Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201611136

  • 23. nóvember 2016

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #683

    Ákvörð­un um út­svars­pró­sentu 2017

    Til­laga er gerð um að út­svars­hlut­fall Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2017 verði 14,48% af út­svars­stofni.

    Til­lag­an er sam­þykkt með sex at­kvæð­um full­trúa D- og V-lista gegn þrem­ur at­kvæð­um S- og M-lista.

    Bók­un Sam­fylk­ing­ar­inn­ar
    Meiri­hluti sjálf­stæð­is­manna og vinstri grænna leggja nú til lækk­un á út­svars­pró­sentu, úr 14.52% í 14.48% eða um 0,04 pró­sentust­ig. Þessi lækk­un þýð­ir 14,4 millj­óna króna lækk­un út­svar­stekna fyr­ir bæj­ar­sjóð. Pen­inga­leg­ur ávinn­ing­ur ein­stakra út­svars­greið­enda hvað varð­ar auk­ið ráð­stöf­un­ar­fé, er minni­hátt­ar eða rétt um 240 krón­ur á mán­uði af 600 þús. króna mán­að­ar­tekj­um sem dæmi. Þess­ar tæpu fjór­tán og hálfu millj­ón­ir mætti hins veg­ar nýta í brýn verk­efni sem eru á for­ræði sveit­ar­fé­lags­ins t.d. inn í bætta þjón­ustu við barna­fjöl­skyld­ur, bætta sér­fræði­þjón­ustu og stuðn­ing inni í leik­skól­um og grunn­skól­um, hækk­un fjár­hags­að­stoð­ar, um­hverf­is­vernd­ar­verk­efni, efl­ingu tón­list­ar­kennslu eða bætt starfs­um­hverfi inn­an skól­anna svo eitt­hvað sé nefnt.

    Með það í huga að ávinn­ing­ur sam­fé­lags­ins af því að hafa þess­ar 14,4 millj­ón­ir inni í sam­fé­lags­leg­um verk­efn­um vegi mun þyngra en ávinn­ing­ur ein­stakra út­svars­greið­enda af þess­ari 0,04 pró­sentu­stiga lækk­un tel­ur Sam­fylk­ing­in ekki skyn­sam­legt að lækka út­svars­pró­sent­una og greið­ir at­kvæði gegn lækk­un.

    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
    Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að ekki sé inn­stæða fyr­ir lækk­un út­svars í Mos­fells­bæ á ár­inu 2017. Starfs­menn sveit­ar­fé­laga eru sá launa­hóp­ur sem lægst­ar tekj­ur hef­ur á Ís­landi. Kenn­ar­ar eru hundó­ánægð­ir með sín kjör og fé skort­ir til að sinna ýms­um brýn­um verk­efn­um. Svo dæmi sé tek­ið sjá starfs­menn um­hverf­is­sviðs ekki fram úr verk­efn­um vegna ný­bygg­inga og 140 börn bíða eft­ir að fá að hefja nám í tón­list­ar­skól­an­um. Á báð­um þess­um stöð­um vant­ar starfs­fólk til að sinna aug­ljósri þörf. Fjár­hags­að­stoð er langt und­ir neyslu­við­miði og árum sam­an hef­ur skort fé til að ráð­ast í stíga­gerð í íbúða­hverf­um og verk­efni í þágu nátt­úru­vernd­ar o.fl. Fyr­ir hinn venju­lega laun­þega skipt­ir 0,04% lækk­un af 14,52% engu máli, ein­ung­is þá sem mest­ar tekj­ur hafa.

    Bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar hef­ur oftsinn­is vak­ið at­hygli á því á vett­vangi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga að rík­ið sjái sveit­ar­fé­lög­um ekki fyr­ir nægi­legu fé til að reka grunn­þjón­ust­una. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur að út­svars­lækk­un sé ekki til þess fallin að sann­færa rík­ið um að hækka fram­lag­ið og greið­ir at­kvæði gegn lækk­un.

    Bók­un V- og D- lista
    Til­laga að fjár­hags­áætlun árs­ins 2017 fel­ur í sér bætta þjón­ustu og minni álög­ur, þar má nefna aukna þjón­ustu til handa fjöl­skyld­um ungra barna, hækk­un frí­stunda­á­vís­un­ar, stofn­un ung­menna­húss, aukna tón­list­ar­kennslu og auk­ið fjár­magn til við­halds, einkum skóla­bygg­inga, svo eitt­hvað sé nefnt. Jafn­framt er tek­ið frá fjár­magn til að koma til móts við vænt­an­lega hækk­un launa kenn­ara í kom­andi kjara­samn­ing­um. Meiri­hluti D- og V- lista tel­ur mik­il­vægt að allt sam­fé­lag­ið njóti góðs af bættu rekstr­ar­um­hverfi sveit­ar­fé­lags­ins. Þess vegna er gert ráð fyr­ir lækk­un fast­eigna­skatta og lækk­un út­svars.