Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201504012

  • 20. maí 2015

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #650

    Á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar kom fram til­laga frá M-lista, þess efn­is að betri grein verði fyr­ir því, í regl­um um birt­ingu gagna á vef Mos­fell­sæj­ar, hver meti hvaða gögn eigi að birta og hvort fylgigögn funda sveit­ar­fé­lags­ins birt­ist með fund­ar­boði eða fund­ar­gerð eft­irá. Var til­lög­unni vísað til bæj­ar­ráðs til um­fjöll­un­ar.

    Af­greiðsla 1212. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 650. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista.

    • 13. maí 2015

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1212

      Á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar kom fram til­laga frá M-lista, þess efn­is að betri grein verði fyr­ir því, í regl­um um birt­ingu gagna á vef Mos­fell­sæj­ar, hver meti hvaða gögn eigi að birta og hvort fylgigögn funda sveit­ar­fé­lags­ins birt­ist með fund­ar­boði eða fund­ar­gerð eft­irá. Var til­lög­unni vísað til bæj­ar­ráðs til um­fjöll­un­ar.

      Um­ræð­ur.

      Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
      Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur áherslu á að far­ið sé í einu og öllu að upp­lýs­inga­lög­um þeg­ar ákvarð­an­ir eru tekn­ar um birt­ingu fund­ar­gagna á vef Mos­fells­bæj­ar og jafn­framt að ákvarð­an­ir um birt­ingu gagna verði í hönd­um fag­fólks í stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins. Að öðru leyti fagn­ar Íbúa­hreyf­ing­in því fram­fara­skrefi sem í því felst að hefja birt­ingu fund­ar­gagna á vef bæj­ar­ins.

      Bók­un full­trúa D-, V- og S-lista:
      Bæj­ar­ráð ít­rek­ar að um­rædd­ar regl­ur ganga út á að bæj­ar­fé­lag­ið birti gögn að eig­in frum­kvæði og geng­ur þann­ig lengra en upp­lýs­inga­lög­in gera ráð fyr­ir. Um­rædd­ar regl­ur brjóta þó með eng­um hætti gegn upp­lýs­inga­lög­um né öðr­um lög­um.

      • 6. maí 2015

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #649

        Drög að regl­um um birt­ingu gagna lögð fram.

        Af­greiðslu þessa máls var frestað á síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fundi til dags­ins í dag. $line$$line$Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:$line$Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar lýs­ir ánægju sinni með að nú sé kom­ið að því að birta gögn með fund­ar­gerð­um og legg­ur til að gerð verði betri grein fyr­ir því hver met­ur hvað eigi að birta og hvað ekki og hvort fylgigögn funda sveit­ar­fé­lags­ins birt­ist með fund­ar­boði eða fund­ar­gerð eft­irá.$line$$line$Máls­með­ferð­ar­til­laga for­seta:$line$Lögð er fram sú máls­með­ferð­ar­til­laga að til­lögu full­trúa M-lista verði vísað til bæj­ar­ráðs til um­fjöll­un­ar.$line$$line$Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um. $line$$line$Af­greiðsla 1209. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 22. apríl 2015

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #648

          Drög að regl­um um birt­ingu gagna lögð fram.

          Frestað.

          • 22. apríl 2015

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1209

            Drög að regl­um um birt­ingu gagna lögð fram.

            Fram­lagð­ar regl­ur um birt­ingu gagna á vef Mos­fells­bæj­ar sam­þykkt­ar með þrem­ur at­kvæð­um.