Mál númer 201502181
- 4. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #714
Umræður um verklag við upplýsingaöflun bæjarfulltrúa skv. ósk fulltrúa Íbúahreyfingarinnar
Afgreiðsla 1348. fundar bæjarráðs samþykkt á 714. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. mars 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1348
Umræður um verklag við upplýsingaöflun bæjarfulltrúa skv. ósk fulltrúa Íbúahreyfingarinnar
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera starfsmönnum stjórnsýslunnar grein fyrir hlutverki þeirra gagnvart kjörnum fulltrúum með hliðsjón af sveitarstjórnarlögum, stjórnsýslulögum, upplýsingalögum og samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar.Kjörnir fulltrúar eiga allt sitt undir lipri þjónustu starfsmanna og góðu aðgengi að gögnum í vörslu bæjarins. Í lýðræðisríki er það hluti af daglegum störfum stjórnsýslunnar að þjóna kjörnum fulltrúum með því að afhenda þeim skjöl úr gagnasöfnum, afla gagna og greina upplýsingar sem auðvelda þeim að taka ákvarðanir, undirbúa fundi og sinna eftirlits- og stefnumótunarhlutverki sínu í sveitarstjórn.
Skv. 20. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar á aðgangur kjörinna fulltrúa að stofnunum og fyrirtækjum Mosfellsbæjar í tengslum við upplýsingaöflun að vera óhindraður hvenær sem er á opnunartíma. Feli óskir kjörinna fulltrúa hins vegar í sér mikið vinnuframlag starfsmanna hafa beiðnir farið í gengum bæjarstjóra. Á þessu hefur þó verið sú undantekning að kjörnir fulltrúar í fagnefndum snúa sér beint til formanna nefnda, sviðsstjóra og fulltrúa þeirra þegar um er að ræða óskir um mál á dagskrá og öflun, greiningu, samantekt á upplýsingum o.s.frv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögu M-lista Íbúahreyfingarinnar frá með vísan til "Verklags- og samskiptareglna kjörinna fulltrúa, nefndarmanna og stjórnenda Mosfellsbæjar." sem samþykktar voru á 649. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 6. maí 2015 þar sem skýrt er tekið fram um verklag þessara samskipta.Bókun S-lista
Bæjarráðsmaður Samfylkingarinnar telur að samþykktir bæjarins og Verklags- og samskiptareglur kjörinna fulltrúa, nefndarmanna og stjórnenda Mosfellsbæjar séu skýrar. - 21. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #713
Umræður um verklag við upplýsingaöflun bæjarfulltrúa skv. ósk fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. mars 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1346
Umræður um verklag við upplýsingaöflun bæjarfulltrúa skv. ósk fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Málinu frestað.
- 6. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #649
Lögð fram drög að samskiptareglum í kjölfar samþykktar bæjarráðs eftir tillögu bæjarstjóra.
Afgreiðslu þessa máls var frestað á síðasta bæjarstjórnarfundi til dagsins í dag.$line$$line$Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að afgreiðslu verklagsreglna verði frestað og þær endurskoðaðar. Eins og reglurnar eru í dag endurspegla þær hvorki stjórnskipulag sveitarfélagsins og né þær boðleiðir sem það gerir ráð fyrir. Hlutverk bæjarstjórnar er þar að engu haft og þjónustuhlutverk stjórnsýslunnar gagnvart kjörnum fulltrúum sömuleiðis.$line$$line$Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista. $line$$line$Afgreiðsla 1209. fundar bæjarráðs samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum, gegn atkvæði fulltrúa M-lista.
- 22. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #648
Lögð fram drög að samskiptareglum í kjölfar samþykktar bæjarráðs eftir tillögu bæjarstjóra.
Frestað.
- 22. apríl 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1209
Lögð fram drög að samskiptareglum í kjölfar samþykktar bæjarráðs eftir tillögu bæjarstjóra.
Framlagðar verklags- og samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna bæjarins samþykktar með þremur atkvæðum.
- 25. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Tillaga um gerð verklags- og samskiptareglna kjörinna fulltrúa og stjórnsýslu bæjarins
Afgreiðsla 1199. fundar bæjarráðs samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. febrúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1199
Tillaga um gerð verklags- og samskiptareglna kjörinna fulltrúa og stjórnsýslu bæjarins
Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður samskipta- og upplýsingadeildar, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela forstöðumanni samskipta- og upplýsingadeildar og lögmanni bæjarins að gera drög að verklags- og samskiptareglum kjörinna fulltrúa og stjórnsýslu bæjarins.