Mál númer 201603323
- 7. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #684
Lögð fram tímalína vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla 425. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 684. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #425
Lögð fram tímalína vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Nefndin samþykkir að fela skipulagsfulltrúa nánari úrvinnslu málsins, skoða möguleika á staðsetningu nýrra atvinnusvæða og stofna nýtt málsnúmer fyrir það.
Bókun S- lista: Fulltrúi Samfylkingarinnar telur það veikja nýlega undirritað svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, að skipuleggja umrætt iðnaðarsvæði í landi Sólheima. Mosfellsbær gefi þannig slæmt fordæmi þar sem ekki eru til staðar ríkari almannahagsmunir. Svæðið er utan vaxtarmarka nýs svæðisskipulags, innan öryggismarka vatnsverndarsvæðis og innan Græna trefilsins. Starfsemi iðnaðarsvæðis samrýmist ekki því skipulagi sem er á svæðinu.
Það er ljóst að skipulagning nýs iðnaðarsvæðis við Sólheima er til að undirbúa lóð undir gagnaver Símans í áföngum næstu 15 árin, fyrst 2500 m2, þá 5000og svo hugsanlega enn meira í síðari áföngum. Þarna væri verið að afhenda einu fyrirtæki ótiltekin verðmæti inn í framtíðina á kostnað íbúa. Land sem í framtíðinni mun líklegast verða til muna verðmætara en það er í dag. Taka verður tillit til þess að Síminn hafði þegar leitað eftir samningum á þegar skipulögðu iðnaðarsvæði steinsnar frá, í landi Reykjavíkur þar sem ekki var fallist á slíkan samning.
Starfsemi gagnavers er ekki laus við mengun, því umtalsverður hávaði er henni samfara í nú annars friðsælu umhverfi sem er skipulagt sem framtíðarútivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu.Bókun Íbúahreyfingarinnar: Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar undrast stórlega að lögð sé fram tímaáætlun sem miðar að því að gagnaver verði staðsett á vatnsverndarsvæði í landi Sólheima við Hólmsheiði. Nefndin hefur aðeins einu sinni, þann 3.5. 2016, fjallað um erindið og var þá umræðan frekar neikvæð, sbr.bókun S-lista. Sjónræn áhrif mörgþúsund fermetra gagnavers yrði griðarleg í dýrmætri náttúruperlu höfuðborgarsvæðisins í fullkominni andstæðu við friðsælt umhverfið. Staðsetning þessi stangast á við nýlega samþykkt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, raskar græna treflinum svonefnda og er innan öryggismarka vatnsverndarsvæðisins. Aðeins hefur verið lögð fram skrifleg lýsing á byggingunni hvað varðar flatarmál hennar uppá mörg þúsund fermetra, en ekkert liggur fyrir um hæð hennar, útlit hljóðmengun né annað. Hlutverk nefndarinnar hlýtur að vera að fjalla um svona framkvæmd af ábyrgð og festu og með allar upplýsingar tiltækar en ekki fallast orðlaust á að unnið sé að framgangi hennar. Íbúahreyfingin er hlynnt gagnaveri í Mosfellsbæ en hvetur til að finna því byggingarreit sem ekki hefur ofangreind umhverfisáhrif.
Bókun V og D lista:
Á fundinum hafa verið rædd staða atvinnulóða í Mosfellsbæ og hvort þörf sé á að stækka eða fjölga atvinnusvæðum innan bæjarmarka Mosfellsbæjar. Fyrirtæki hafa leitað til bæjarins um uppbyggingu við Hólmsheiði, jafnframt er ljóst að áhugi á uppbyggingu atvinnufyrirtækja í Mosfellsbæ er mikill.Í ljósi þess telur meirihluti V og D lista fulla ástæðu til þess að skoða hvort ekki sé þörf á nýjum atvinnusvæðum innan bæjarins ekki er ólíklegt að það kalli á breytingu á svæðisskipulagi. - 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Lögð fram tímalína vegna breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #424
Lögð fram tímalína vegna breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Frestað.
- 25. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #672
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar, sem bæjarráð óskaði eftir.
Afgreiðsla 1258. fundar bæjarráðs samþykkt á 672. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1258
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar, sem bæjarráð óskaði eftir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur af og frá að gagnaver verði staðsett við vatnsverndarsvæði í landi Sólheima við Hólmsheiði. Sjónræn áhrif gagnversins eru líkleg til að vera mikil en svæðið í heild er dýrmæt náttúruperla og felur í sér vinsælustu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins Heiðmörk, Rauðhóla, Elliðavatn og lengra í burtu Bláfjallahringurinn o.s.frv.
Íbúahreyfingin er hlynnt gagnaveri í Mosfellsbæ en hvetur meirihluta D- og V-lista til að finna gagnaverinu byggingarreit sem ekki hefur ofangreind umhverfisáhrif.Bókun V- og D- lista
Fulltrúar V- og D- lista eru jákvæðir fyrir byggingu gagnavers í Mosfellsbæ. Staðsetning slíkar starfsemi hefur marga kosti við Hólmsheiði. Um er að ræða öryggissvæði vatnsverndar sem heimilar byggingar með ákveðnum skilyrðum. Einnig er rétt að benda á að umrætt svæði er nálægt skipulögðu iðnaðarsvæði Reykjavíkur. Staðsetningin er í töluverðri fjarlægð frá Heiðmörk og fleiri náttúruperlum og hefur ekki áhrif á þau svæði. - 11. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #671
Síminn hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima, með möguleikum á uppbyggingu gagnavers í nokkrum áföngum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Frestað á 411. fundi.
Afgreiðsla 412. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 671. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. maí 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #412
Síminn hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima, með möguleikum á uppbyggingu gagnavers í nokkrum áföngum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Frestað á 411. fundi.
Skipulagsfulltrúa falið að senda bæjarráði umsögn skipulagsnefndar.
Bókun S-lista
Fulltrúi samfylkingarinnar telur það ganga í berhögg við nýundirritað svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins að skipuleggja lóð undir gagnaver í landi Sólheima. Svæðið er utan vaxtarmarka nýs svæðisskipulags, innan öryggismarka vatnsverndarsvæðis og innan Græna trefilsins. Starfsemi gagnavers samræmist ekki því skipulagi sem er á svæðinu. Eðlilegt er að bjóða umsækjanda lóð undir gagnaver á svæði sem skipulagt er til iðnaðar eins og á Tungumelum. - 27. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #670
Síminn hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima, með möguleikum á uppbyggingu gagnavers í nokkrum áföngum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Afgreiðsla 411. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. apríl 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #411
Síminn hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima, með möguleikum á uppbyggingu gagnavers í nokkrum áföngum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Frestað.
- 13. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #669
Síminn hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima, með möguleikum á uppbyggingu gagnavers í nokkrum áföngum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. apríl 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #410
Síminn hefur óskað eftir því að skipulögð verði lóð fyrir gagnaver í landi Sólheima, með möguleikum á uppbyggingu gagnavers í nokkrum áföngum. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til frekari skoðunar skipulagsfulltrúa.
- 30. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #668
Ósk um skipulagningu lóðar í landi Sólheima við Hólmsheiði.
Afgreiðsla 1252. fundar bæjarráðs samþykkt á 668. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. mars 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1252
Ósk um skipulagningu lóðar í landi Sólheima við Hólmsheiði.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar og bæjarstjóra til frekari skoðunar.