Mál númer 201503559
- 15. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #705
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 19.september til og með 31. október 2017. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 22. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 705. fundi bæjarstjórnar.
- 10. nóvember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #448
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 19.september til og með 31. október 2017. Engin athugasemd barst.
- 6. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #700
Á 402. fundi skipulagsnefndar 9. desember 2015 var gerð eftirfarandi bókun: 'Nefndin samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa gildistöku deiliskipulagsins. Jafnframt felur nefndin umhverfissviði að vinna minnisblað um umferðaröryggismál á Reykjavegi.' Gildistaka deiliskipulagsins var ekki birt í B-deild Stjórnartíðinda og því hefur deiliskipulagið ekki tekið gildi. Auglýsa þarf deiliskipulagstillöguna að nýju.
Afgreiðsla 443. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 700. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. september 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #443
Á 402. fundi skipulagsnefndar 9. desember 2015 var gerð eftirfarandi bókun: 'Nefndin samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa gildistöku deiliskipulagsins. Jafnframt felur nefndin umhverfissviði að vinna minnisblað um umferðaröryggismál á Reykjavegi.' Gildistaka deiliskipulagsins var ekki birt í B-deild Stjórnartíðinda og því hefur deiliskipulagið ekki tekið gildi. Auglýsa þarf deiliskipulagstillöguna að nýju.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 16. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #662
Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 13.10.2015 með athugasemdafresti til 24.11.2015. Athugasemd barst frá Bjarneyju Einarsdóttur og Páli Helgasyni varðandi umferðaröryggi á Reykjavegi.
Afgreiðsla 402. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 662. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #402
Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 13.10.2015 með athugasemdafresti til 24.11.2015. Athugasemd barst frá Bjarneyju Einarsdóttur og Páli Helgasyni varðandi umferðaröryggi á Reykjavegi.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa gildistöku deiliskipulagsins. Jafnframt felur nefndin umhverfissviði að vinna minnisblað um umferðaröryggismál á Reykjavegi.
- 7. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #657
Lögð fram f.h. lóðareiganda, Ástu Maríu Guðbergsdóttur, tillaga Vigfúsar Halldórssonar BFÍ að deiliskipulagi lóðarinnar, sbr. bókun nefndarinnar á 389. fundi.
Afgreiðsla 397. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. september 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #397
Lögð fram f.h. lóðareiganda, Ástu Maríu Guðbergsdóttur, tillaga Vigfúsar Halldórssonar BFÍ að deiliskipulagi lóðarinnar, sbr. bókun nefndarinnar á 389. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að falla frá gerð lýsingar og forkynningar, þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir, sbr. 40. gr. skipulagslaga, Nefndin samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga og að rita næstu nágrönnum bréf til þess að vekja athygli þeirra á hinni auglýstu tillögu.
- 6. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #649
Lagt fram að nýju, sbr. bókun á fundi 388, erindi Vigfúsar Halldórssonar f.h. Ástu Maríu Guðbergsdóttur þar sem spurst er fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að á lóðinni verði gert ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi sbr. meðfylgjandi tillöguteikningar.
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #389
Lagt fram að nýju, sbr. bókun á fundi 388, erindi Vigfúsar Halldórssonar f.h. Ástu Maríu Guðbergsdóttur þar sem spurst er fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að á lóðinni verði gert ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi sbr. meðfylgjandi tillöguteikningar.
Nefndin er jákvæð gagnvart því að lóðin verði skipulögð fyrir þriggja íbúða einnar hæðar raðhús, enda verði henni skipt upp í þrjár lóðir og byggingarreitur afmarkaður þannig að húsið falli eðlilega inn í húsalínuna við götuna.
- 22. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #648
Vigfús Halldórsson f.h. Ástu Maríu Guðbergsdóttur spyrst fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að á lóðinni verði gert ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi sbr. meðfylgjandi tillöguteikningar.
Afgreiðsla 388. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 648. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. apríl 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #388
Vigfús Halldórsson f.h. Ástu Maríu Guðbergsdóttur spyrst fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að á lóðinni verði gert ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi sbr. meðfylgjandi tillöguteikningar.
SBH vék af fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa nánari skoðun á málinu.