Mál númer 201609340
- 12. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #741
Beiðni Sunnubæjar ehf. um að fá að skila lóðinni að Sunnukrika 7.
Afgreiðsla 1401. fundar bæjarráðs samþykkt á 741. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Fulltrúi L- lista situr hjá og fulltrúi M- lista greiðir atkvæði gegn afgreiðslunni.
- 6. júní 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1401
Beiðni Sunnubæjar ehf. um að fá að skila lóðinni að Sunnukrika 7.
Samþykkt með 2 atkvæðum að heimila skil lóðarinnar. Fulltrúi M- lista greiðir atkvæði gegn samþykktinni.
Bókun M- lista:
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ telur afar óheppilegt að aðilar geti legið lengi á lóðum án þess að nýta þær. Slíkur valréttur er víða seldur dýru verði, a.m.k. upp í kostnað m.a. vegna skipulagsbreytinga. Að halda þessari lóð í rúm 3 ár (í þessu tilviki frá 15. nóvember 2016) er of langur tími án nokkurra framkvæmda. Ekki er séð að Mosfellsbær hafi annað en óafturkræfan kostnað út úr þessu verkefni.Bókun V- og D- lista:
Lóðinni við Sunnukrika 7 var úthlutað með sérstöku samkomulagi um nýtingu.Engum valrétti var beitt. Aðilar geta ekki uppfyllt þær kvaðir sem Mosfellsbær setti um nýtingu lóðarinnar og óska því eftir að skila lóðinni. Mosfellsbær hefur ekki borið neinn kostnað af þessari lóðaúthlutin. Engar skipulasbreytingar hafa verið gerðar. Bókun M- lista er því byggð á misskilningi. - 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Drög að viðaukasamningi við Sunnubæ ehf. og lóðarleigusamningum vegna lóða nr. 3 og 5 við Sunnukrika lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1334. fundar bæjarráðs samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum og 1 á móti.
- 14. desember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1334
Drög að viðaukasamningi við Sunnubæ ehf. og lóðarleigusamningum vegna lóða nr. 3 og 5 við Sunnukrika lögð fram til samþykktar.
Tillaga Íbúahreyfingarinnar um samráð og gegnsæi í samningum vegna Sunnukrika 3 og 5
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar ítrekar mikilvægi þess að eignarhald á félögum sem fá úthlutað lóðum í Mosfellsbæ sé gegnsætt. Fjárfestar í verkefninu Sunnubær ehf., sem Fjárfestingarauður V hýsir og íslenskur fjárfestingabanki annast rekstur á, eru óþekktir. Eðli málsins samkvæmt er bankinn einungis milliliður og Fasteignaauður V bara sjóður fyrir óþekkta fjárfesta. Donald Trump gæti jafnvel verið stærsti fjárfestirinn í þeirra hópi, án þess að hér sé lagt mat á hvort það væri gott eða slæmt.
Röð mistaka í skipulagsmálum fyrir og eftir hrun gerir kröfu til þess að fulltrúar í sveitarstjórnum vandi til verka. Íbúahreyfingin telur þess vegna brýnt að bæjarfulltrúar meðhöndli lóðir í miðbæ Mosfellsbæjar sem framtíðarverðmæti, þess minnugir að uppbygging þar eigi eftir að setja mark sitt á bæjarlífið um ókomin ár. Það þarf að hafa biðlund til að standa faglega að verki og leyfa hugmyndum um landnýtingu að þróast í frjálsu flæði skoðanaskipta og tillagna fagaðila og íbúa og á grundvelli samkeppni, ekki einhliða ákvarðana skuggafjárfesta.
Á grundvelli skorts á samráði og ógegnsæis varðandi fjármögnun og fjárfesta leggur Íbúahreyfingin til að bæjarráð samþykki að svo stöddu ekki viðauka- og lóðarleigusamninga við Sunnubæ.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Framlagður viðauki við samkomulag við Sunnubæ ehf. um úthlutun og uppbyggingu atvinnulóða við Sunnukrika og lóðarleigusamningar um Sunnukrika 3 og 5 samþykktir með þremur atkvæðum.
- 29. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #706
Viðauki við fyrra bréf Sunnubæjar auk minnisblaðs bæjarstjóra lagt fram.
Afgreiðsla 1330. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 16. nóvember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1330
Viðauki við fyrra bréf Sunnubæjar auk minnisblaðs bæjarstjóra lagt fram.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um afturköllun lóða við Sunnukrika
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að úthlutun lóða við Sunnukrika 5 og 7 verði afturkölluð þar sem ekki hefur tekist að afla fjár til reksturs hótels en það var upphaflega skilyrðið fyrir úthlutuninni.
Íbúahreyfingin telur ekki rétt að gera samninga við Sunnubæ um lóðarleigu til 50 ára vegna staðsetningar lóðarinnar á miðsvæði. Þess í stað afturkalli Mosfellsbær lóðirnar, auglýsi að nýju og efni til hugmyndasamkeppni meðal arkitekta um þróun svæðisins og framtíðarmöguleika þess. Á grundvelli vinningstillögunnar og samráðs við íbúa og fagnefndir efni Mosfellsbær til útboðs á frjálsum markaði.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að gera drög að lóðarleigusamningum um lóðirnar við Sunnukrika 3 og 5 og viðauka við núverandi samkomulag við Sunnubæ ehf. þar sem heimild til að afturkalla lóð nr. 7 við Sunnukrika verði framlengd til 31. mars 2018. Drögin verði lögð fyrir bæjarráð til samþykktar þegar þau liggja fyrir.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar um mikilvægi gegnsæis í fasteignaviðskiptum
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar getur ekki fallist á breytingar á samkomulagi við Sunnubæ, án þess að fyrir liggi hverjir eru raunverulegir eigendur félagsins. Í síðasta ársreikningi Sunnubæjar kemur fram að Fasteignaauður V sé eini hluthafinn og eru starfsmenn verðbréfafyrirtækisins í stjórn þess en raunverulegt eignarhald hulið.
Það stangast á við kröfur um gegnsæi gagnvart íbúum og lánardrottnum sveitarfélags að taka þátt í fasteignaviðskiptum þar sem eignarhald viðsemjandans er hulið og þar með hverjir hafi hagsmuni af viðskiptunum.
Traust, trúverðugleiki og gegnsæi er það sem öllu máli skiptir í viðskiptum og pólitík og það sérstaklega þegar opinber aðili eins og sveitarfélag á í hlut.Bókun V- og D- lista
Sunnubær er dótturfélag Kviku sem er öflugur fjárfestingarbanki með 235 milljarða eignasafn. Kvika er háð eftirliti Fjármálaeftirlitsins. - 15. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #705
Ósk um breytingu á samkomulagi um úthlutun lóða við Sunnukrika.
Afgreiðsla 1329. fundar bæjarráðs samþykkt á 705. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. nóvember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1329
Ósk um breytingu á samkomulagi um úthlutun lóða við Sunnukrika.
Frestað.
- 4. október 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #702
Farið yfir stöðu vegna úthlutunar lóða við Sunnukrika 5-7. Viðaukasamningur kynntur.
Afgreiðsla 1323. fundar bæjarráðs samþykkt á 702. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. september 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1323
Farið yfir stöðu vegna úthlutunar lóða við Sunnukrika 5-7. Viðaukasamningur kynntur.
Framlagður viðauki við samkomulag Sunnubæjar og Mosfellsbæjar frá 15. nóvember 2016 samþykktur með þremur atkvæðum.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Lögð fram drög að samkomulagi við Virðingu um úthlutun lóða við Sunnukrika 1-7.
Afgreiðsla 1281. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar er hlynntur áformum um að byggð verði hótel í Mosfellsbæ en hefur efasemdir um staðsetningu hótels í Sunnukrika og telur að endurskoða þurfi hana með hliðsjón af þróunar- og ferðamálastefnu Mosfellsbæjar og bera hana undir þróunar- og ferðamálanefnd og íbúa í nærliggjandi hverfum.
Íbúahreyfingin telur að Mosfellsbær geti liðsinnt fjárfestinum betur við val á staðsetningu hótelsins, auk þess sem það er hagur sveitarfélagsins að byggja það á stað þar sem umhverfi og saga Mosfellsbæjar fá að njóta sín og íbúar verða ekki fyrir ónæði á öllum tímum sólarhrings.Bókun fulltrúa V- og D-lista
Fulltrúar V- og D- lista fagna áhuga á uppbyggingu atvinnustarfsemi í Mosfellsbæ. Umræddar lóðir í Sunnukrika eru á miðsvæði og á slíkum lóðum er gert ráð fyrir verslun og þjónustu eins og til að mynda ferðaþjónustu. Uppbygging þessi er í fullu samræmi við stefnumörkun Mosfellsbæjar í skipulagsmálum svo og í ferðamálum.Staðsetning hótels miðsvæðis hefur ýmsa kosti í för með sér fyrir íbúa enda byggir slíkt upp rekstrargrundvöll fyrir annarskonar þjónustu sem nýst getur íbúum eins og veitingahús og verslanir. Nálægð við Krikahverfi er ekki ókostur enda er það mat sérfræðinga í skipulagsmálum að rekstur hótela fari vel saman við íbúabyggð. Til dæmis er mun minni og dreifðari umferð við hótel heldur en við íbúðahúsnæði eða verslunarkjarna auk þess sem umhverfi þeirra er yfirleitt snyrtilegt ásýndar.
- 10. nóvember 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1281
Lögð fram drög að samkomulagi við Virðingu um úthlutun lóða við Sunnukrika 1-7.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við Sunnubæ ehf. um úhlutun lóða við Sunnukrika 3-7 í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulag og á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga og úthlutunarskilmála, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum varðandi fyrirvara um fjármögnun og fjárhæð fyrstu greiðslu.