Mál númer 201504012
- 20. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #650
Á 649. fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga frá M-lista, þess efnis að betri grein verði fyrir því, í reglum um birtingu gagna á vef Mosfellsæjar, hver meti hvaða gögn eigi að birta og hvort fylgigögn funda sveitarfélagsins birtist með fundarboði eða fundargerð eftirá. Var tillögunni vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.
Afgreiðsla 1212. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
- 13. maí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1212
Á 649. fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga frá M-lista, þess efnis að betri grein verði fyrir því, í reglum um birtingu gagna á vef Mosfellsæjar, hver meti hvaða gögn eigi að birta og hvort fylgigögn funda sveitarfélagsins birtist með fundarboði eða fundargerð eftirá. Var tillögunni vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.
Umræður.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur áherslu á að farið sé í einu og öllu að upplýsingalögum þegar ákvarðanir eru teknar um birtingu fundargagna á vef Mosfellsbæjar og jafnframt að ákvarðanir um birtingu gagna verði í höndum fagfólks í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Að öðru leyti fagnar Íbúahreyfingin því framfaraskrefi sem í því felst að hefja birtingu fundargagna á vef bæjarins.Bókun fulltrúa D-, V- og S-lista:
Bæjarráð ítrekar að umræddar reglur ganga út á að bæjarfélagið birti gögn að eigin frumkvæði og gengur þannig lengra en upplýsingalögin gera ráð fyrir. Umræddar reglur brjóta þó með engum hætti gegn upplýsingalögum né öðrum lögum. - 6. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #649
Drög að reglum um birtingu gagna lögð fram.
Afgreiðslu þessa máls var frestað á síðasta bæjarstjórnarfundi til dagsins í dag. $line$$line$Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir ánægju sinni með að nú sé komið að því að birta gögn með fundargerðum og leggur til að gerð verði betri grein fyrir því hver metur hvað eigi að birta og hvað ekki og hvort fylgigögn funda sveitarfélagsins birtist með fundarboði eða fundargerð eftirá.$line$$line$Málsmeðferðartillaga forseta:$line$Lögð er fram sú málsmeðferðartillaga að tillögu fulltrúa M-lista verði vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.$line$$line$Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum. $line$$line$Afgreiðsla 1209. fundar bæjarráðs samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #648
Drög að reglum um birtingu gagna lögð fram.
Frestað.
- 22. apríl 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1209
Drög að reglum um birtingu gagna lögð fram.
Framlagðar reglur um birtingu gagna á vef Mosfellsbæjar samþykktar með þremur atkvæðum.