Mál númer 201412356
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Bæjarstjórn vísar drögum að samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til síðari umræðu.
Afgreiðsla 1282. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. nóvember 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1282
Bæjarstjórn vísar drögum að samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til síðari umræðu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita umhverfisstjóra Mosfellsbæjar, eða starfsmönnum þjónustuvers í hans umboði, fullt og óskorað umboð til að veita leyfi til hænsnahalds í samræmi við 2. gr. samþykktar Mosfellsbæjar nr. 971/2015 um hænsnahald í Mosfellsbæ utan skipulagðra landbúnaðarsvæða og til að afturkalla slík leyfi samkvæmt 8. gr. sömu samþykktar.
- 1. júlí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #653
Bæjarstjórn vísar drögum að samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til síðari umræðu.
Fyrirliggjandi drög að samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða samþykkt við síðari umræðu bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Bæjarráð vísar drögum að samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Tekið hefur verið tillit til athugasemda ráðuneytis í fyrirliggjandi drögum.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til seinni umræðu í bæjarstjórn.
- 20. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #650
Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis vísar samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, til bæjarráðs til lokaafgreiðslu.
Afgreiðsla 1211. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. Fyrri umræða um samþykkt um hænsnahald verður síðar.
- 7. maí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1211
Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis vísar samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, til bæjarráðs til lokaafgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða og vísar henni til fyrri umræðu á næsta fund bæjarstjórnar.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, lögð fram til kynningar. Bæjarráð vísaði á 1195. fundi sínum málinu til umsagnar umhverfisnefndar. Lögð er fram umsögn umhverfisnefndar auk minnisblaðs lögmanns.
Afgreiðsla 1198. fundar bæjarráðs samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 5. febrúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1198
Samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, lögð fram til kynningar. Bæjarráð vísaði á 1195. fundi sínum málinu til umsagnar umhverfisnefndar. Lögð er fram umsögn umhverfisnefndar auk minnisblaðs lögmanns.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa athugasemdum sem fram koma í minnisblaði lögmanns til heilbrigðisnefndar til afgreiðslu.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, lögð fram til kynningar. Bæjarráð vísaði á 1195. fundi sínum málinu til umsagnar umhverfisnefndar.
Afgreiðsla 156. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til kynningar.
Afgreiðsla 1195. fundar bæjarráðs samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. janúar 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #156
Samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ, utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, lögð fram til kynningar. Bæjarráð vísaði á 1195. fundi sínum málinu til umsagnar umhverfisnefndar.
Umsögn umhverfisnefndar fylgir hjálögð.
- 15. janúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1195
Samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til kynningar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa samþykktinni til umsagnar Umhverfisnefndar.