Mál númer 201809254
- 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Kynning á þróunarverkefninum um snemmtæka íhlutun leikskóla
Afgreiðsla 388. fundar fræðslunefndar samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Kynning á þróunarverkefninum um snemmtæka íhlutun leikskóla
Afgreiðsla 388. fundar fræðslunefndar samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. mars 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #388
Kynning á þróunarverkefninum um snemmtæka íhlutun leikskóla
Leikskólar í Mosfellsbæ hafa frá því í september 2018 verið í samstarf við Menntamálastofnun og Ásthildi Bj. Snorradóttur talmeinafræðing um innleiðingu á verkefninu „Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi“. Samstarfinu lauk formlega í júní 2020 og afurðin eru handbækur sem innihalda verkferlar og skráningar á málörvun innan hvers leikskóla. Innleiðing á verkefninu er lokið og verkfæri handbókanna eru orðin hluti af starfinu og hafa fest sig í sessi sem hluti af daglegu starfi. Mat á verkefninu er meðal annars miðað við árangur á HLJÓM2, sem er aldursbundin skimun sem er lögð fyrir öll fimm ára börn í leikskólum Mosfellsbæjar.
Fræðslunefnd þakkar leikskólastjórum og starfsfólki leikskólanna fyrir góða og mikilvæga vinnu og ánægjulegt að sjá góðan árangur af verkefninu.
- 19. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #754
Snemmtæk íhlutun - samantekt og kynning
Afgreiðsla 372. fundar fræðslunefndar samþykkt á 754. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. febrúar 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #372
Snemmtæk íhlutun - samantekt og kynning
Fræðslunefnd þakkar fyrir kynningu á áhugaverðu og mikilvægu málþroskaverkefni í leikskólum Mosfellsbæjar sem unnið hefur verið í samstarfi við Menntamálastofnun. Fræðslunefnd vill nota tækifærið og þakka starfsfólki leikskólanna fyrir sitt framlag til verkefnisins. Fræðslunefnd samþykkir hálfan starfsdag til viðbótar inn á áður samþykkt skóladagatal leikskóla.
- 31. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #727
Samstarfsverkefni leikskóla Mosfellsbæjar og Menntamálastofnunar um snemmtæka íhlutun með áherslu á eflingu málfærni leikskólabarna og læsis í víðu samhengi.
Afgreiðsla 354. fundar fræðslunefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. október 2018
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #354
Samstarfsverkefni leikskóla Mosfellsbæjar og Menntamálastofnunar um snemmtæka íhlutun með áherslu á eflingu málfærni leikskólabarna og læsis í víðu samhengi.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með fyrirhugað samstarfsverkefni leikskóla Mosfellsbæjar og Menntamálastofnunar.