Mál númer 201611089
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Borist hefur erindi frá Pétri Kristjánssyni hdl. dags. 8. nóvember 2106 varðandi hagnýtingu jarðarinnar Óskots.
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #424
Borist hefur erindi frá Pétri Kristjánssyni hdl. dags. 8. nóvember 2106 varðandi hagnýtingu jarðarinnar Óskots.
Samkvæmt skilgreiningu í Aðalskipulagi Mosfellsbæjar er jörðin Óskot í landnotkunarflokknum óbyggð svæði. Í greinargerð aðalskipulags segir ma. “Ekki er gert ráð fyrir byggingum á óbyggðum svæðum en stígagerð og lágmarksaðstaða vegna nýtingar svæðanna til útivistar er þó heimil"