Mál númer 201501813
- 6. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #649
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þann 12. mars 2015 með athugasemdafresti til 24. apríl 2015. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #389
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þann 12. mars 2015 með athugasemdafresti til 24. apríl 2015. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar.
- 25. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Bæjarráð vísaði 29.1.2014 til Skipulagsnefndar því verkefni að útfæra lóðir fyrir leiguíbúðir í Þverholti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu Batterísins og niðurstöðu starfshóps um leiguíbúðir í miðbænum. Frestað á 382. fundi. Lögð fram tillaga Batterísins að breytingum á deiliskipulagi miðbæjarins, dagsett 28.1.2015. Frestað á 382. og 383. fundi.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að afgreiðslu þessa máls verði frestað þar sem (1) engin fagleg greining hefur farið fram á því hvort þær 30 leiguíbúðir sem þarna á að byggja leiði til lækkunar leiguverðs í Mosfellsbæ. Starfshópur D-, S- og V-lista heldur því fram að svo sé, án þess að færa fyrir því haldbær rök. Í blindni er því haldið fram að aukið framboð á íbúðum lækki leiguverð. Hvað með ástandið sem hér ríkti fyrir hrun fallið í gleymskunnar dá? Framboð aldrei verið meira og íbúðarverð aldrei verið hærra. $line$$line$Á málflutningi starfshópsins má greina að tillögurnar skortir faglegan undirbúning. Það á ekki að nota jöfnunartæki samfélagsins til að styðja við bakið á þeim sem þurfa á því að halda. $line$$line$Til að byggja upp almennan leigumarkað þurfa sveitarfélög að (2) nota jöfnunartæki velferðarsamfélagsins. Annað er tálsýn. Markaðsöflin hugsa héðan í frá sem hingað til um eigin hag, ekki náungann sem ekki á fyrir leigu. Hingað til hafa ríki, sveitarfélög, hagsmunasamtök launafólks, húsnæðissamvinnufélög séð um að skapa réttu aðstæðurnar í húsnæðismálum þjóðarinnar. Í tillögum starfshópsins örlar ekki á þeirri jafnræðis- og velferðarhugsun sem þar hefur ráðið för.$line$$line$(3) Íbúahreyfingin telur einnig að staðsetning lóðanna ýti undir hátt leiguverð. Dýrir byggingarreitir sem kalla á dýra bílakjallara. Íbúðirnar þjóna því ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, þ.e. ungu fólki, efnaminni fjölskyldum og einstaklingum.$line$$line$(4) Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað hvaða áhrif uppbygging í miðbænum hefur á þeim svæðum sem enn eru í sárum eftir hrun og eru smám saman að byggjast upp. Veldur hún töfum þar? Þessu þarf að svara.$line$$line$Það er göfugt verkefni að byggja upp leigumarkað í Mosfellsbæ. Það gæti meira að segja orðið mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið að laða að ungt fólk sem á langa starfsævi fyrir höndum. Eins og staðan er fela tillögurnar það ekki í sér. Íbúahreyfingin leggur því til að málið verði skoðað frá grunni og skipulagi lóðanna frestað.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar: $line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar mótmælir harðlega dylgum bæjarfulltrúa Vinstri grænna um að fulltrúi Íbúahreyfingarinnar hafi starfað fyrir tvo stjórnmálaflokka á síðasta kjörtímabili. Það er með öllu ósatt.$line$$line$Tillaga M-lista er felld með átta atkvæðum gegn einu.$line$$line$Bókun V-, D- og S- lista:$line$Fulltrúar V -, D- og S- lista hafna tillögu Íbúahreyfingarinnar um að fresta afgreiðslu skipulagsnefndar sem snýr að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Mosfellsbæjar. Jafnframt vísum við rökstuðningi Íbúahreyfingarinnar á bug sem fram kemur í bókuninni. Rökstuðningurinn ber með sér misskilning sem snýr að muni á félagslegu leiguhúsnæði á vegum sveitarfélaga og leiguhúsnæði á frjálsum markaði. Hér er um mikið framfaraskref að ræða sem efalaust mun efla leigumarkað í bænum enda er í skipulaginu gerð krafa um leiguíbúðir til framtíðar. $line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar $line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar mótmælir þeirri rangfærslu sem fram kemur í bókun D-, S- og V-lista.$line$Eins og Íbúahreyfingin hefur margítrekað bent á, er ekki verið að leggja til að Mosfellsbær byggi og reki félagslegar íbúðir, heldur noti þau verkfæri sem tiltæk eru til að hafa áhrif til lækkunar leiguverðs, ungu fólki og efnaminni til hagsbóta. Á þeirri viðleitni örlar ekki í tillögum starfshóps.$line$$line$Afgreiðsla 384. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Sigrún H. Pálsdóttir situr hjá.
- 17. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #384
Bæjarráð vísaði 29.1.2014 til Skipulagsnefndar því verkefni að útfæra lóðir fyrir leiguíbúðir í Þverholti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu Batterísins og niðurstöðu starfshóps um leiguíbúðir í miðbænum. Frestað á 382. fundi. Lögð fram tillaga Batterísins að breytingum á deiliskipulagi miðbæjarins, dagsett 28.1.2015. Frestað á 382. og 383. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Bæjarráð vísaði 29.1.2014 til Skipulagsnefndar því verkefni að útfæra lóðir undir húsnæði í Þverholti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu Batterísins og niðurstöðu starfshóps um leiguíbúðir í miðbænum. Frestað á 382. fundi.
Afgreiðsla 383. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Bæjarráð vísaði 29.1.2014 til Skipulagsnefndar því verkefni að útfæra lóðir undir húsnæði í Þverholti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu Batterísins og niðurstöðu starfshóps um leiguíbúðir í miðbænum.
Afgreiðsla 382. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 4. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #383
Bæjarráð vísaði 29.1.2014 til Skipulagsnefndar því verkefni að útfæra lóðir undir húsnæði í Þverholti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu Batterísins og niðurstöðu starfshóps um leiguíbúðir í miðbænum. Frestað á 382. fundi.
Frestað.
- 3. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #382
Bæjarráð vísaði 29.1.2014 til Skipulagsnefndar því verkefni að útfæra lóðir undir húsnæði í Þverholti í samræmi við fyrirliggjandi tillögu Batterísins og niðurstöðu starfshóps um leiguíbúðir í miðbænum.
Frestað.