Mál númer 201809121
- 31. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #727
Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að skoða málið betur ma. með vettvangsferð í bygginguna og í framhaldi af því að koma með tillögu að afgreiðslu fyrir fund nefndar." Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi fóru í vettvangsferð 15. okt. 2018. Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa.
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. október 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #470
Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að skoða málið betur ma. með vettvangsferð í bygginguna og í framhaldi af því að koma með tillögu að afgreiðslu fyrir fund nefndar." Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi fóru í vettvangsferð 15. okt. 2018. Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa.
Skipulagsnefnd synjar erindinu um breytingu á deiliskipulagi. Að öðru leiti vísar nefndin í afgreiðslu byggingarfulltrúa á afgreiðslufundi hans frá 21. febrúar 2008 þar sem m.a. kemur fram að umrætt rými sem sótt er um leyfi vegna er skilgreint sem rými óútfyllt.
Samþykkt samhljóða. - 3. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #725
Borist hefur erindi frá G. Oddi Víðissyni dags. 7. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laxatungu 3.
Afgreiðsla 468. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 725. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. september 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #468
Borist hefur erindi frá G. Oddi Víðissyni dags. 7. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laxatungu 3.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að skoða málið betur ma. með vettvangsferð í bygginguna og í framhaldi af því að koma með tillögu að afgreiðslu fyrir fund nefndar.