjár­hags­áætlun sem brást svo illa á síð­ast­liðnu ári svo mik­il­vægt er að skoða hana vel í tengsl­um við áætl­un­ar­gerð árs­ins 2016. Sér­stak­lega þar sem vitað er að sveit­ar­fé­lag­ið þarf á næstu árum að mæta mik­illi upp­bygg­ing­ar­þörf í skóla­mann­virkj­um.

    Rétt er og skylt að geta þess að bæj­ar­ráð hef­ur þeg­ar sam­þykkt að bæj­ar­stjóri og að­r­ir emb­ætt­is­menn fari í saum­ana á áætlun árs­ins 2015 til að koma í veg fyr­ir að halla­rekst­ur­inn haldi áfram á yf­ir­stand­andi ári. Í þeirri vinnu ætti einn­ig að skoða vand­lega upp­bygg­ingu 3ja ára áætl­ana en þeg­ar þær eru skoð­að­ar aft­ur í tím­ann kem­ur í ljós að þar gæt­ir frem­ur ósk­hyggju en mik­ils raun­sæ­is.

    Full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar telja að skoða ætti al­var­lega að taka upp árs­hluta­upp­gjör sem væru sett upp með sama hætti og árs­reikn­ing­ur, að því marki sem nauð­syn­legt er, til að sjá þró­un tekna og gjalda. Á grund­velli þess yrði hægt að bregð­ast við fyrr ef frá­vik koma fram og ákveða hverju sinni hvern­ig mæta skuli lækk­un tekna, hvern­ig aukn­um tekj­um verði ráð­stafað eða brugð­ist við breyt­ing­um á skuld­bind­ing­um.

    Þá er einn­ig mjög brýnt að koma sam­skipt­um og fjár­veit­ing­um rík­is­ins vegna mál­efna fatl­aðs fólks í betri og raun­særri far­veg í sam­starfi við önn­ur sveit­ar­fé­lög á land­inu.

    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
    Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

    • 22. apríl 2015

     Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #648

     Drög að árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014 lagð­ur fram.

     Af­greiðsla 1208. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 648. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 22. apríl 2015

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1209

      Drög að árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014 lögð fram.

      Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2014 með árit­un sinni og telst hann til­bú­inn til end­ur­skoð­un­ar og af­greiðslu í bæj­ar­stjórn. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa árs­reiknngi Mos­fells­bæj­ar 2014 til fyrri um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir jafn­framt að fela bæj­ar­stjóra að mynda teymi úr hópi fram­kvæmda­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar til að yf­ir­fara fjár­hags­áætlun árs­ins 2015. Í þeirri vinnu verði horft til þeirr­ar nið­ur­stöðu sem varð af rekstri bæj­ar­ins árið 2014 og lagt mat á hvaða at­riði þarf í því sam­bandi að end­ur­skoða í fjár­hags­áætlun árs­ins. Bæj­ar­stjóri upp­lýsi bæj­ar­ráð reglu­lega um fram­vindu þess­ar­ar vinnu.

      • 22. apríl 2015

       Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #648

       Bæj­ar­ráð send­ir árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014 til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

       Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að taka á dagskrá fund­ar­ins fyrri um­ræðu um árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014.

       Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Magnús Jóns­son (MJ) end­ur­skoð­andi Mos­fells­bæj­ar, Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri, Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

       Bæj­ar­stjóri hóf um­ræð­una á því að fara yfir nið­ur­stöð­ur árs­reikn­ings 2014. Þá fór end­ur­skoð­andi yfir helstu efn­is­at­riði í drög­um að end­ur­skoð­un­ar­skýrslu sinni vegna árs­ins 2014. Í kjöl­far­ið fóru fram um­ræð­ur.

       For­seti þakk­aði end­ur­skoð­anda fyr­ir fram­sögu hans og út­skýr­ing­ar og fyr­ir vel unn­in störf, einn­ig færði hann starfs­mönn­um bæj­ar­ins þakk­ir fyr­ir þeirra fram­lag fyr­ir hönd bæj­ar­stjórn­ar.

       Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2014 til annarr­ar og síð­ari um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

       • 15. apríl 2015

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1208

        Drög að árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2014 lagð­ur fram.

        Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur end­ur­skoð­andi bæj­ar­ins Magnús Jóns­son (MJ) og með hon­um Har­ald­ur Reyn­is­son (HR) frá KPMG. Auk þeirra sat fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

        Rædd voru drög að árs­reikn­ingi.