Mál númer 201809382
- 5. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #753
Skýrsla verkefnishóps Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málefni Sundabrautar.
Afgreiðsla 1429. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. janúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1429
Skýrsla verkefnishóps Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málefni Sundabrautar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til kynningar.
Eftirfarandi bókun samþykkt með 3 atkvæðum:
Bæjarráð Mosfellsbæjar leggur mikla áherslu á að uppbygging Sundabrautar verði að veruleika sem allra fyrst.
Lagning Sundabrautar leysir að öllum líkindum mikinn umferðarvanda á norðurhluta höfuðborgarsvæðisins og mun m.a. draga úr umferð í Ártúnsbrekku og á Vesturlandsvegi í gegnum Mosfellsbæ.
Því ber að gæta sérstaklega að því að ekki verði lagðar hindranir og aukinn kostnaður í aðalskipulagi Reykjavíkur sem truflað gæti lagningu Sundabrautar í framtíðinni svo sem með skipulagðri byggð.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hvetur Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkið til að hraða undirbúningi og framkvæmdum við Sundabraut eins og kostur er.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þessari bókun til hlutaðeigandi aðila.
- 12. desember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #730
Tillögur verkefnishóps ráðherra um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033.
Afgreiðsla 1378. fundar bæjarráðs samþykkt á 730. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. desember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1378
Tillögur verkefnishóps ráðherra um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033.
Ákveðið að fela bæjarstjóra um framkvæmdastjóra umhverfissviðs að greina málið frekar og veita bæjarráði umsögn. Óskað verður eftir frekari kynningu á málinu af hálfu SSH.
- 31. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #727
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1370. fundar bæjarráðs samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1370
Frestað á síðasta fundi þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir. Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 1370. fundi bæjarráðs.
- 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1368. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Frestað frá síðasta fundi. Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1369. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1369
Frestað frá síðasta fundi. Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Frestað þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.
- 4. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1368
Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Frestað