Mál númer 201610254
- 25. janúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #687
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 25. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 15. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 687. fundi bæjarstjórnar.
- 17. janúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #428
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 25. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Engin athugasemd barst.
- 11. janúar 2017
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #15
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 25. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Engin athugasemd barst.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna og með vísan í 2. gr. í viðauka um embættisfærslur skipulagsfulltrúa við samþykkt nr. 596/2011 skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar.
- 7. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #684
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Helgafellsskóla. Bæjastjórn vísaði tillögunni til kynningar í fræðslunefnd á fundi 8. nóvember sl.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun fulltrúa M-lista í fræðslunefnd þess efnis að engin leið sé að undirbúa sig fyrir umræðu eða taka upplýsta afstöðu til mála ef rétt gögn fylgja ekki fundarboði, eins og gerðist í þessu máli.
Sigrún H PálsdóttirAfgreiðsla 330. fundar fræðslunefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. nóvember 2016
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #330
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Helgafellsskóla. Bæjastjórn vísaði tillögunni til kynningar í fræðslunefnd á fundi 8. nóvember sl.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar kynnti tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Helgafellsskóla.
Bókun M lista.
Ekki fylgdi rétt deiliskipulagstillaga í máli 201610254. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar vill leggja áherslu á að gögn skuli berast nefndarmönnum fyrir fund. Engin leið er að undirbúa sig fyrir umræðu eða taka upplýsta afstöðu til mála ef rétt gögn fylgja ekki fundarboðum.Bókun D og V lista.
Málið hefur þegar farið fyrir skipulagsnefnd og var það afgreitt í auglýsingu af fulltrúum allra flokka. Mannleg mistök voru þess valdandi að rangt skjal var sett undir mál á dagskrá fræðslunefndar. - 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Helgafellsskóla. Samson B Harðarson vék af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #424
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Helgafellsskóla. Samson B Harðarson vék af fundi undir þessum lið.
Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 9. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #682
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Helgafellsskóla.Samson B Harðarson vék af fundi undir þessum lið.
Tillaga bæjarfulltrúa S-lista
Lagt er til að deiliskipulagstillaga vegna Helgafellsskóla verði vísað til kynningar í fræðslunefnd.Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Jafnframt er afgreiðsla 423. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 682. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #423
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Helgafellsskóla.Samson B Harðarson vék af fundi undir þessum lið.
Nefndin samþykkir með 4 atkvæðum að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.